Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. september 2020 09:00 Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi. Vísir/Saga Sigurðardóttir „Tilfinningagreind felur í sér að vera opin fyrir eigin og annarra tilfinningum ásamt því að kunna að meta tilfinningar í umhverfinu, setja þær í samhengi og hafa stjórn á eigin tilfinningum“ segir Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi sem segir tilfinningagreind meðal því eftirsóknarverðasta sem framtíðarstarfsmenn þurfi að hafa. Þannig muni tæknin skáka manninn í mörgu í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar nema þó einu: Tilfinningagreindinni. Að sögn Guðrúnar er margt að breytast nú þegar í þessum efnum því ungt fólk á vinnumarkaði er alið upp við að ræða tilfinningar og finnst eðlilegt og sjálfsagt að það sé gert á vinnustöðum. Hún segir stjórnendur hafa mestan áhuga á síðasta stigi tilfinningagreindar. Það felst í því að hafa hemil á tilfinningum sínum en Guðrún segir að til þess að ná þessu stigi þarf fyrst að átta sig á eigin tilfinningum. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um viðkvæm mál á vinnustöðum og hvernig hægt er að leysa úr þeim. Í þessari þriðju grein af þremur er rætt við Guðrúnu Snorradóttur um tilfinningagreind. Guðrún er með MSC í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge o ger vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation. Tilfinningar birtast í líkamanum Guðrún segir tilfinningagreind mælanlega á ýmsa vegu og ein leiðin sé að fylgjast með birtingarmynd tilfinninga í líkamanum. Rannsóknir sýna að oftast birtast tilfinningar í svipuðum líkamshlutum hjá mannfólkinu til dæmis birtist reiði í andlitinu og fram í handleggi á meðan að kvíði á sér birtingarmynd undir rifbeinunum, fyrir miðju, líkt og hinn alkunni hnútur í maganum.“ Að þjálfa tilfinningagreindina snýst hins vegar um að hafa góð tök á eigin tilfinningum og þekkja hin mismunandi blæbrigði sömu tilfinninga. Þannig segir Guðrún tilfinningagreindina geta skynjað hraðar hvaða tilfinningar eiga sér stað. „Tilfinningar eru mjög smitandi fyrirbæri og því ber að umgangast þær með þeirri athygli og natni sem þær eiga skilið. Það getur einfaldlega skapað visst forskot, fyrir stjórnendur, að vera í góðum tilfinningalegum tengslum“ segir Guðrún. Að hennar sögn nýtist tilfinningagreind í öllum þáttum sem snúa að samskiptum fólks. Þar hafi rannsóknir síðustu áratuga sýnt fram á að hægt er að þróa tilfinningagreindina til að hafa jákvæð áhrif á aukna frammistöðu, þrautseigju einstaklinga, tryggð starfsmanna og uppbyggingu sterkra liðsheilda. „Með auknu álagi og tíðari breytingum býður tilfinningagreind upp á nýjar lausnir til að að halda ró okkar í vaxandi óvissu. Tilfinningagreind þróum við með ferns konar máta, með því að skynja, nýta, skilja og hafa stjórn á tilfinningum okkar“ segir Guðrún. Að hennar sögn er hægt að mæla tilfinningagreindina. Sjálf styðst hún við tilfinningagreindarpróf sem kallast MSCEIT prófið. Þar eru einn af þeim fjórum hæfnisþáttum (skynja, nýta, skilja, hafa stjórn á) prófaðir og síðan unnið í þjálfun með þær niðurstöður. S-in þrjú í COVID Guðrún segir kórónufaraldurinn auka enn á mikilvægi þess að stjórnendur séu næmir á líðan starfsfólks og þá séu allar líkur á því að faraldurinn muni hraða mörgu í tækniþróun fjórðu iðnbyltingarinnar. „Það eru mismunandi breytur sem að kalla á aukna tilfinningagreind, til dæmis yngri kynslóðirnar sem aldar eru upp við að ræða tilfinningar og koma með það „norm“ á vinnustaðina sína, tölur sem að sýna auknar andlegar áskoranir hjá sama hópi og hvað þá á tímum COVID þar sem að margir starfmenn eru að fóta sig í nýjum aðstæðum“ segir Guðrún. Sjálf bendir hún stjórnendum sérstaklega á S-in þrjú í kjölfar Covid en þau eru: Samvera Sýnileiki Samtal „Þín nærvera er besta gjöfin til starfsmanna í dag. Við þurfum að hjálpa hvort öðru i gegnum þessa tíma, þörfnumst þess að „normalisera“ ástandið með því að spegla okkur í hugsunum og tilfinningum hvors annars“ segir Guðrún og bætir við „Einmannaleiki er stórt vandamál í vestrænu samfélagi og COVID hefur aukið einangrun vissra hópa. Við einfaldlega þörfnumst hvors annars, jafnvel enn meira í dag en áður.“ Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35 Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Tilfinningagreind felur í sér að vera opin fyrir eigin og annarra tilfinningum ásamt því að kunna að meta tilfinningar í umhverfinu, setja þær í samhengi og hafa stjórn á eigin tilfinningum“ segir Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi sem segir tilfinningagreind meðal því eftirsóknarverðasta sem framtíðarstarfsmenn þurfi að hafa. Þannig muni tæknin skáka manninn í mörgu í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar nema þó einu: Tilfinningagreindinni. Að sögn Guðrúnar er margt að breytast nú þegar í þessum efnum því ungt fólk á vinnumarkaði er alið upp við að ræða tilfinningar og finnst eðlilegt og sjálfsagt að það sé gert á vinnustöðum. Hún segir stjórnendur hafa mestan áhuga á síðasta stigi tilfinningagreindar. Það felst í því að hafa hemil á tilfinningum sínum en Guðrún segir að til þess að ná þessu stigi þarf fyrst að átta sig á eigin tilfinningum. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um viðkvæm mál á vinnustöðum og hvernig hægt er að leysa úr þeim. Í þessari þriðju grein af þremur er rætt við Guðrúnu Snorradóttur um tilfinningagreind. Guðrún er með MSC í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge o ger vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation. Tilfinningar birtast í líkamanum Guðrún segir tilfinningagreind mælanlega á ýmsa vegu og ein leiðin sé að fylgjast með birtingarmynd tilfinninga í líkamanum. Rannsóknir sýna að oftast birtast tilfinningar í svipuðum líkamshlutum hjá mannfólkinu til dæmis birtist reiði í andlitinu og fram í handleggi á meðan að kvíði á sér birtingarmynd undir rifbeinunum, fyrir miðju, líkt og hinn alkunni hnútur í maganum.“ Að þjálfa tilfinningagreindina snýst hins vegar um að hafa góð tök á eigin tilfinningum og þekkja hin mismunandi blæbrigði sömu tilfinninga. Þannig segir Guðrún tilfinningagreindina geta skynjað hraðar hvaða tilfinningar eiga sér stað. „Tilfinningar eru mjög smitandi fyrirbæri og því ber að umgangast þær með þeirri athygli og natni sem þær eiga skilið. Það getur einfaldlega skapað visst forskot, fyrir stjórnendur, að vera í góðum tilfinningalegum tengslum“ segir Guðrún. Að hennar sögn nýtist tilfinningagreind í öllum þáttum sem snúa að samskiptum fólks. Þar hafi rannsóknir síðustu áratuga sýnt fram á að hægt er að þróa tilfinningagreindina til að hafa jákvæð áhrif á aukna frammistöðu, þrautseigju einstaklinga, tryggð starfsmanna og uppbyggingu sterkra liðsheilda. „Með auknu álagi og tíðari breytingum býður tilfinningagreind upp á nýjar lausnir til að að halda ró okkar í vaxandi óvissu. Tilfinningagreind þróum við með ferns konar máta, með því að skynja, nýta, skilja og hafa stjórn á tilfinningum okkar“ segir Guðrún. Að hennar sögn er hægt að mæla tilfinningagreindina. Sjálf styðst hún við tilfinningagreindarpróf sem kallast MSCEIT prófið. Þar eru einn af þeim fjórum hæfnisþáttum (skynja, nýta, skilja, hafa stjórn á) prófaðir og síðan unnið í þjálfun með þær niðurstöður. S-in þrjú í COVID Guðrún segir kórónufaraldurinn auka enn á mikilvægi þess að stjórnendur séu næmir á líðan starfsfólks og þá séu allar líkur á því að faraldurinn muni hraða mörgu í tækniþróun fjórðu iðnbyltingarinnar. „Það eru mismunandi breytur sem að kalla á aukna tilfinningagreind, til dæmis yngri kynslóðirnar sem aldar eru upp við að ræða tilfinningar og koma með það „norm“ á vinnustaðina sína, tölur sem að sýna auknar andlegar áskoranir hjá sama hópi og hvað þá á tímum COVID þar sem að margir starfmenn eru að fóta sig í nýjum aðstæðum“ segir Guðrún. Sjálf bendir hún stjórnendum sérstaklega á S-in þrjú í kjölfar Covid en þau eru: Samvera Sýnileiki Samtal „Þín nærvera er besta gjöfin til starfsmanna í dag. Við þurfum að hjálpa hvort öðru i gegnum þessa tíma, þörfnumst þess að „normalisera“ ástandið með því að spegla okkur í hugsunum og tilfinningum hvors annars“ segir Guðrún og bætir við „Einmannaleiki er stórt vandamál í vestrænu samfélagi og COVID hefur aukið einangrun vissra hópa. Við einfaldlega þörfnumst hvors annars, jafnvel enn meira í dag en áður.“
Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35 Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35
Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04