Enski boltinn

Ras­h­ford heldur á­fram bar­áttunni gegn fá­tækt og matar­skorti barna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marcus Rashford hefur farið mikinn innanvallar sem utan undanfarna mánuði.
Marcus Rashford hefur farið mikinn innanvallar sem utan undanfarna mánuði. Leila Coker/Getty Images

Marcus Rashford - leikmaður enska landsliðsins og Manchester United - er hvergi nærri hættur baráttu sinni gegn fátækt og matarskorti barna í Englandi.

Rashford lét til sín taka í sumar og á meðan kórónufaraldurinn var sem verstur í Englandi. Þökk sé Rashford samþykkti breska ríkisstjórnin að börn sem þyrftu á því að halda gætu enn fengið skólamáltíðir þó svo að skólahaldi væri aflýst vegna faraldursins.

Nú hefur Rashford fengið helstu matvöruframleiðendur og söluaðila Bretlands með sér í lið. Markmiðið er að gera það sem í valdi þeirra stendur til að hjálpa þeim sem þurfa hvað mest á því að halda. Aldi, Asda, Co-op, Deliveroo, FareShare, Food Foundation, Iceland, Kellogg´s, Lidl, Tesco og Waitrose eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa lagt málstaðnum lið.

Með þessu vill Rashford, sem og fyrirtækin, koma í gegn ákveðnum breytingum sem munu gera það að verkum að fleiri geta fengið aðstoð frá breska ríkinu heldur en nú.

Hinn 22 ára gamli Rashford verður ekki í enska landsliðshópnum sem kemur hingað til lands á föstudaginn en hann þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla. England og Ísland mætast á Laugardalsvelli næsta laugardag í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. 

Allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.


Tengdar fréttir

Rashford kemur ekki til Íslands

Marcus Rashford og Harry Winks verða ekki í enska landsliðshópnum sem kemur til Íslands í vikunni. Jack Grealish gæti leikið sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×