109 þúsund fjár slátrað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. september 2020 19:35 Haustslátrun hófst hjá Sláturfélagi á Suðurland í morgun þegar um átta hundruð lömbum var slátrað. Engir atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi koma í sláturtíðina eins og undan farin ár vegna kórónuveirunnar. Sláturfélag Suðurlands reiknar með að slátra um 109 þúsund fjár þetta haustið en sláturtíðin mun standa yfir í tvo mánuði. Um 160 starfsmenn hafa verið ráðnir til að vinna í sláturtíðinni, sem tekur um tvo mánuði. „Við mönnum sláturtíðina bæði með fólki, sem er búsett hér á Íslandi og erlendis frá. Það leit ekkert vel út á köflum að ráða í öll þessi störf, en það hefur ræst vel úr því, við erum búin að fá nóg af fólki alla vega. Útlendingarnir eru ekki komnir til starfa enn þá, þeir eru þó komnir til landsins en þeir þurfa að fara í seinni sýnatöku í dag og á morgun og koma væntanlega til vinnu á mánudag,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi hafa síðustu ár komið sérstaklega til landsins til að vinna við sláturtíðina en þeir koma ekki í ár vegna kórónuveirunnar. Benedikt segir að sláturhúsið sé lokað öllum nema starfsfólki og bændur fá ekki að fylgja fé sínu til slátrunar eins og alltaf hefur verið leyft. En hvað með afurðaverð til bænda, af hverju er það ekki komið? „Það er bara erfitt að ákveða það þegar markaðir eru eins og þeir eru en það fer að koma.“ Benedikt segir að sláturtíðin sé alltaf einn af skemmtilegustu tímunum hjá Sláturfélaginu. „Já, það er bara spenningur og tilhlökkun með góða tíð, sem vonandi verður, vonandi að veðrið verði líka gott alla tíðina,“ segir Benedikt. Um 109 þúsund fjár verður slátrað í sláturhúsinu á Selfossi á næstu tveimur mánuðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Árborg Réttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Haustslátrun hófst hjá Sláturfélagi á Suðurland í morgun þegar um átta hundruð lömbum var slátrað. Engir atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi koma í sláturtíðina eins og undan farin ár vegna kórónuveirunnar. Sláturfélag Suðurlands reiknar með að slátra um 109 þúsund fjár þetta haustið en sláturtíðin mun standa yfir í tvo mánuði. Um 160 starfsmenn hafa verið ráðnir til að vinna í sláturtíðinni, sem tekur um tvo mánuði. „Við mönnum sláturtíðina bæði með fólki, sem er búsett hér á Íslandi og erlendis frá. Það leit ekkert vel út á köflum að ráða í öll þessi störf, en það hefur ræst vel úr því, við erum búin að fá nóg af fólki alla vega. Útlendingarnir eru ekki komnir til starfa enn þá, þeir eru þó komnir til landsins en þeir þurfa að fara í seinni sýnatöku í dag og á morgun og koma væntanlega til vinnu á mánudag,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi hafa síðustu ár komið sérstaklega til landsins til að vinna við sláturtíðina en þeir koma ekki í ár vegna kórónuveirunnar. Benedikt segir að sláturhúsið sé lokað öllum nema starfsfólki og bændur fá ekki að fylgja fé sínu til slátrunar eins og alltaf hefur verið leyft. En hvað með afurðaverð til bænda, af hverju er það ekki komið? „Það er bara erfitt að ákveða það þegar markaðir eru eins og þeir eru en það fer að koma.“ Benedikt segir að sláturtíðin sé alltaf einn af skemmtilegustu tímunum hjá Sláturfélaginu. „Já, það er bara spenningur og tilhlökkun með góða tíð, sem vonandi verður, vonandi að veðrið verði líka gott alla tíðina,“ segir Benedikt. Um 109 þúsund fjár verður slátrað í sláturhúsinu á Selfossi á næstu tveimur mánuðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Árborg Réttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira