Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2020 21:42 Krabbameinsfélagið segir að með ummælum sínum hafi forstjóri SÍ eytt óvissu um hæfi félagsins til að stunda skimanir. Vísir/Vilhelm María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. Í fréttaflutningi af málinu hefur Tryggvi, sem er krabbameinslæknir og var fulltrúi Sjúkratrygginga í gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins, verið kallaður fulltrúi SÍ. Það segir María ekki standast skoðun. „Þessi aðili er ekki fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands og talar ekki fyrir okkar hönd. Hann tók þátt í ákveðnu sérfræðistarfi sem aðkeyptur ráðgjafi á sínum tíma og okkur var ekki kunnugt um þessa umfjöllun fyrr en við sáum hana á skjánum og þetta var ekki í neinu samráði við okkur.“ Þá segist María ekki hafa séð gögn sem staðið geti undir fullyrðingu Tryggva. Hún segir þá að áfram verði skimað hjá Krabbameinsfélaginu til áramóta. „Við höfum treyst Krabbameinsfélaginu til að annast þessa mikilvægu þjónustu og yfirvöld hafa óskað eftir því að Krabbameinsfélagið geri það áfram til áramóta.“ Vinna áfram með landlækni Í tilkynningu á vef Krabbameinsfélagsins kemur fram að með þessari yfirlýsingu hafi Sjúkratryggingar Íslands eytt óvissu sem ummæli Tryggva Björns ollu. Þá segir að félagið hafi sent SÍ, að ósk síðarnefndu stofnunarinnar, staðfestingu á að starfsemi Leitarstöðvar uppfyllti kröfur varðandi mönnun, vinnuferla, búnað og annað. „Stjórn félagsins fagnar því að ummæli Tryggva Björns Stefánssonar valdi ekki lengur efa um hæfi félagsins til að framkvæma skimanir og í því ljósi heldur starfsemi Leitarstöðvarinnar áfram með óbreyttu sniði. Krabbameinsfélagið vinnur áfram með Embætti landlæknis sem hefur hið alvarlega atvik sem upp kom á Leitarstöð til skoðunar,“ segir einnig í tilkynningunni. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig Þórdís Björg Kristinsdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi starfsmaður á frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. 7. september 2020 17:42 Fengu svör frá Sjúkratryggingum en engin gögn Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana. 7. september 2020 13:40 Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. Í fréttaflutningi af málinu hefur Tryggvi, sem er krabbameinslæknir og var fulltrúi Sjúkratrygginga í gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins, verið kallaður fulltrúi SÍ. Það segir María ekki standast skoðun. „Þessi aðili er ekki fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands og talar ekki fyrir okkar hönd. Hann tók þátt í ákveðnu sérfræðistarfi sem aðkeyptur ráðgjafi á sínum tíma og okkur var ekki kunnugt um þessa umfjöllun fyrr en við sáum hana á skjánum og þetta var ekki í neinu samráði við okkur.“ Þá segist María ekki hafa séð gögn sem staðið geti undir fullyrðingu Tryggva. Hún segir þá að áfram verði skimað hjá Krabbameinsfélaginu til áramóta. „Við höfum treyst Krabbameinsfélaginu til að annast þessa mikilvægu þjónustu og yfirvöld hafa óskað eftir því að Krabbameinsfélagið geri það áfram til áramóta.“ Vinna áfram með landlækni Í tilkynningu á vef Krabbameinsfélagsins kemur fram að með þessari yfirlýsingu hafi Sjúkratryggingar Íslands eytt óvissu sem ummæli Tryggva Björns ollu. Þá segir að félagið hafi sent SÍ, að ósk síðarnefndu stofnunarinnar, staðfestingu á að starfsemi Leitarstöðvar uppfyllti kröfur varðandi mönnun, vinnuferla, búnað og annað. „Stjórn félagsins fagnar því að ummæli Tryggva Björns Stefánssonar valdi ekki lengur efa um hæfi félagsins til að framkvæma skimanir og í því ljósi heldur starfsemi Leitarstöðvarinnar áfram með óbreyttu sniði. Krabbameinsfélagið vinnur áfram með Embætti landlæknis sem hefur hið alvarlega atvik sem upp kom á Leitarstöð til skoðunar,“ segir einnig í tilkynningunni.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig Þórdís Björg Kristinsdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi starfsmaður á frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. 7. september 2020 17:42 Fengu svör frá Sjúkratryggingum en engin gögn Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana. 7. september 2020 13:40 Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig Þórdís Björg Kristinsdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi starfsmaður á frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. 7. september 2020 17:42
Fengu svör frá Sjúkratryggingum en engin gögn Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana. 7. september 2020 13:40
Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46