England fylgdi sigrinum á Íslandi eftir með markaleysi á Parken Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2020 20:35 Harry Kane í baráttu við Martin Braithwaite og Yussuf Poulsen á Parken í kvöld. VÍSIR/GETTY Danmörk og England gerðu markalaust jafntefli á Parken í kvöld í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta. Leikurinn var afar tíðindalítill svo til allar 90 mínúturnar en Christian Eriksen komst nálægt því að skora fyrir Dani þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en hann skaut yfir af stuttu færi. Danmörk fékk betri færi í leiknum en ekki nógu góð til að skora, og í uppbótartíma munaði minnstu að Harry Kane næði að stela sigrinum fyrir England eftir hálfgert skógarhlaup Kasper Schmeichel, en skot Kane var varið á marklínu. England er því með fjögur stig í 2. sæti riðilsins, á eftir Belgíu sem er með sex stig. Danmörk er með eitt stig og Ísland neðst án stiga. Þjóðadeild UEFA
Danmörk og England gerðu markalaust jafntefli á Parken í kvöld í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta. Leikurinn var afar tíðindalítill svo til allar 90 mínúturnar en Christian Eriksen komst nálægt því að skora fyrir Dani þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en hann skaut yfir af stuttu færi. Danmörk fékk betri færi í leiknum en ekki nógu góð til að skora, og í uppbótartíma munaði minnstu að Harry Kane næði að stela sigrinum fyrir England eftir hálfgert skógarhlaup Kasper Schmeichel, en skot Kane var varið á marklínu. England er því með fjögur stig í 2. sæti riðilsins, á eftir Belgíu sem er með sex stig. Danmörk er með eitt stig og Ísland neðst án stiga.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti