Húsasmiðjunni gert að hætta notkun fingrafaraskanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 17:39 Persónuvernd taldi að mörg úrræði stæðu rekstraraðilum til boða sem ekki byggi á viðkvæmum persónuuplýsingum starfsfólks. Vísir/Vilhelm Það er mat Persónuverndar að notkun Húsasmiðjunnar ehf. á fingrafaraskanna við inn- og útskráningu starfsmanna í launakerfi félagsins samrýmist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd hefur því gefið út fyrirmæli um að Húsasmiðjan hætti notkun skannans og eyði lífkennaupplýsingum starfsmanna sinna. Í júní á síðasta ári sendi lögmaður Húsasmiðjunnar Persónuvernd erindi þar sem tilkynnt var um að fyrirtækið hefði tekið í notkun áðurnefndan fingrafaraskanna. Þá var óskað eftir áliti Persónuverndar á því hvort notkun skannans samrýmdist persónuverndarlögum. Með erindinu fylgdi tilkynning Húsasmiðjunnar til starfsmanna um að skanninn yrði tekinn í gagnið. Í ákvörðun Persónuverndar segir að í tilkynningu til starfsmanna hafi sagt að tilgangur uppsetningar skannans hafi verið inn- og útskráning starfsmanna í og úr vinnu, og að tryggja betur hagsmuni starfsfólks. Ekki kom fram í tilkynningunni hvaða hagsmunir það væru sem notkun skannans kæmi til með að tryggja. Persónuvernd hefur þá upplýsingar frá umboðsaðila um að skanninn taki mynd af fingrafari notanda. Það teljist til vinnslu með lífkennaupplýsingar, sem séu viðkvæmar persónuupplýsingar. „Persónuvernd áréttar að notkun lífkennaupplýsinga til að persónugreina einstakling með einkvæmum hætti eru almennt settar mjög þröngar skorður. Kemur hún einkum til greina þar sem önnur vægari úrræði duga ekki og gæti átt við þegar vinnslan er ætluð til aðgangsstýringar tiltekinna svæða á vinnustað vegna sérstakra öryggissjónarmiða svo sem vegna meðferðar matvæla eða hættulegra efna,“ segir í ákvörðun Persónuverndar. Þá segir í ákvörðuninni að ætla megi að rekstraraðilum bjóðist fjölmörg úrræði til inn- og útskráningar starfsmanna í launakerfi sitt sem ekki byggi á lífkennum eða öðrum viðkvæmum persónuupplýsingum. Persónuvernd Verslun Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Sjá meira
Það er mat Persónuverndar að notkun Húsasmiðjunnar ehf. á fingrafaraskanna við inn- og útskráningu starfsmanna í launakerfi félagsins samrýmist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd hefur því gefið út fyrirmæli um að Húsasmiðjan hætti notkun skannans og eyði lífkennaupplýsingum starfsmanna sinna. Í júní á síðasta ári sendi lögmaður Húsasmiðjunnar Persónuvernd erindi þar sem tilkynnt var um að fyrirtækið hefði tekið í notkun áðurnefndan fingrafaraskanna. Þá var óskað eftir áliti Persónuverndar á því hvort notkun skannans samrýmdist persónuverndarlögum. Með erindinu fylgdi tilkynning Húsasmiðjunnar til starfsmanna um að skanninn yrði tekinn í gagnið. Í ákvörðun Persónuverndar segir að í tilkynningu til starfsmanna hafi sagt að tilgangur uppsetningar skannans hafi verið inn- og útskráning starfsmanna í og úr vinnu, og að tryggja betur hagsmuni starfsfólks. Ekki kom fram í tilkynningunni hvaða hagsmunir það væru sem notkun skannans kæmi til með að tryggja. Persónuvernd hefur þá upplýsingar frá umboðsaðila um að skanninn taki mynd af fingrafari notanda. Það teljist til vinnslu með lífkennaupplýsingar, sem séu viðkvæmar persónuupplýsingar. „Persónuvernd áréttar að notkun lífkennaupplýsinga til að persónugreina einstakling með einkvæmum hætti eru almennt settar mjög þröngar skorður. Kemur hún einkum til greina þar sem önnur vægari úrræði duga ekki og gæti átt við þegar vinnslan er ætluð til aðgangsstýringar tiltekinna svæða á vinnustað vegna sérstakra öryggissjónarmiða svo sem vegna meðferðar matvæla eða hættulegra efna,“ segir í ákvörðun Persónuverndar. Þá segir í ákvörðuninni að ætla megi að rekstraraðilum bjóðist fjölmörg úrræði til inn- og útskráningar starfsmanna í launakerfi sitt sem ekki byggi á lífkennum eða öðrum viðkvæmum persónuupplýsingum.
Persónuvernd Verslun Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Sjá meira