Gefur lítið fyrir gagnrýni um yfirgengilegar aðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2020 15:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sést hér fyrir miðju á upplýsingafundi almannavarna í dag. Með honum eru Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lögreglan Sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir gagnrýni þess efnis að aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins séu langt umfram tilefni. Það sé einmitt aðgerðunum að þakka að staðan sé jafngóð og raun ber vitni. Talsvert hefur borið á gagnrýni á hendur stjórnvöldum undanfarnar vikur vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til. Þannig hefur verið gefið í skyn að aðgerðirnar, til að mynda sóttkví við komu til landsins, séu mun harðari en staða faraldursins gefi tilefni til. Þessari skoðun lýsti til að mynda Hörður Ágústsson, ritstjóri Markaðarins í Fréttablaðinu, í leiðara í lok síðustu viku. „Myndin er ekki beint glæsileg. Við stöndum frammi fyrir verstu efnahagskreppu í hundrað ár og útlit fyrir að skuldir hins opinbera aukist um 850 milljarða. Þetta eru afleiðingar af hörðum sóttvarnaaðgerðum, sem standa óhaggaðar þrátt fyrir fá smit, hverfandi innlagnir á sjúkrahús og engin dauðsföll, og mun, samkvæmt nýrri spá Seðlabankans, valda um sjö prósenta efnahagssamdrætti í ár og yfir tíu prósenta atvinnuleysi,“ skrifaði Hörður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir viðbrögðum við gagnrýni af þessu tagi á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Hann benti á að hér á landi greindust nú fáir með veiruna einmitt vegna aðgerða stjórnvalda. „Við erum með fá smit og lítið vandamál hér út af þessum aðgerðum sem við höfum gripið til. Það er ástæðan. Við erum að sjá aukna útbreiðslu og aukin vandamál í mörgum löndum, mörgum svæðum, þar sem er verið að grípa til harðari aðgerða en áður, það má ekki gleyma því,“ sagði Þórólfur. Hann kvaðst oft grípa til „bólusetningardæmisins“ í tengslum við þetta. „Við erum ekki að sjá neina bólusetningarsjúkdóma, af hverju erum við þá að bólusetja?“ spurði Þórólfur. Þá ítrekaði hann að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar í tilslökunum. „Hvar liggur hættan á því að við fáum annan faraldur? Og það er í mínum huga algjörlega ljóst að hún er sú að við fáum mikið af veiru inn erlendis frá. Þannig að menn þurfa að finna jafnvægi á milli þess að gera of mikið og gera of lítið. Það er kúnstin og það eru þartilbær stjórnvöld sem verða að leggja mat á það. Við gætum gripið til miklu harðari aðgerða, við gætum lokað allri traffík en það er ekki gert.“ Þá virðist sem að Íslendingar séu almennt sáttir við sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda, þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir, ef marka má niðurstöður könnunar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sem birtar voru í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir gagnrýni þess efnis að aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins séu langt umfram tilefni. Það sé einmitt aðgerðunum að þakka að staðan sé jafngóð og raun ber vitni. Talsvert hefur borið á gagnrýni á hendur stjórnvöldum undanfarnar vikur vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til. Þannig hefur verið gefið í skyn að aðgerðirnar, til að mynda sóttkví við komu til landsins, séu mun harðari en staða faraldursins gefi tilefni til. Þessari skoðun lýsti til að mynda Hörður Ágústsson, ritstjóri Markaðarins í Fréttablaðinu, í leiðara í lok síðustu viku. „Myndin er ekki beint glæsileg. Við stöndum frammi fyrir verstu efnahagskreppu í hundrað ár og útlit fyrir að skuldir hins opinbera aukist um 850 milljarða. Þetta eru afleiðingar af hörðum sóttvarnaaðgerðum, sem standa óhaggaðar þrátt fyrir fá smit, hverfandi innlagnir á sjúkrahús og engin dauðsföll, og mun, samkvæmt nýrri spá Seðlabankans, valda um sjö prósenta efnahagssamdrætti í ár og yfir tíu prósenta atvinnuleysi,“ skrifaði Hörður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir viðbrögðum við gagnrýni af þessu tagi á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Hann benti á að hér á landi greindust nú fáir með veiruna einmitt vegna aðgerða stjórnvalda. „Við erum með fá smit og lítið vandamál hér út af þessum aðgerðum sem við höfum gripið til. Það er ástæðan. Við erum að sjá aukna útbreiðslu og aukin vandamál í mörgum löndum, mörgum svæðum, þar sem er verið að grípa til harðari aðgerða en áður, það má ekki gleyma því,“ sagði Þórólfur. Hann kvaðst oft grípa til „bólusetningardæmisins“ í tengslum við þetta. „Við erum ekki að sjá neina bólusetningarsjúkdóma, af hverju erum við þá að bólusetja?“ spurði Þórólfur. Þá ítrekaði hann að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar í tilslökunum. „Hvar liggur hættan á því að við fáum annan faraldur? Og það er í mínum huga algjörlega ljóst að hún er sú að við fáum mikið af veiru inn erlendis frá. Þannig að menn þurfa að finna jafnvægi á milli þess að gera of mikið og gera of lítið. Það er kúnstin og það eru þartilbær stjórnvöld sem verða að leggja mat á það. Við gætum gripið til miklu harðari aðgerða, við gætum lokað allri traffík en það er ekki gert.“ Þá virðist sem að Íslendingar séu almennt sáttir við sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda, þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir, ef marka má niðurstöður könnunar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sem birtar voru í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07
Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48
Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13