Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2020 16:16 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. Nú hefur komið í ljós að fimmtíu og tvær þeirra eru með vægar frumubreytingar. Þetta segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins, í samtali við fréttastofu. Áður hafði komið fram að um þrjátíu konur hefðu ranglega fengið neikvæða greiningu við skoðun leghálssýna. Ein kona er með ólæknandi krabbamein en hún fékk ranga greiningu í skoðun árið 2018. Funduðu vegna gagns sem fannst Þá funduðu fulltrúar Sjúkratrygginga Íslands, Krabbameinsfélags Íslands og embættis landlæknis sameiginlega í dag til að fara yfir níu blaðsíðna gagn sem fannst í gær. Skjalið var unnið í desember árið 2017 af greiningardeild SÍ og varðar mælingar og markmið þjónustusamnings við KÍ. Skjalið var talið geta varpað ljósi á orð Tryggva Björns Stefánssonar krabbameinslæknis sem fullyrti í Kastljósi í síðustu viku að gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins hefði verið í lamasessi árið 2017. Krabbameinsfélagið óskaði í framhaldinu eftir gögnum frá Sjúkratryggingum sem styddu fullyrðingar Tryggva Björns. Engin gögn bárust. „Ég hef á þessari stundu ekki séð gögn sem gætu staðið undir þessari fullyrðingu,“ sagði María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Skjalið sagt ófullbúið Í tilkynningu aðilanna að loknum fundi kemur fram að augljóst sé að umrætt skjal er ófullbúið vinnugagn sem byggir á gögnum frá KÍ og samskiptum starfsmanna KÍ og SÍ. Í skjalinu má finna misskilning og ranga hugtakanotkun enda er krabbameinsskimun flókið viðfangsefni og túlkun efnisins krefst sérfræðiþekkingar. Skjalið var sent velferðarráðuneytinu í febrúar 2018 án þess að fram kæmi að um vinnugagn væri að ræða en skjalið hafði ekki verið sent KÍ til yfirlestrar áður en því var komið til ráðuneytisins. Aðilar eru sammála um að óábyrgt væri að birta skjalið án nánari skýringa og athugasemda af hálfu KÍ. „Það er mat landlæknis eftir sameiginlega yfirferð með SÍ og KÍ að það séu engar upplýsingar í skjalinu sem kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda umfram þá skoðun sem þegar er hafin hjá embætti landlæknis.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57 Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42 „Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán staðfest dauðsföll en frásagnir af mun fleirum Erlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Sjá meira
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. Nú hefur komið í ljós að fimmtíu og tvær þeirra eru með vægar frumubreytingar. Þetta segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins, í samtali við fréttastofu. Áður hafði komið fram að um þrjátíu konur hefðu ranglega fengið neikvæða greiningu við skoðun leghálssýna. Ein kona er með ólæknandi krabbamein en hún fékk ranga greiningu í skoðun árið 2018. Funduðu vegna gagns sem fannst Þá funduðu fulltrúar Sjúkratrygginga Íslands, Krabbameinsfélags Íslands og embættis landlæknis sameiginlega í dag til að fara yfir níu blaðsíðna gagn sem fannst í gær. Skjalið var unnið í desember árið 2017 af greiningardeild SÍ og varðar mælingar og markmið þjónustusamnings við KÍ. Skjalið var talið geta varpað ljósi á orð Tryggva Björns Stefánssonar krabbameinslæknis sem fullyrti í Kastljósi í síðustu viku að gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins hefði verið í lamasessi árið 2017. Krabbameinsfélagið óskaði í framhaldinu eftir gögnum frá Sjúkratryggingum sem styddu fullyrðingar Tryggva Björns. Engin gögn bárust. „Ég hef á þessari stundu ekki séð gögn sem gætu staðið undir þessari fullyrðingu,“ sagði María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Skjalið sagt ófullbúið Í tilkynningu aðilanna að loknum fundi kemur fram að augljóst sé að umrætt skjal er ófullbúið vinnugagn sem byggir á gögnum frá KÍ og samskiptum starfsmanna KÍ og SÍ. Í skjalinu má finna misskilning og ranga hugtakanotkun enda er krabbameinsskimun flókið viðfangsefni og túlkun efnisins krefst sérfræðiþekkingar. Skjalið var sent velferðarráðuneytinu í febrúar 2018 án þess að fram kæmi að um vinnugagn væri að ræða en skjalið hafði ekki verið sent KÍ til yfirlestrar áður en því var komið til ráðuneytisins. Aðilar eru sammála um að óábyrgt væri að birta skjalið án nánari skýringa og athugasemda af hálfu KÍ. „Það er mat landlæknis eftir sameiginlega yfirferð með SÍ og KÍ að það séu engar upplýsingar í skjalinu sem kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda umfram þá skoðun sem þegar er hafin hjá embætti landlæknis.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57 Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42 „Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán staðfest dauðsföll en frásagnir af mun fleirum Erlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Sjá meira
Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57
Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42
„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26