Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingum frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið er að innkalla kjúklinginn.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. Þar segir að innköllunin nái einungis til eftirfarandi rekjanleikanúmera:
- 001-20-31-3-07 & 001-20-31-1-13 (Holta-, Kjörfugl og Krónu-kjúklingur)
- 001-20-31-3-07 & 001-20-31-1-13 (Heill fugl, bringur, lundir, bitar)
Kjúklingnum hefur verið dreift í eftirfarandi verslanir: Icelandverslanir, Hagkaupsverslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó, Costco, Extra24, Heimkaup, Kf. Skagfirðinga, Bjarnabúð, Kjörbúðin, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Olís Verslun Varmahlíð, Basko/10-11.
Eru neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessum rekjanleikanúmerum eru beðnir að skila þeim til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.