Lífið

Breytti geymslunni í spa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svana tekur oft upp á því að ráðast í breytingar á heimili sínu.
Svana tekur oft upp á því að ráðast í breytingar á heimili sínu.

Svana Símonardóttir býr í fallegu húsi á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni, en samanlagt eiga hún og eiginmaður hennar sex börn. Hún hefur í gegnum tíðina vakið þónokkra athygli fyrir þau hús sem hún hefur átt og tekið í gegn enda hefur hún ekki endilega farið hefðbundnar leiðir þegar kemur að nýtingu á fermetrum, breytti til að mynda bílskúrnum sínum í bíósal og kjallara í pókerherbergi. Nýjasta uppátækið var svo að breyta geymslunni í spa.

„Mér finnst gaman að skapa einhvern smá ævintýraheim. Ég fær rosalega mikið af hugmyndum en guðs sé lof að ég framkvæmi þær ekki allar,“ segir Svana.

Húsið sem Svana bjó í áður en hún festi kaup á núverandi húsnæði var meðal annars tekið fyrir í þáttunum Falleg íslensk heimili og þetta höfðu álitsgjafar þáttarins að segja um þá frumlegu hugmynd að breyta bílskúr í bíósal.

En aftur að því að breyta geymslu í spa, en þegar Svana hófst handa leit geymslan svona út og er breytingin lygileg.

Mikið drasl í geymslunni fyrir breytingu.

Svana og eiginmaður hennar keyptu húsið seint á síðasta ári, gerðu það upp frá A-Ö á þremur vikum og fluttu inn rétt í tæka tíð til að halda þar jól. Svana hefur í gegnum tíðina verið dugleg við að nýta hluti sem aðrir hafa jafnvel hent, eins og til dæmis þetta gamla sjónvarp sem hún fann á haugunum og breytti í dýrindis bar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.