Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2020 18:30 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. Tvær af forsendum lífskjarasamningsins hafa haldið, vextir hafa lækkað og kaupmáttur aukist. Dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Forsendunefnd samningsins, skipuð fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, var skipuð til að meta hvort samningurinn haldi eða honum sagt upp. Framkvæmdastjóri SA segir allar áætlanagerðir hafa brostið vegna Covid-kreppunnar. „Það sem ég hef sagt er að forsendur allra, hvort sem það er Íslandi, Norðurlöndum, Evrópu, Bandaríkjunum eða Asíu, eru brostnar. Það er að segja, undirliggjandi forsendur fyrir áætlanagerð í öllum þessum hagkerfum hafa gjörbreyst út af Covid-kreppunni. Ég hef líka bent á að allir ábyrgir aðilar, sama hvort það er fjármálaráðuneytið eða Seðlabankinn, hafa brugðist við með afgerandi hætti. En það stendur enn upp á vinnumarkaðinn að bregðast við með afgerandi hætti og við sjáum hverju framvindur nú í september,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl 2019. Síðan þá hafa tvennar launahækkanir komið til framkvæmda og sú þriðja væntanleg í janúar. „Það er augljóst að það er ekki innistæða á íslenskum vinnumarkaði eða í raun nokkur staðar annarstaðar fyrir launahækkunum um þessar mundir. En um það var samið og við sjáum hvernig við náum að vinna úr því.“ Halldór bendir á að kaupmátturinn muni rýrast í þessari kreppu. Fengi krónunnar gagnvart evru hafi gefið eftir um fimmtung frá því Covid-kreppan hófst. Frekari gengisveiking muni stuðla að því að kaupmáttur rýrist enn frekar. Varað hefur verið við því að með launahækkunum geti stýrivextir Seðlabankans hækkað og þar með afborganir af húsnæðislánum, sem muni aftur leiða til enn frekari rýrnun kaupmáttar. Að öllu þessu sögðu, ertu þú þá ekki búinn að ákveða þig, það verður ekki hægt að fara í þessar fyrirhuguðu launahækkanir? „Ég gef ekkert upp um það og hef sagt við þig og fleiri að við munum fyrst og fremst ræða þetta á þeim fundum sem við höfum boðað með ASÍ. Þar munum við komast að einhverri niðurstöðu og síðan munum við greina frá henni þegar hún liggur fyrir.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Baldur Forseti ASÍ segir ekki nýtt að hótanir liggi í loftinu frá atvinnurekendum þegar launahækkanir eru framundan. „Ég er ekki að fara inn í þessar viðræður á þessum nótum. Við skulum athuga að vinnumarkaðurinn og atvinnugreinar í landinu standa mjög misjafnlega. Svona altækar aðgerðir munu ekki skila okkur áfram. Við þurfum sértækar lausnir fyrir þá sem hafa misst vinnuna og sértækar lausnir sniðnar að þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. Tvær af forsendum lífskjarasamningsins hafa haldið, vextir hafa lækkað og kaupmáttur aukist. Dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Forsendunefnd samningsins, skipuð fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, var skipuð til að meta hvort samningurinn haldi eða honum sagt upp. Framkvæmdastjóri SA segir allar áætlanagerðir hafa brostið vegna Covid-kreppunnar. „Það sem ég hef sagt er að forsendur allra, hvort sem það er Íslandi, Norðurlöndum, Evrópu, Bandaríkjunum eða Asíu, eru brostnar. Það er að segja, undirliggjandi forsendur fyrir áætlanagerð í öllum þessum hagkerfum hafa gjörbreyst út af Covid-kreppunni. Ég hef líka bent á að allir ábyrgir aðilar, sama hvort það er fjármálaráðuneytið eða Seðlabankinn, hafa brugðist við með afgerandi hætti. En það stendur enn upp á vinnumarkaðinn að bregðast við með afgerandi hætti og við sjáum hverju framvindur nú í september,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl 2019. Síðan þá hafa tvennar launahækkanir komið til framkvæmda og sú þriðja væntanleg í janúar. „Það er augljóst að það er ekki innistæða á íslenskum vinnumarkaði eða í raun nokkur staðar annarstaðar fyrir launahækkunum um þessar mundir. En um það var samið og við sjáum hvernig við náum að vinna úr því.“ Halldór bendir á að kaupmátturinn muni rýrast í þessari kreppu. Fengi krónunnar gagnvart evru hafi gefið eftir um fimmtung frá því Covid-kreppan hófst. Frekari gengisveiking muni stuðla að því að kaupmáttur rýrist enn frekar. Varað hefur verið við því að með launahækkunum geti stýrivextir Seðlabankans hækkað og þar með afborganir af húsnæðislánum, sem muni aftur leiða til enn frekari rýrnun kaupmáttar. Að öllu þessu sögðu, ertu þú þá ekki búinn að ákveða þig, það verður ekki hægt að fara í þessar fyrirhuguðu launahækkanir? „Ég gef ekkert upp um það og hef sagt við þig og fleiri að við munum fyrst og fremst ræða þetta á þeim fundum sem við höfum boðað með ASÍ. Þar munum við komast að einhverri niðurstöðu og síðan munum við greina frá henni þegar hún liggur fyrir.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Baldur Forseti ASÍ segir ekki nýtt að hótanir liggi í loftinu frá atvinnurekendum þegar launahækkanir eru framundan. „Ég er ekki að fara inn í þessar viðræður á þessum nótum. Við skulum athuga að vinnumarkaðurinn og atvinnugreinar í landinu standa mjög misjafnlega. Svona altækar aðgerðir munu ekki skila okkur áfram. Við þurfum sértækar lausnir fyrir þá sem hafa misst vinnuna og sértækar lausnir sniðnar að þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira