Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 09:06 Hér má sjá þegar hettan var sett á Prude. Lögregluþjónar segja hann hafa reynt að hrækja á þá. AP/Lögreglan í Rochester Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude var í öndunarvél í sjö daga eftir atvikið en dauði hans rataði ekki í fréttir þar til fjölskylda hans opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í gær. „Hvernig var hægt að horfa á hann og hugsa ekki: „Þessi maður er varnarlaus, allsber á jörðinni. Hann var þegar handjárnaður. Ja hérna“ Hve margir bræður þurfa að deyja til viðbótar svo samfélagið átti sig á því að þetta þarf að hætta.“ Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Sagðist þurfa byssu Prude var 41 árs gamall og átti við geðræn vandamál að stríða. Hann var í heimsókn hjá bróður sínum en bjó sjálfur í Chicago. Bróðir hans hringdi eftir aðstoð þegar Prude hljóp nakinn út af heimili Joe. Samkvæmt frétt New York Times hafði hann verið á sjúkrahúsi degi áður vegna vandræða sinna. Auk Joe hrindi vörubílstjóri í Neyðarlínuna og sagði að nakinn maður hefði reynt að komast inn í bíl hans. Maðurinn hefði sagst vera með kórónuveiruna. Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni er ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Hætti að hreyfa sig eftir tvær mínútur Sjá má Prude krefjast þess að hettan verði fjarlægð og lögregluþjónarnir þrýsta honum niður svo höfuð hans slæst í götuna. Einn lögregluþjónn heldur höfði hans niður og segir honum að róa sig og hætta að skyrpa. Annar þrýstir hnéi sínu niður á bak Prude. Prude grátbiður um að hettan sé fjarlægð og heldur áfram að segja að hann þarfnist byssu. Hann segir einnig að lögregluþjónarnir séu að reyna að drepa hann. Eftir tvær mínútur hættir hann að hreyfa sig og spurði lögregluþjónn hvort hann hafi verið að æla. Annar benti á að hann hefði verið nakinn út á götu í nokkurn tíma og einn sagði hann vera frekar kaldan. Lögregluþjónar reyndu að lífga Prude við þar til hann var fluttur í sjúkrabíl. Þetta gerðist þann 23. mars og Prude dó á sjúkrahúsi þann 30. mars. Meinafræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. Fjölskylda hans fékk aðgang að myndefninu þann 20. ágúst og opinberaði það í gær. Lögreglan segir dauða Prude til rannsóknar hjá ríkissaksóknurum en lögregluþjónarnir sem að málinu koma starfa enn hjá lögreglunni og hafa ekki verið ávíttir á neinn hátt. Þá segist lögreglan ekki hafa verið að reyna að hylma yfir dauða Prude. Þeir hafi ekki mátt opinbera myndböndin án lögsóknar vegna rannsóknar sem stendur yfir. Dauðsföll þeldökkra og óvopnaðra manna og kvenna í haldi af höndum lögregluþjóna í Bandaríkjunum og annarra hafa á undanförnum mánuðum leitt til umfangsmikilla mótmæla víðsvegar um Bandaríkin. Má þar nefna dauða George Floyd, Ahmaud Arbery og dauða Breonna Taylor. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude var í öndunarvél í sjö daga eftir atvikið en dauði hans rataði ekki í fréttir þar til fjölskylda hans opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í gær. „Hvernig var hægt að horfa á hann og hugsa ekki: „Þessi maður er varnarlaus, allsber á jörðinni. Hann var þegar handjárnaður. Ja hérna“ Hve margir bræður þurfa að deyja til viðbótar svo samfélagið átti sig á því að þetta þarf að hætta.“ Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Sagðist þurfa byssu Prude var 41 árs gamall og átti við geðræn vandamál að stríða. Hann var í heimsókn hjá bróður sínum en bjó sjálfur í Chicago. Bróðir hans hringdi eftir aðstoð þegar Prude hljóp nakinn út af heimili Joe. Samkvæmt frétt New York Times hafði hann verið á sjúkrahúsi degi áður vegna vandræða sinna. Auk Joe hrindi vörubílstjóri í Neyðarlínuna og sagði að nakinn maður hefði reynt að komast inn í bíl hans. Maðurinn hefði sagst vera með kórónuveiruna. Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni er ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Hætti að hreyfa sig eftir tvær mínútur Sjá má Prude krefjast þess að hettan verði fjarlægð og lögregluþjónarnir þrýsta honum niður svo höfuð hans slæst í götuna. Einn lögregluþjónn heldur höfði hans niður og segir honum að róa sig og hætta að skyrpa. Annar þrýstir hnéi sínu niður á bak Prude. Prude grátbiður um að hettan sé fjarlægð og heldur áfram að segja að hann þarfnist byssu. Hann segir einnig að lögregluþjónarnir séu að reyna að drepa hann. Eftir tvær mínútur hættir hann að hreyfa sig og spurði lögregluþjónn hvort hann hafi verið að æla. Annar benti á að hann hefði verið nakinn út á götu í nokkurn tíma og einn sagði hann vera frekar kaldan. Lögregluþjónar reyndu að lífga Prude við þar til hann var fluttur í sjúkrabíl. Þetta gerðist þann 23. mars og Prude dó á sjúkrahúsi þann 30. mars. Meinafræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. Fjölskylda hans fékk aðgang að myndefninu þann 20. ágúst og opinberaði það í gær. Lögreglan segir dauða Prude til rannsóknar hjá ríkissaksóknurum en lögregluþjónarnir sem að málinu koma starfa enn hjá lögreglunni og hafa ekki verið ávíttir á neinn hátt. Þá segist lögreglan ekki hafa verið að reyna að hylma yfir dauða Prude. Þeir hafi ekki mátt opinbera myndböndin án lögsóknar vegna rannsóknar sem stendur yfir. Dauðsföll þeldökkra og óvopnaðra manna og kvenna í haldi af höndum lögregluþjóna í Bandaríkjunum og annarra hafa á undanförnum mánuðum leitt til umfangsmikilla mótmæla víðsvegar um Bandaríkin. Má þar nefna dauða George Floyd, Ahmaud Arbery og dauða Breonna Taylor.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira