Innlent

Einn greindist innan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
60094087411EDF44AF0E038EA7305604DE00956EFDEFB102F0D0076CBE4FD0FA_713x0
Vísir/Vilhelm

Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Þrír greindust á landamærunum og niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tveimur tilvikum, en einn var með mótefni.

Þessi eini sem greindist innanlands var ekki í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni covid.is.

Eins og stendur eru 88 í einangrun, fækkar úr 96. Þá eru 375 í sóttkví og fer þeim fækkandi, en 579 voru í sóttkví í gær. 24.584 hafa lokið sóttkví frá því að faraldurinn hófst hér á landi.

Samkvæmt tölum á covid.is liggur enginn á sjúkrahúsi af völdum veirunnar. Frá upphafi faraldursins hafa tíu látist af völdum Covid-19 hér á landi.

576 einkennasýni voru tekin í gær á sýkla- og veirufræðideildinni og 1.160 sýni voru tekin á landamærunum. Þá voru 83 sýni tekin í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur er 14,5, en var 16,6 í gær. Þá er nýgengi landamærasmita enn 7,1, en var 7,6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×