Íslendingarnir hræddir við þá og fátt nema hnetur og flögur að borða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2020 14:00 Rob Dorsett, hér lengst til vinstri, að störfum fyrir Sky Sports. Hann er nú staddur hér á landi. Getty/Simon Cooper Rob Dorsett, íþróttafréttamaður Sky Sports, sem staddur er hér á landi í tengslum við landsleik Íslands og Englands næstkomandi laugardag segir farir sínar ekki sléttar eftir komuna hingað til lands. Í pistli sem Dorsett skrifar á vef Sky Sports lýsir hann því hvernig hann og myndatökumaður hans, maður nafni Scott Drummond, hafi verið í sóttkví á hótelherbergi þeirra í fjóra daga. Þeir, líkt og aðrir sem koma hingað til lands, þurftu að fara í skimun við komuna til landsins, og bíða þeir nú eftir seinni skimuninni svo þeir geti losnað úr sóttkvínni. Borðuðu hnetur og flögur í tvo daga Dorsett er einn af nokkrum enskum blaðamönnum sem fylgt hafa landsliði Englands fyrir leikinn gegn Íslands í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. Hann segir að dvölin í sóttkvínni sé farinn að taka sinn toll þar sem þeir félagar hafi nær ekker að gera, og hefur þeim meðal annars reynst erfitt að nálgast mat. „Það er enginn herbergisþjónusta. Einungis listi yfir veitingastaði og kaffihúsi sem við getum hringt í og reynt að fá sendan mat þaðan til okkar. Laugardagskvöldið voru allir staðirnir of uppteknir til þess að þjónusta okkar,“ skrifar Dorsett auk þess sem að þeim hafi ekki reynst unnt að panta mat í gegnum heimsendingarþjónustu í gegnum netið þar sem viðkomandi þjónustuaðili hafi tekið við breskum kreditkortum. „Eftir að hafa borðað ávexti, flögur og hnetur í tvo daga, og útrúnnið Sushi sem við keyptum í verslun þegar við komum til landsins tók það okkur fjóra tíma að fá kebab-stað hérna í nágrenninu til að senda okkur pítsu, klukkan hálf eitt að nóttu til,“ skrifar Dorsett. Þá segist hann upplifa það að Íslendingar séu hræddir við þá þegar þeir fari í stutta göngutúra einu sinni á dag. Enski blaðamaðurinn Henry Winter er einn af þeim sem komið hafa frá Englandi til að fjalla um leikinn. Hann virðist ánægður með íslenska fyrirkomulaguð á landamærunum. Landed Reykjavik 10am, tested for Covid at airport, results back 2pm via text and app (negative). Now quarantining in hotel until Friday 9.15am when undergo second Covid test before allowed to cover #eng Nations League game against Iceland on Saturday. All very efficient.— Henry Winter (@henrywinter) August 30, 2020 „Við lítum út eins og „útlendingar“ og þeir forðast okkur,“ skrifar Dorsett. Þá hafi þeir reynt að pata mat á veitingastað sem var að afgreiða fólk á útisvæði. „Við spurðum þjónustustúlkuna hvort hún gæti afgreitt okkur á eftir en þá hrifsaði hún matseðlana til sín, sagði að þau mættu það ekki og dreif sig aftur inn,“ skrifar Dorsett. Ljóst er að Dorsett er mikið niðri fyrir og segir hann að upplifunin hér á landi sé mjög sérstök samanburið við venjulega, þar sem þeir félagar geti sest niður eftir vinnudaginn og gripið sér bjór og mat með kollegunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Albert var með eyrnalokkana umdeildu á æfingu landsliðsins Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, smellti af nokkrum myndum á æfingu karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli. 2. september 2020 13:29 Afar ólíklegt að Ísland fari í HM-umspil út frá Þjóðadeild | Lakari lið í betri stöðu Ísland þyrfti að slá Belgíu, Englandi og Danmörku við og vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. 2. september 2020 11:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Rob Dorsett, íþróttafréttamaður Sky Sports, sem staddur er hér á landi í tengslum við landsleik Íslands og Englands næstkomandi laugardag segir farir sínar ekki sléttar eftir komuna hingað til lands. Í pistli sem Dorsett skrifar á vef Sky Sports lýsir hann því hvernig hann og myndatökumaður hans, maður nafni Scott Drummond, hafi verið í sóttkví á hótelherbergi þeirra í fjóra daga. Þeir, líkt og aðrir sem koma hingað til lands, þurftu að fara í skimun við komuna til landsins, og bíða þeir nú eftir seinni skimuninni svo þeir geti losnað úr sóttkvínni. Borðuðu hnetur og flögur í tvo daga Dorsett er einn af nokkrum enskum blaðamönnum sem fylgt hafa landsliði Englands fyrir leikinn gegn Íslands í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. Hann segir að dvölin í sóttkvínni sé farinn að taka sinn toll þar sem þeir félagar hafi nær ekker að gera, og hefur þeim meðal annars reynst erfitt að nálgast mat. „Það er enginn herbergisþjónusta. Einungis listi yfir veitingastaði og kaffihúsi sem við getum hringt í og reynt að fá sendan mat þaðan til okkar. Laugardagskvöldið voru allir staðirnir of uppteknir til þess að þjónusta okkar,“ skrifar Dorsett auk þess sem að þeim hafi ekki reynst unnt að panta mat í gegnum heimsendingarþjónustu í gegnum netið þar sem viðkomandi þjónustuaðili hafi tekið við breskum kreditkortum. „Eftir að hafa borðað ávexti, flögur og hnetur í tvo daga, og útrúnnið Sushi sem við keyptum í verslun þegar við komum til landsins tók það okkur fjóra tíma að fá kebab-stað hérna í nágrenninu til að senda okkur pítsu, klukkan hálf eitt að nóttu til,“ skrifar Dorsett. Þá segist hann upplifa það að Íslendingar séu hræddir við þá þegar þeir fari í stutta göngutúra einu sinni á dag. Enski blaðamaðurinn Henry Winter er einn af þeim sem komið hafa frá Englandi til að fjalla um leikinn. Hann virðist ánægður með íslenska fyrirkomulaguð á landamærunum. Landed Reykjavik 10am, tested for Covid at airport, results back 2pm via text and app (negative). Now quarantining in hotel until Friday 9.15am when undergo second Covid test before allowed to cover #eng Nations League game against Iceland on Saturday. All very efficient.— Henry Winter (@henrywinter) August 30, 2020 „Við lítum út eins og „útlendingar“ og þeir forðast okkur,“ skrifar Dorsett. Þá hafi þeir reynt að pata mat á veitingastað sem var að afgreiða fólk á útisvæði. „Við spurðum þjónustustúlkuna hvort hún gæti afgreitt okkur á eftir en þá hrifsaði hún matseðlana til sín, sagði að þau mættu það ekki og dreif sig aftur inn,“ skrifar Dorsett. Ljóst er að Dorsett er mikið niðri fyrir og segir hann að upplifunin hér á landi sé mjög sérstök samanburið við venjulega, þar sem þeir félagar geti sest niður eftir vinnudaginn og gripið sér bjór og mat með kollegunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Albert var með eyrnalokkana umdeildu á æfingu landsliðsins Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, smellti af nokkrum myndum á æfingu karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli. 2. september 2020 13:29 Afar ólíklegt að Ísland fari í HM-umspil út frá Þjóðadeild | Lakari lið í betri stöðu Ísland þyrfti að slá Belgíu, Englandi og Danmörku við og vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. 2. september 2020 11:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Albert var með eyrnalokkana umdeildu á æfingu landsliðsins Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, smellti af nokkrum myndum á æfingu karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli. 2. september 2020 13:29
Afar ólíklegt að Ísland fari í HM-umspil út frá Þjóðadeild | Lakari lið í betri stöðu Ísland þyrfti að slá Belgíu, Englandi og Danmörku við og vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. 2. september 2020 11:30