Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2020 21:42 Krabbameinsfélagið segir að með ummælum sínum hafi forstjóri SÍ eytt óvissu um hæfi félagsins til að stunda skimanir. Vísir/Vilhelm María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. Í fréttaflutningi af málinu hefur Tryggvi, sem er krabbameinslæknir og var fulltrúi Sjúkratrygginga í gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins, verið kallaður fulltrúi SÍ. Það segir María ekki standast skoðun. „Þessi aðili er ekki fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands og talar ekki fyrir okkar hönd. Hann tók þátt í ákveðnu sérfræðistarfi sem aðkeyptur ráðgjafi á sínum tíma og okkur var ekki kunnugt um þessa umfjöllun fyrr en við sáum hana á skjánum og þetta var ekki í neinu samráði við okkur.“ Þá segist María ekki hafa séð gögn sem staðið geti undir fullyrðingu Tryggva. Hún segir þá að áfram verði skimað hjá Krabbameinsfélaginu til áramóta. „Við höfum treyst Krabbameinsfélaginu til að annast þessa mikilvægu þjónustu og yfirvöld hafa óskað eftir því að Krabbameinsfélagið geri það áfram til áramóta.“ Vinna áfram með landlækni Í tilkynningu á vef Krabbameinsfélagsins kemur fram að með þessari yfirlýsingu hafi Sjúkratryggingar Íslands eytt óvissu sem ummæli Tryggva Björns ollu. Þá segir að félagið hafi sent SÍ, að ósk síðarnefndu stofnunarinnar, staðfestingu á að starfsemi Leitarstöðvar uppfyllti kröfur varðandi mönnun, vinnuferla, búnað og annað. „Stjórn félagsins fagnar því að ummæli Tryggva Björns Stefánssonar valdi ekki lengur efa um hæfi félagsins til að framkvæma skimanir og í því ljósi heldur starfsemi Leitarstöðvarinnar áfram með óbreyttu sniði. Krabbameinsfélagið vinnur áfram með Embætti landlæknis sem hefur hið alvarlega atvik sem upp kom á Leitarstöð til skoðunar,“ segir einnig í tilkynningunni. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig Þórdís Björg Kristinsdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi starfsmaður á frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. 7. september 2020 17:42 Fengu svör frá Sjúkratryggingum en engin gögn Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana. 7. september 2020 13:40 Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Sjá meira
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. Í fréttaflutningi af málinu hefur Tryggvi, sem er krabbameinslæknir og var fulltrúi Sjúkratrygginga í gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins, verið kallaður fulltrúi SÍ. Það segir María ekki standast skoðun. „Þessi aðili er ekki fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands og talar ekki fyrir okkar hönd. Hann tók þátt í ákveðnu sérfræðistarfi sem aðkeyptur ráðgjafi á sínum tíma og okkur var ekki kunnugt um þessa umfjöllun fyrr en við sáum hana á skjánum og þetta var ekki í neinu samráði við okkur.“ Þá segist María ekki hafa séð gögn sem staðið geti undir fullyrðingu Tryggva. Hún segir þá að áfram verði skimað hjá Krabbameinsfélaginu til áramóta. „Við höfum treyst Krabbameinsfélaginu til að annast þessa mikilvægu þjónustu og yfirvöld hafa óskað eftir því að Krabbameinsfélagið geri það áfram til áramóta.“ Vinna áfram með landlækni Í tilkynningu á vef Krabbameinsfélagsins kemur fram að með þessari yfirlýsingu hafi Sjúkratryggingar Íslands eytt óvissu sem ummæli Tryggva Björns ollu. Þá segir að félagið hafi sent SÍ, að ósk síðarnefndu stofnunarinnar, staðfestingu á að starfsemi Leitarstöðvar uppfyllti kröfur varðandi mönnun, vinnuferla, búnað og annað. „Stjórn félagsins fagnar því að ummæli Tryggva Björns Stefánssonar valdi ekki lengur efa um hæfi félagsins til að framkvæma skimanir og í því ljósi heldur starfsemi Leitarstöðvarinnar áfram með óbreyttu sniði. Krabbameinsfélagið vinnur áfram með Embætti landlæknis sem hefur hið alvarlega atvik sem upp kom á Leitarstöð til skoðunar,“ segir einnig í tilkynningunni.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig Þórdís Björg Kristinsdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi starfsmaður á frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. 7. september 2020 17:42 Fengu svör frá Sjúkratryggingum en engin gögn Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana. 7. september 2020 13:40 Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Sjá meira
Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig Þórdís Björg Kristinsdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi starfsmaður á frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. 7. september 2020 17:42
Fengu svör frá Sjúkratryggingum en engin gögn Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana. 7. september 2020 13:40
Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46