Heitur Harden kom Houston yfir | Heat í frábærri stöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 10:30 Tveir af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta mættust í nótt. Mike Ehrmann/Getty Images Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Houston Rockets gerði sér lítið fyrir og lagði Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna í undanúrsitum Vesturdeildarinnar. Í Austurdeildinni er Miami Heat komið 3-0 yfir gegn Milwaukee Bucks. James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Los Angeles Lakers. Fyrir leik var talað um einvígi „verðmætustu leikmanna deildarinnar,“ en það eru þeir Harden og LeBron James. Annar stóð allavega undir væntingum í nótt. Harden var frábær í nótt og skoraði 25 stig í fyrri hálfleik sem lagði í raun grunninn að sigrinum en Houston var með átta stiga forystu að loknum fyrri hálfleik. Þó Lakers kæmust oft nálægt Houston í síðari hálfleik tókst þeim aldrei að komast yfir og þegar Houston nái 14-0 kafla í upphafi 4. leikhluta var leikurinn svo gott sem búinn. 3 6 PTS for @JHarden13 in the @HoustonRockets Game 1 W! #NBAPlayoffs Game 2 Sun. (9/6) at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/a2fdubEn2s— NBA (@NBA) September 5, 2020 Fór það svo að Houston vann á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Lakers lenti einnig undir gegn Portland Trail Blazers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en vann einvígið á endanum 4-1. LeBron þarf augljóslega að virkja félaga sína sem og að spila betur sjálfur en hann var með 20 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar í nótt. Anthony Davis kom þar á eftir með 25 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þá var Alex Caruso með 14 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. pic.twitter.com/aNluDTWSig— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 5, 2020 Harden var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 24 ásamt því að taka níu fráköst. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks eru svo gott sem komnir í sumarfrí eftir að tapa þriðja leiknum í röð gegn Miami Heat. Annað árið í röð á Bucks frábært tímabil í deildinni en finna engan veginn taktinn í úrslitakeppninni. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og leiddu Bucks eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu forystunni lengst um framan af síðari hálfleik og voru til að mynda enn 11 stigum yfir þegar það voru tíu mínútur eftir af leiknum, þá hins vegar hrökk allt í baklás. Miami Heat hafði hitt úr ótrúlegu magni þriggja stiga skota í síðasta leik eða 17 talsins. Þeir gerðu gott betur og hittu úr 18 í nótt. Jimmy Butler og félagar virtust einfaldlega setja í gír í síðasta leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir Bucks. Þeir unnu leikhlutann 40-13 og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 115-100. @JimmyButler scores 17 of his 30 PTS in the 4th Q to put the @MiamiHEAT up 3-0! #NBAPlayoffs Game 4 Sun. (9/6) at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/cckgKDl5JM— NBA (@NBA) September 5, 2020 Þýðir það að Bucks eru svo gott sem dottnir úr leik en ekkert lið í sögu deildarinnar hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir í einvígi. Jimmy Butler var stórkostlegur í liði Heat í nótt, skoraði hann 30 stig. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Hjá Bucks var Brook Lopez stigahæstur með 22 stig á meðan Giannis skoraði 21 og tók 16 fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Houston Rockets gerði sér lítið fyrir og lagði Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna í undanúrsitum Vesturdeildarinnar. Í Austurdeildinni er Miami Heat komið 3-0 yfir gegn Milwaukee Bucks. James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Los Angeles Lakers. Fyrir leik var talað um einvígi „verðmætustu leikmanna deildarinnar,“ en það eru þeir Harden og LeBron James. Annar stóð allavega undir væntingum í nótt. Harden var frábær í nótt og skoraði 25 stig í fyrri hálfleik sem lagði í raun grunninn að sigrinum en Houston var með átta stiga forystu að loknum fyrri hálfleik. Þó Lakers kæmust oft nálægt Houston í síðari hálfleik tókst þeim aldrei að komast yfir og þegar Houston nái 14-0 kafla í upphafi 4. leikhluta var leikurinn svo gott sem búinn. 3 6 PTS for @JHarden13 in the @HoustonRockets Game 1 W! #NBAPlayoffs Game 2 Sun. (9/6) at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/a2fdubEn2s— NBA (@NBA) September 5, 2020 Fór það svo að Houston vann á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Lakers lenti einnig undir gegn Portland Trail Blazers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en vann einvígið á endanum 4-1. LeBron þarf augljóslega að virkja félaga sína sem og að spila betur sjálfur en hann var með 20 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar í nótt. Anthony Davis kom þar á eftir með 25 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þá var Alex Caruso með 14 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. pic.twitter.com/aNluDTWSig— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 5, 2020 Harden var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 24 ásamt því að taka níu fráköst. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks eru svo gott sem komnir í sumarfrí eftir að tapa þriðja leiknum í röð gegn Miami Heat. Annað árið í röð á Bucks frábært tímabil í deildinni en finna engan veginn taktinn í úrslitakeppninni. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og leiddu Bucks eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu forystunni lengst um framan af síðari hálfleik og voru til að mynda enn 11 stigum yfir þegar það voru tíu mínútur eftir af leiknum, þá hins vegar hrökk allt í baklás. Miami Heat hafði hitt úr ótrúlegu magni þriggja stiga skota í síðasta leik eða 17 talsins. Þeir gerðu gott betur og hittu úr 18 í nótt. Jimmy Butler og félagar virtust einfaldlega setja í gír í síðasta leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir Bucks. Þeir unnu leikhlutann 40-13 og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 115-100. @JimmyButler scores 17 of his 30 PTS in the 4th Q to put the @MiamiHEAT up 3-0! #NBAPlayoffs Game 4 Sun. (9/6) at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/cckgKDl5JM— NBA (@NBA) September 5, 2020 Þýðir það að Bucks eru svo gott sem dottnir úr leik en ekkert lið í sögu deildarinnar hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir í einvígi. Jimmy Butler var stórkostlegur í liði Heat í nótt, skoraði hann 30 stig. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Hjá Bucks var Brook Lopez stigahæstur með 22 stig á meðan Giannis skoraði 21 og tók 16 fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum