Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 11:13 Cheng Lei fæddist í Kína en er ástralskur ríkisborgari. Hún hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum um virtist hafa slitið samskiptum við vini og fjölskyldu um miðjan ágúst. Síðar kom í ljós að kínversk stjórnvöld héldu henni fanginni. AP/Ng Han Guan Stjórnvöld í Beijing halda því fram að áströlsk fréttakona sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. Samskipti Ástralía og Kína hafa farið stirðnandi og tengdu sumir handtöku Cheng við deilurnar. Cheng Lei er viðskiptafréttaritari enskumælandi sjónvarpsstöðvarinnar CGTN í Beijing. Hún var tekin höndum 14. ágúst en engar skýringar hafa verið gefnar á handtökunni fyrr en nú. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði að Cheng hefði verið handtekin af þjóðaröryggisástæðum og að rannsókn væri í gangi. Hann veitti engar upplýsingar um hvers kyns glæpi Cheng á að hafa framið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ástralskir fréttamenn hafa yfirgefið Kína undanfarið eftir handtökuna að ráðum erindreka stjórnvalda í Canberra. Kínversk stjórnvöld yfirheyrðu þá síðustu áður þeir fóru úr landi. ABC-sjónvarpsstöðin í Ástralíu segir að Bill Birtles, fréttamaður hennar, hafi ekki verið spurður um sín eigin störf eða hegðun í Kína heldur um Cheng. Sjö kínverskir lögreglumenn mættu í íbúð hans þegar hann hélt kveðjuhóf með vinum sínum. Þeir sögðu Birtles að hann gæti ekki farið úr landi og þyrfti að gefa skýrslu um „þjóðaröryggismál“. Áströlsk stjórnvöld hafa sakað kínversk um afskipti af samfélagsmálum þar. Samskipti ríkjanna versnuðu til muna eftir að ástralska ríkisstjórnin lýsti stuðningi við alþjóðlega rannsókn á upptökum kórónuveiruheimsfaraldursins. Veiran blossaði fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í vetur. Stjórnvöld í Beijing brugðust við með því að leggja tolla á innfluttar vörur frá Ástralíu, þar á meðal nautakjöt, bygg og vín. Vöruðu þau einnig kínverska ferða- og námsmenn við kynþáttahyggju í Ástralíu. Kína Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Stjórnvöld í Beijing halda því fram að áströlsk fréttakona sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. Samskipti Ástralía og Kína hafa farið stirðnandi og tengdu sumir handtöku Cheng við deilurnar. Cheng Lei er viðskiptafréttaritari enskumælandi sjónvarpsstöðvarinnar CGTN í Beijing. Hún var tekin höndum 14. ágúst en engar skýringar hafa verið gefnar á handtökunni fyrr en nú. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði að Cheng hefði verið handtekin af þjóðaröryggisástæðum og að rannsókn væri í gangi. Hann veitti engar upplýsingar um hvers kyns glæpi Cheng á að hafa framið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ástralskir fréttamenn hafa yfirgefið Kína undanfarið eftir handtökuna að ráðum erindreka stjórnvalda í Canberra. Kínversk stjórnvöld yfirheyrðu þá síðustu áður þeir fóru úr landi. ABC-sjónvarpsstöðin í Ástralíu segir að Bill Birtles, fréttamaður hennar, hafi ekki verið spurður um sín eigin störf eða hegðun í Kína heldur um Cheng. Sjö kínverskir lögreglumenn mættu í íbúð hans þegar hann hélt kveðjuhóf með vinum sínum. Þeir sögðu Birtles að hann gæti ekki farið úr landi og þyrfti að gefa skýrslu um „þjóðaröryggismál“. Áströlsk stjórnvöld hafa sakað kínversk um afskipti af samfélagsmálum þar. Samskipti ríkjanna versnuðu til muna eftir að ástralska ríkisstjórnin lýsti stuðningi við alþjóðlega rannsókn á upptökum kórónuveiruheimsfaraldursins. Veiran blossaði fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í vetur. Stjórnvöld í Beijing brugðust við með því að leggja tolla á innfluttar vörur frá Ástralíu, þar á meðal nautakjöt, bygg og vín. Vöruðu þau einnig kínverska ferða- og námsmenn við kynþáttahyggju í Ástralíu.
Kína Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira