Varnartilþrif Hardens vógu þungt og Butler sýndi stáltaugar á vítalínunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 08:00 James Harden fagnar eftir nauman sigur Houston Rockets á Oklahoma City Thunder í oddaleik. getty/Mike Ehrmann Leikir næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta voru æsispennandi og unnust báðir með aðeins tveimur stigum. Houston Rockets tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Oklahoma City Thunder í oddaleik, 104-102. Þá komst Miami Heat í 2-0 í einvíginu gegn Milwaukee Bucks í undanúrslitum Austurdeildarinnar með 114-116 sigri í leik liðanna í nótt. James Harden hitti illa fyrir Houston en reyndist hetja liðsins þegar hann varði þriggja stiga skot Lus Dort þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. James Harden's denial WINS the series for Houston pic.twitter.com/rFnlh2aFJ2— NBA (@NBA) September 3, 2020 Harden skilaði sautján stigum en hitti aðeins úr fjórum af fimmtán skotum sínum utan af velli. Robert Covington var stigahæstur í liði Houston með 21 stig. Russell Westbrook skoraði 20 stig gegn sínu gamla liði. Houston mætir Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. @Holla_At_Rob33 DOES IT ALL in GAME 7!21 PTS | 10 REB | 3 STL | 3 BLK | 6 3PMHOU/LAL Game 1: Fri. (9/4) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bpAEtiMxHr— NBA (@NBA) September 3, 2020 Dort skoraði 30 stig fyrir Oklahoma sem er persónulegt met hjá honum. Chris Paul og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu nítján stig hvor. Paul tók einnig ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Jimmy Butler tryggði Miami sigur á Milwaukee með því að setja niður tvö vítaskot eftir að leiktíminn var runninn út. Miami er því komið í 2-0 í einvíginu gegn liðinu sem var með besta árangur allra liða í deildarkeppninni. Miami var sex stigum yfir þegar 27 sekúndur voru eftir en glutraði forystunni niður. Það kom þó ekki að sök. Giannis Antetokounmpo braut á Butler undir blálokin og sá síðarnefndi kláraði leikinn á vítalínunni. Jimmy Butler comes up CLUTCH at the line, putting the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3 Fri. (9/4) at 6:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CqJDwzVjuw— NBA (@NBA) September 3, 2020 Goran Dragic skoraði 23 stig fyrir Miami og Tyler Herro sautján. Butler skoraði þrettán stig en hann tók aðeins átta skot í leiknum. Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 29 stig. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Khris Middleton skoraði 23 stig og gaf átta stoðsendingar. NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Leikir næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta voru æsispennandi og unnust báðir með aðeins tveimur stigum. Houston Rockets tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Oklahoma City Thunder í oddaleik, 104-102. Þá komst Miami Heat í 2-0 í einvíginu gegn Milwaukee Bucks í undanúrslitum Austurdeildarinnar með 114-116 sigri í leik liðanna í nótt. James Harden hitti illa fyrir Houston en reyndist hetja liðsins þegar hann varði þriggja stiga skot Lus Dort þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. James Harden's denial WINS the series for Houston pic.twitter.com/rFnlh2aFJ2— NBA (@NBA) September 3, 2020 Harden skilaði sautján stigum en hitti aðeins úr fjórum af fimmtán skotum sínum utan af velli. Robert Covington var stigahæstur í liði Houston með 21 stig. Russell Westbrook skoraði 20 stig gegn sínu gamla liði. Houston mætir Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. @Holla_At_Rob33 DOES IT ALL in GAME 7!21 PTS | 10 REB | 3 STL | 3 BLK | 6 3PMHOU/LAL Game 1: Fri. (9/4) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bpAEtiMxHr— NBA (@NBA) September 3, 2020 Dort skoraði 30 stig fyrir Oklahoma sem er persónulegt met hjá honum. Chris Paul og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu nítján stig hvor. Paul tók einnig ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Jimmy Butler tryggði Miami sigur á Milwaukee með því að setja niður tvö vítaskot eftir að leiktíminn var runninn út. Miami er því komið í 2-0 í einvíginu gegn liðinu sem var með besta árangur allra liða í deildarkeppninni. Miami var sex stigum yfir þegar 27 sekúndur voru eftir en glutraði forystunni niður. Það kom þó ekki að sök. Giannis Antetokounmpo braut á Butler undir blálokin og sá síðarnefndi kláraði leikinn á vítalínunni. Jimmy Butler comes up CLUTCH at the line, putting the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3 Fri. (9/4) at 6:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CqJDwzVjuw— NBA (@NBA) September 3, 2020 Goran Dragic skoraði 23 stig fyrir Miami og Tyler Herro sautján. Butler skoraði þrettán stig en hann tók aðeins átta skot í leiknum. Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 29 stig. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Khris Middleton skoraði 23 stig og gaf átta stoðsendingar.
NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn