Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 20:15 Hjónin Sigurjón Hólm og Arna María hafa glímt við afleiðingar Covid19 í sex mánuði. Þau freista þess að taka þátt í hópmálsókn á hendur austurríska ríkinu. Baldur Hrafnkell Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. Austurrískur lögmaður, sem fer fyrir málinu, vonast til að ná sáttum við ríkið áður en það fer fyrir dóm. Íslensk hjón sem sækjast eftir þátttöku segja veikindin hafa haft gríðarleg áhrif á líf þeirra. Ríflega sex þúsund manns eru nú þegar hluti af hópmálsókninni, en hópurinn sakar austurrísk stjórnvöld um aðgerðarleysi á skíðasvæðinu Ischgl við upphaf kórónuveirufaraldursins. Reynt verður á skaðabótaskyldu ríkisins fyrir dómi síðar í þessum mánuði. Peter Kolba, lögmaður hópsins, segir að stjórnvöld gætu þurft að greiða mörg hundruð milljónir evra í skaðabætur. Bæturnar séu misjafnar milli fólks en þær hæstu hljóði upp á hundrað þúsund evrur. „Það er skoðun okkar að stjórnvöld á staðnum hafi gert mistök. Þeim láðist að vara ferðamenn við í tíma, lokuðu tilteknum börum ekki nógu snemma og dráttur varð á lokun alls svæðisins,“ segir Kolba í samtali við fréttastofu. Hjónin Sigurjón Hólm Magnússon og Arna María Smáradóttir voru á meðal þeirra sem greindust með Covid19 eftir ferðalag til Ischgl í lok febrúar. Sigurjón fékk almenn flenskueinkenni á meðan Arna varð mjög veik, og nú sex mánuðum seinna glímir hún enn við afleiðingar sjúkdómsins. Þau eru ósátt við hvernig tekið var á málunum ytra og ætla að krefjast skaðabóta. „Mín einkenni voru slappleiki og svona flensulík einkenni, höfuðverkur og svona slappur en er góður í dag,“ segir Sigurjón. „Ég get átt ágæta daga en svo eru aðrir dagar bara slæmir. Og það virðast vera miklir eftirmálar hjá mér allavega, þetta virðist hafa ýft upp svona gamalt sem ég hélt ég væri komin yfir. Hafi svona kveikt á aftur til dæmis vefjagigt og því sem henni fylgir og fleiri andlegum sjúkdómum líka,“ segir hún og bætir við að veikindin hafi tekið mikið á andlega. „Til dæmis vill kannski enginn hafa fólk í vinnu þegar maður veit ekki alveg hvernig maður verður, ég vakna bara upp á hverjum degi og veit ekkert hvernig dagurinn verður, hvort mér sé flökurt allan daginn eða hvort ég sé með höfuðverk eða hvort ég sé þreytt. Það fylgir þessu óöryggi,“ segir hún. Þess vegna væri eðlilegt að brugðist verði við. „Við viljum að eitthvað verði gert vegna þess að ég er enn þá veik hálfu ári seinna. Og þá er bara spurning, rétt skal vera rétt – af hverju var ekki sagt frá þessu, af hverju var ekki varað við, af hverju var þetta ekki stoppað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. Austurrískur lögmaður, sem fer fyrir málinu, vonast til að ná sáttum við ríkið áður en það fer fyrir dóm. Íslensk hjón sem sækjast eftir þátttöku segja veikindin hafa haft gríðarleg áhrif á líf þeirra. Ríflega sex þúsund manns eru nú þegar hluti af hópmálsókninni, en hópurinn sakar austurrísk stjórnvöld um aðgerðarleysi á skíðasvæðinu Ischgl við upphaf kórónuveirufaraldursins. Reynt verður á skaðabótaskyldu ríkisins fyrir dómi síðar í þessum mánuði. Peter Kolba, lögmaður hópsins, segir að stjórnvöld gætu þurft að greiða mörg hundruð milljónir evra í skaðabætur. Bæturnar séu misjafnar milli fólks en þær hæstu hljóði upp á hundrað þúsund evrur. „Það er skoðun okkar að stjórnvöld á staðnum hafi gert mistök. Þeim láðist að vara ferðamenn við í tíma, lokuðu tilteknum börum ekki nógu snemma og dráttur varð á lokun alls svæðisins,“ segir Kolba í samtali við fréttastofu. Hjónin Sigurjón Hólm Magnússon og Arna María Smáradóttir voru á meðal þeirra sem greindust með Covid19 eftir ferðalag til Ischgl í lok febrúar. Sigurjón fékk almenn flenskueinkenni á meðan Arna varð mjög veik, og nú sex mánuðum seinna glímir hún enn við afleiðingar sjúkdómsins. Þau eru ósátt við hvernig tekið var á málunum ytra og ætla að krefjast skaðabóta. „Mín einkenni voru slappleiki og svona flensulík einkenni, höfuðverkur og svona slappur en er góður í dag,“ segir Sigurjón. „Ég get átt ágæta daga en svo eru aðrir dagar bara slæmir. Og það virðast vera miklir eftirmálar hjá mér allavega, þetta virðist hafa ýft upp svona gamalt sem ég hélt ég væri komin yfir. Hafi svona kveikt á aftur til dæmis vefjagigt og því sem henni fylgir og fleiri andlegum sjúkdómum líka,“ segir hún og bætir við að veikindin hafi tekið mikið á andlega. „Til dæmis vill kannski enginn hafa fólk í vinnu þegar maður veit ekki alveg hvernig maður verður, ég vakna bara upp á hverjum degi og veit ekkert hvernig dagurinn verður, hvort mér sé flökurt allan daginn eða hvort ég sé með höfuðverk eða hvort ég sé þreytt. Það fylgir þessu óöryggi,“ segir hún. Þess vegna væri eðlilegt að brugðist verði við. „Við viljum að eitthvað verði gert vegna þess að ég er enn þá veik hálfu ári seinna. Og þá er bara spurning, rétt skal vera rétt – af hverju var ekki sagt frá þessu, af hverju var ekki varað við, af hverju var þetta ekki stoppað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33
Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03
Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20