Langflestir sáttir við sóttvarnaraðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2020 16:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi þar sem sóttvarnaraðgerðir voru kynntar. Í baksýn eru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Almenningur virðist almennt ánægður með sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem verið hafa í gildi undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Þá vilja fleiri harðari aðgerðir en vægari aðgerðir, bæði innanlands og á landamærum, en flestir eru sáttir við núverandi fyrirkomulag. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem birtar voru á Vísindavefnum í dag. Könnunin var lögð fyrir netpanel Félagsvísindastofnunar dagana 13. ágúst til 30. ágúst. Sendur var út spurningalisti á 500 einstaklinga á hverjum degi svo hægt væri að merkja mun á svörum milli daga ef einhver yrði. ágúst. Þátttakendur voru annars vegar spurðir um viðhorf til þeirra sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru innanlands og hins vegar um viðhorf til sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru á landamærum Íslands. Þátttakendur gátu svarað á þá leið að þeir vildu hertar aðgerðir, óbreyttar eða vægari aðgerðar. Samkvæmt könnuninni reyndist almenningur ánægður með þær aðgerðir sem settar voru um miðjan ágúst. Frá og með 19. ágúst hafa allir komufarþegar til landsins verið skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka er á landamærum og að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga fram að seinni sýnatöku. Þegar tímabilið í heild er skoðað kemur í ljós að um 13 prósent vilja vægari aðgerðir innanlands, 24 prósent harðari en meirihluti, tæp 63 prósent, vill óbreyttar aðgerðir. Um 13 prósent vilja vægari aðgerðir á landamærum, 34 prósent vilja harðari aðgerðir og rúmlega 50 prósent óbreyttar aðgerðir. „Þegar við biðjum almenning um að velja á milli harðari aðgerða á landamærum eða innanlands, þá vill langhæsta hlutfallið, eða tæp 67% harðari aðgerðir á landamærunum, í samanburði við tæp 18% sem kjósa slíkt innanlands og tæp 16% sem vilja ekki að aðgerðir séu hertar, hvorki á landamærum né innanlands,“ segir í niðurstöðu könnunarinnar. Þá birtist sama mynd þegar nýjustu niðurstöður eru skoðaðar sérstaklega. Þær gefi til kynna að mikill meirihluti svarenda, eða tveir af hverjum þremur, kjósi óbreyttar aðgerðir, hvort sem er á landamærum eða innanlands. Niðurstöðurnar eru settar fram á myndrænan hátt hér fyrir neðan. Mynd 1 sýnir afstöðu til aðgerða innanlands eftir dögum, og sjá má að viðhorfin hafa ekki breyst mikið yfir tímabilið. Þeir sem vilja vægari aðgerðir eru á bilinu 7-19%, harðari aðgerðir vilja 18-35% en stærsti hlutinn er sáttur við aðgerðir, eða frá 49 til 71%. Það er því alltaf um eða vel yfir helmingur landsmanna sem eru sáttir við aðgerðir innanlands. Mynd 1. Mynd 2 sýnir afstöðu til aðgerða á landamærunum eftir dögum, en þar má sjá að á bilinu 7-21% vilja vægari aðgerðir á landamærunum, 37-68% vilja óbreyttar aðgerðir, en 19-61% vilja hertari aðgerðir. „Þarna má sjá verulegan mun eftir dögum, sem væntanlega skýrist að því að svarendur um miðjan ágúst eru líklegir til að hafa í huga vægari aðgerðir sem voru í sumar og vildu sjá aðgerðir hertar. Þegar aðgerðir eru svo hertar 19. ágúst þá er meirihlutinn sáttur við þær aðgerðir,“ segir í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar. Mynd 2. Mynd 3 sýnir að á bilinu 56-78% Íslendinga vilja frekar herða aðgerðir á landamærunum, á meðan einungis 14-21% vilja frekar herða aðgerðir innanlands. Á bilinu 7-26% vilja ekki hertar aðgerðir. „Af þessu má draga þá ályktun að tiltölulega mikil sátt hafi ríkt á meðal Íslendinga varðandi hertar aðgerðir, að minnsta kosti fram til 30. ágúst.“ Mynd 3. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Almenningur virðist almennt ánægður með sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem verið hafa í gildi undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Þá vilja fleiri harðari aðgerðir en vægari aðgerðir, bæði innanlands og á landamærum, en flestir eru sáttir við núverandi fyrirkomulag. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem birtar voru á Vísindavefnum í dag. Könnunin var lögð fyrir netpanel Félagsvísindastofnunar dagana 13. ágúst til 30. ágúst. Sendur var út spurningalisti á 500 einstaklinga á hverjum degi svo hægt væri að merkja mun á svörum milli daga ef einhver yrði. ágúst. Þátttakendur voru annars vegar spurðir um viðhorf til þeirra sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru innanlands og hins vegar um viðhorf til sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru á landamærum Íslands. Þátttakendur gátu svarað á þá leið að þeir vildu hertar aðgerðir, óbreyttar eða vægari aðgerðar. Samkvæmt könnuninni reyndist almenningur ánægður með þær aðgerðir sem settar voru um miðjan ágúst. Frá og með 19. ágúst hafa allir komufarþegar til landsins verið skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka er á landamærum og að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga fram að seinni sýnatöku. Þegar tímabilið í heild er skoðað kemur í ljós að um 13 prósent vilja vægari aðgerðir innanlands, 24 prósent harðari en meirihluti, tæp 63 prósent, vill óbreyttar aðgerðir. Um 13 prósent vilja vægari aðgerðir á landamærum, 34 prósent vilja harðari aðgerðir og rúmlega 50 prósent óbreyttar aðgerðir. „Þegar við biðjum almenning um að velja á milli harðari aðgerða á landamærum eða innanlands, þá vill langhæsta hlutfallið, eða tæp 67% harðari aðgerðir á landamærunum, í samanburði við tæp 18% sem kjósa slíkt innanlands og tæp 16% sem vilja ekki að aðgerðir séu hertar, hvorki á landamærum né innanlands,“ segir í niðurstöðu könnunarinnar. Þá birtist sama mynd þegar nýjustu niðurstöður eru skoðaðar sérstaklega. Þær gefi til kynna að mikill meirihluti svarenda, eða tveir af hverjum þremur, kjósi óbreyttar aðgerðir, hvort sem er á landamærum eða innanlands. Niðurstöðurnar eru settar fram á myndrænan hátt hér fyrir neðan. Mynd 1 sýnir afstöðu til aðgerða innanlands eftir dögum, og sjá má að viðhorfin hafa ekki breyst mikið yfir tímabilið. Þeir sem vilja vægari aðgerðir eru á bilinu 7-19%, harðari aðgerðir vilja 18-35% en stærsti hlutinn er sáttur við aðgerðir, eða frá 49 til 71%. Það er því alltaf um eða vel yfir helmingur landsmanna sem eru sáttir við aðgerðir innanlands. Mynd 1. Mynd 2 sýnir afstöðu til aðgerða á landamærunum eftir dögum, en þar má sjá að á bilinu 7-21% vilja vægari aðgerðir á landamærunum, 37-68% vilja óbreyttar aðgerðir, en 19-61% vilja hertari aðgerðir. „Þarna má sjá verulegan mun eftir dögum, sem væntanlega skýrist að því að svarendur um miðjan ágúst eru líklegir til að hafa í huga vægari aðgerðir sem voru í sumar og vildu sjá aðgerðir hertar. Þegar aðgerðir eru svo hertar 19. ágúst þá er meirihlutinn sáttur við þær aðgerðir,“ segir í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar. Mynd 2. Mynd 3 sýnir að á bilinu 56-78% Íslendinga vilja frekar herða aðgerðir á landamærunum, á meðan einungis 14-21% vilja frekar herða aðgerðir innanlands. Á bilinu 7-26% vilja ekki hertar aðgerðir. „Af þessu má draga þá ályktun að tiltölulega mikil sátt hafi ríkt á meðal Íslendinga varðandi hertar aðgerðir, að minnsta kosti fram til 30. ágúst.“ Mynd 3.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira