Pelosi segir atvikið á hárgreiðslustofunni hafa verið gildru Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2020 08:11 Nancy Pelosi á fundi í San Francisco í gær. AP Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi verið leidd í gildru í heimsókn sinni á hárgreiðslustofu í San Francisco þar sem myndir náðust af henni án þess að bera grímu í öryggismyndavélum stofunnar. Var um brot á sóttvarnareglum að ræða. „Ég tek ábyrgð á að hafa treyst orðum þeirra á hárgreiðslustofunni. Það kemur í ljós að þetta var gildra,“ sagði Pelosi er hún ræddi við blaðamenn. Pelosi hefur margoft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að hafa neitað að bera grímu. Pelosi segist margoft hafa sótt eSalon SF hárgreiðslustofuna í gegnum árin. Hún hafi fengið þau skilaboð að stofan gæti tekið á móti einum viðskiptavini í einu innandyra, en yfirvöld í San Francisco heimila nú starfsfólki hárgreiðslustofa að bjóða upp á þjónustu utandyra. „Ég treysti því – og það kemur í ljós að þetta var gildra. Þannig að ég tek fulla ábyrgð á að hafa fallið í gildruna og ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það.“ Skjáskot úr öryggismyndavél hárgreiðslustofunnar sem sýnir Nancy Pelosi án grímu. Gríman er um hálsinn á henni. Forseti fulltrúadeildarinnar sagði ennfremur að hún telji forsvarsmenn hárgreiðslustofunnar skulda sér afsökunarbeiðni vegna málsins. „Við verðum að koma landinu okkar aftur á fætur og ég mun ekki láta þetta mál beina athyglinni frá því að rúmlega 185 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar.“ Trump tísti um málið þar sem hann sagði að verið væri að „rústa“ Pelosi fyrir það að hafa látið opna hárgreiðslustofu á meðan aðrar eru lokaðar. Sömuleiðis hafi hún ekki verið grímu þrátt fyrir að ítrekar prédíka að aðrir skuli geri það. Crazy Nancy Pelosi is being decimated for having a beauty parlor opened, when all others are closed, and for not wearing a Mask - despite constantly lecturing everyone else. We will almost certainly take back the House, and send Nancy packing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 2, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. 2. september 2020 06:54 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi verið leidd í gildru í heimsókn sinni á hárgreiðslustofu í San Francisco þar sem myndir náðust af henni án þess að bera grímu í öryggismyndavélum stofunnar. Var um brot á sóttvarnareglum að ræða. „Ég tek ábyrgð á að hafa treyst orðum þeirra á hárgreiðslustofunni. Það kemur í ljós að þetta var gildra,“ sagði Pelosi er hún ræddi við blaðamenn. Pelosi hefur margoft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að hafa neitað að bera grímu. Pelosi segist margoft hafa sótt eSalon SF hárgreiðslustofuna í gegnum árin. Hún hafi fengið þau skilaboð að stofan gæti tekið á móti einum viðskiptavini í einu innandyra, en yfirvöld í San Francisco heimila nú starfsfólki hárgreiðslustofa að bjóða upp á þjónustu utandyra. „Ég treysti því – og það kemur í ljós að þetta var gildra. Þannig að ég tek fulla ábyrgð á að hafa fallið í gildruna og ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það.“ Skjáskot úr öryggismyndavél hárgreiðslustofunnar sem sýnir Nancy Pelosi án grímu. Gríman er um hálsinn á henni. Forseti fulltrúadeildarinnar sagði ennfremur að hún telji forsvarsmenn hárgreiðslustofunnar skulda sér afsökunarbeiðni vegna málsins. „Við verðum að koma landinu okkar aftur á fætur og ég mun ekki láta þetta mál beina athyglinni frá því að rúmlega 185 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar.“ Trump tísti um málið þar sem hann sagði að verið væri að „rústa“ Pelosi fyrir það að hafa látið opna hárgreiðslustofu á meðan aðrar eru lokaðar. Sömuleiðis hafi hún ekki verið grímu þrátt fyrir að ítrekar prédíka að aðrir skuli geri það. Crazy Nancy Pelosi is being decimated for having a beauty parlor opened, when all others are closed, and for not wearing a Mask - despite constantly lecturing everyone else. We will almost certainly take back the House, and send Nancy packing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 2, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. 2. september 2020 06:54 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. 2. september 2020 06:54