Skerðing á leikskólaþjónustu hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 20:04 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vonar að meirihlutinn endurskoði þessar breytingar. Styttri opnunartími á leikskólum Reykjavíkurborgar kemur verst við foreldra af erlendum uppruna og hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna. Þetta er niðurstaða jafnréttismats sem var gert eftir að ráðist var í styttingu opnunartíma leikskólanna sem tók gildi þann 1. apríl síðastliðinn. Almennur opnunartími leikskóla er því nú frá 07:30 til 16:30 en undanfarin ár höfðu þeir verið opnir til klukkan 17. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir breytinguna snerta að minnsta kosti þúsund fjölskyldur í höfuðborginni og þá sérstaklega mæður. „Við sjáum það að mæður eru líklegri til þess að bæði sækja börnin og fara með þau að morgni, þannig þessi breyting mun bitna meira á vinnandi mæðrum heldur en vinnandi feðrum,“ sagði Hildur í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk taka mesta skellinn ásamt fólki með lítið bakland. Þá sé það erfitt fyrir fólk sem vinnur fjarri heimili sínu að sækja börnin þegar það þarf að keyra á milli staða á háannatíma. Hildur vonast til þess að meirihlutinn endurskoði þessa ákvörðun. „Þetta eru verulega neikvæðar niðurstöður og ég vona auðvitað að þær verði til þess að það verði horfið frá þessari ákvörðun.“ Fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk á erfiðast með að bregðast við styttri opnunartíma leikskóla.Vísir/Vilhelm Sveigjanleiki frekar en skerðing Samkvæmt jafnréttismatinu voru um níuhundruð börn með dvalartíma eftir klukkan 16:30 á leikskólum í Reykjavík, eða um sautján prósent. Af þeim sem borguðu fyrir dvöl eftir þann tíma telja 62 prósent það vera erfitt eða mjög erfitt að bregðast við styttingunni. 59 eru frekar eða mjög mótfallin styttingunni, og feður meira en mæður. Niðurstöðurnar varpa einnig ljósi á það að breytingin hefur verst áhrif á þá foreldra þar sem heildartekjur heimilis eru á bilinu 550 til 799 þúsund á mánuði. Í einhverjum svörum hafi komið fram að foreldrar óttuðust um starfsöryggi sitt og tekjutap ef styttingin myndi haldast. „Það er ekki hægt að þvinga atvinnulífið til þess að stytta vinnuvikuna með því að skerða leikskólaþjónustu, því það mun miklu frekar og líklegast einmitt bitna á konum sem þurfa að fara að taka samtalið við sína vinnuveitendur um styttri vinnudaga og annað,“ segir Hildur, sem telur að verið sé að byrja á röngum enda. Könnunin beri það með sér að foreldrar vilji hafa sveigjanleika, og Hildur segir það raunhæfan kost í stöðunni. „Atvinnulífið hefur alveg verið opið fyrir því, í störfum þar sem það á við, að skoða styttingu vinnuvikunnar eða sveigjanlegt vinnuumhverfi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Hildi. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Styttri opnunartími á leikskólum Reykjavíkurborgar kemur verst við foreldra af erlendum uppruna og hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna. Þetta er niðurstaða jafnréttismats sem var gert eftir að ráðist var í styttingu opnunartíma leikskólanna sem tók gildi þann 1. apríl síðastliðinn. Almennur opnunartími leikskóla er því nú frá 07:30 til 16:30 en undanfarin ár höfðu þeir verið opnir til klukkan 17. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir breytinguna snerta að minnsta kosti þúsund fjölskyldur í höfuðborginni og þá sérstaklega mæður. „Við sjáum það að mæður eru líklegri til þess að bæði sækja börnin og fara með þau að morgni, þannig þessi breyting mun bitna meira á vinnandi mæðrum heldur en vinnandi feðrum,“ sagði Hildur í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk taka mesta skellinn ásamt fólki með lítið bakland. Þá sé það erfitt fyrir fólk sem vinnur fjarri heimili sínu að sækja börnin þegar það þarf að keyra á milli staða á háannatíma. Hildur vonast til þess að meirihlutinn endurskoði þessa ákvörðun. „Þetta eru verulega neikvæðar niðurstöður og ég vona auðvitað að þær verði til þess að það verði horfið frá þessari ákvörðun.“ Fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk á erfiðast með að bregðast við styttri opnunartíma leikskóla.Vísir/Vilhelm Sveigjanleiki frekar en skerðing Samkvæmt jafnréttismatinu voru um níuhundruð börn með dvalartíma eftir klukkan 16:30 á leikskólum í Reykjavík, eða um sautján prósent. Af þeim sem borguðu fyrir dvöl eftir þann tíma telja 62 prósent það vera erfitt eða mjög erfitt að bregðast við styttingunni. 59 eru frekar eða mjög mótfallin styttingunni, og feður meira en mæður. Niðurstöðurnar varpa einnig ljósi á það að breytingin hefur verst áhrif á þá foreldra þar sem heildartekjur heimilis eru á bilinu 550 til 799 þúsund á mánuði. Í einhverjum svörum hafi komið fram að foreldrar óttuðust um starfsöryggi sitt og tekjutap ef styttingin myndi haldast. „Það er ekki hægt að þvinga atvinnulífið til þess að stytta vinnuvikuna með því að skerða leikskólaþjónustu, því það mun miklu frekar og líklegast einmitt bitna á konum sem þurfa að fara að taka samtalið við sína vinnuveitendur um styttri vinnudaga og annað,“ segir Hildur, sem telur að verið sé að byrja á röngum enda. Könnunin beri það með sér að foreldrar vilji hafa sveigjanleika, og Hildur segir það raunhæfan kost í stöðunni. „Atvinnulífið hefur alveg verið opið fyrir því, í störfum þar sem það á við, að skoða styttingu vinnuvikunnar eða sveigjanlegt vinnuumhverfi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Hildi.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira