Hvað með almennan kosningarétt, er það góð hugmynd? Gunnar Smári Egilsson skrifar 9. september 2020 08:30 Í dag búa á Íslandi tæplega 37 þúsund manns á kosningaaldri sem fá ekki að kjósa til þings eða forseta. Þetta eru um 14% landsmanna átján ára og eldri. Fólkið í þessum hópi greiðir skatta og á margt undir því hvernig landinu eru stjórnað, en fær ekki að hafa áhrif á það vegna þess að þau eru ekki íslenskir ríkisborgarar. Þau hafa einskonar aukaaðild að þjóðfélaginu, hafa veikan tillögurétt en engan atkvæðarétt. Þau borga sömu skatta og greiða sömu gjöld og aðrir landsmenn, en hafa engin áhrif á verkefni ríkissjóðs. Þjóðríki er ekki samfélag Kosningaréttur til þings er aðeins veittur þeim sem hafa íslenskan ríkisborgararétt. Tæplega 47 þúsund íslenskir ríkisborgarar sem búa erlendis geta því kosið til þings, þótt þeir búi ekki hér og borgi hér enga skatta. Í síðustu kosningum voru á kjörskrá um 13.500 íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis. Yfir 33 þúsund voru fallin af kjörskrá, hafa búið erlendis lengur en átta ár og ekki sinnt því að kæra sig aftur inn á kjörskrá. Þetta er næstum jafn stór hópur og sem býr hér, tekur þátt í samfélaginu og borgar skatta til ríkisins, en fær ekki að kjósa. Þau sem vilja kjósa en fá það ekki eru aðeins fleiri en þau sem mega kjósa en vilja það ekki. Einhvern tímann í fyrndinni þótt snjallt að skilgreina ríkið út frá uppruna fólks og ríkisfangi. Það getur varla átt við lengur. Um aldamótin voru erlendir ríkisborgarar á Íslandi um 3% af fólki á kosningaaldri. Þegar kosningaréttur varð svo til almennur fyrir rúmri öld, og enn frekar 1934 þegar fátækasta fólkið fékk loks að kjósa, var hlutfall erlendra ríkisborgara enn lægra. Í dag er þetta hlutfall komið í 14%. Fullorðið fólk án kosningaréttar er fleira en kjósendur í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi, viðlíka margt og kjósendur í Suðurkjördæmi. Fullorðið fólk án kosningaréttar er ívið stærri hópur hlutfallslega á Íslandi en svartir í Bandaríkjunum, tvöfalt fleiri en íbúar þar sem ekki hafa kosningarétt vegna ríkisfangs. Auðvitað er það alltaf jafn óréttlátt gagnvart einstaklingi að banna honum að kjósa til þings í því landi sem hann býr. En þegar fjöldinn er orðinn svona mikill skaðar það ekki bara þá einstaklinga sem fá ekki að kjósa, heldur hefur þetta neikvæð áhrif á samfélagið allt; við fáum verra samfélag. Alþýðustjórnmál innleiddu nútímann Almennur kosningaréttur hafði mikil áhrif á stjórnmálin og samfélagið í okkar heimshluta á síðustu öld. Hér heima voru áhrifin afgerandi og augljós. Með almennum kosningarétti lauk stjórnmálum heimastjórnaráranna, stjórnmálum betri settra karla sem einir fengu að kjósa. Þetta gerðist ekki í skyndingu. Gömlu borgaralegu flokkarnir lifðu áfram en það voru flokkar, sem spruttu út úr öflugum almannahreyfingum, Framsóknarflokkur sem stjórnmálaarmur samvinnuhreyfingarinnar og Alþýðuflokkurinn sem stjórnmálaarmur verkalýðshreyfingarinnar, sem töluðu inn í nýja tíma og gerbreyttan kjósendahóp og mótuðu ný alþýðustjórnmál. Þessir flokkar náðu í raun völdum á Íslandi um miðjan þriðja áratuginn og héldu þeim fram að stríðslokum. Það var þetta bandalag samvinnu- og verkalýðshreyfingarinnar á grunni almenns kosningaréttar sem breytti Íslandi; ekki bara með því að innleiða réttindi launafólks, setja upp almannatryggingar, hefja uppbyggingu félagslegs húsnæðis, taka ákvarðanir um byggingu Landspítala og Þjóðleikhúss, reisa héraðsskóla um allt land o.s.frv. o.s.frv. heldur ekki síður með víðtækri atvinnuuppbyggingu á félagslegum grunni með samfélagslegu markmiði. Samvinnu-, ríkis- og sveitarfélagarekstur varð grunnur atvinnuuppbyggingar, uppbygging heilbrigðis- og menntakerfis og almannatrygginga varð grunnur velferðarkerfis og aukin réttindi og vernd alþýðunnar varð grunnur mannréttinda. Saman myndað þetta nýjan sáttmála samfélags, sem ekki var aðeins byggt upp út frá hagsmunum hinna ríku og valdamiklu. Og þessi samfélagssáttmáli hafði áhrif út fyrir hreyfingar almennings. Reykjavíkurborg undir forystu borgaralegra afla tók til dæmis forystu í samfélagslegum verkefnum, byggð upp rafmagns- og hitaveitur, og síðar bæjarútgerð. Það rann upp fyrir forystu borgarastéttarinnar að ef hún ætlaði að hafa einhver áhrif yrði hún að endurskapa stjórnmál sín og erindi svo það félli að þeim alþýðustjórnmálum sem voru orðin ríkjandi veruleiki. Það var kveikjan að stofnun Sjálfstæðisflokksins. Gagnbylting hinna ríku Endurkomu borgarastéttarinnar til valda má skipta í þrjú skref. Í fyrsta skrefinu náði Sjálfstæðisflokkurinn að kljúfa samstöðu þeirra flokka sem voru pólitískir armar samvinnu- og verkalýðshreyfingar. Það tókst í stríðslok með myndun nýsköpunarstjórnarinnar. Eftir það stýrði Sjálfstæðisflokkurinn landinu meira og minna, ýmist í samstarfi við flokka verkalýðshreyfingarinnar eða flokk samvinnuhreyfingarinnar. Í næsta skrefi kom Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir innan verkalýðshreyfingarinnar og klauf hana; fyrst í félögum verslunarfólks, sjómanna og iðnaðarmanna, en síðan einnig í félögum almenns verkafólks. Þetta leiddi til þess að alþýðan gat ekki sameinast lengur um sósíalísk markmið jöfnuðar og réttlætis, heldur varð hreyfingin að taka upp hægristefnu ef nýta átti samtakamáttinn. Eftir glæstan árangur á þriðja, fjórða, fimmta og fram á sjötta áratuginn þegar almannatryggingar, uppbygging velferðarkerfis og aukin réttindi og vernd almennings einkenndi baráttuna, tók við tímabil þar sem verkalýðshreyfingin lagði áherslu á séreignarstefnu í húsnæðismálum og sjóðasöfnun í lífeyrismálum, tók í raun upp stefnumál hægrimanna í stað sósíalískra leiða. Það var á þessum tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn vann með verkalýðshreyfingunni, ekki vegna þess að flokkurinn hafi fært sig til alþýðunnar heldur vegna þess að forysta verkalýðshreyfingarinnar færði sig til flokksins, kom með kröfur sem hann gat samþykkt vegna þess að þær snerust ekki um jöfnuð heldur um að láta verkafólk nota aðferðir borgarastéttarinnar til að byggja upp öryggi og velsæld; eignamyndun og sjóðasöfnun. Þegar horft er yfir sigra verkalýðshreyfingarinnar er sorglegt að sjá að það er fyrst og fremst frá stofnun Alþýðusambandsins og innleiðingar almenns kosningaréttar um miðjan annan áratuginn og fram á miðjan sjöunda áratuginn sem mikilvægustu sigrarnir vinnast, á tímabili sem hreyfingin er sósíalísk. Eftir það hallar hratt undan fæti. Og þegar kemur að þriðja skrefi gagnbyltingar borgarlegra afla er fyrirstaða verkalýðshreyfingarinnar nánast engin. Þetta þriðja skref kallast nýfrjálshyggja og einkennist af tilflutningi á félagslegum rekstri yfir til auðvaldsins; fyrst með því að bæjarútgerðir eru gefnar kapítalistum og í kjölfarið er landhelgin einkavædd, síðan með því að samvinnurekstur er ýmist lagður niður, seldur eða hreinlega stolið, þá með flutningi ríkisbanka og annarra ríkisfyrirtækja til valdafólks í viðskiptalífinu og síðan einkavæðingu innviða, velferðar- og grunnkerfa samfélagsins; svo sem húsnæðis-, heilbrigðis-, mennta- og vegakerfis. Viðspyrna verkalýðshreyfingarinnar var veik og í mörgu ýtti hún undir þessa þróun. Hún afstjórnmálavæddi sjálfa sig og gekkst inn á takmarkað hlutverk verkalýðshreyfingar innan nýfrjálshyggjunnar, að semja aðeins um kaup og kjör en vera ekki leiðandi afl varðandi kröfur um réttláta samfélagsuppbyggingu. Þegar auðvaldið hjó niður velferðarkerfi hins opinbera samdi verkalýðshreyfingin um að launafólk sjálft fjármagnaði sjúkrasjóði, endurhæfingu og húsnæðisuppbyggingu. Í stað þess að jöfnuður væri byggður upp á stighækkandi skattheimtu en jöfnum útgreiðslum var æ stærri hluti grunnkerfanna fjármagnaður af iðgjöldum og launatengdum gjöldum og útgreiðslurnar bundnar tekjum, þannig að kerfin framlengdu stéttaskiptingu og ójöfnuð vinnumarkaðarins inn í örorku og eftirlaun og nánast út fyrir gröf og dauða. Í almannatryggingakerfinu fékk fólk sömu greiðslu fyrir að vera gamalt eða óvinnufært en í nýja kerfinu fékk sá sem hafði haft hærri tekjur meira en láglaunafólkið. Í gegnum lífeyrissjóðina varð verkalýðshreyfingin síðan virkur gerandi í einkareknu viðskiptalífi, fjármagnar í dag í reynd valdastöðu helstu leikenda hins kapítalíska kerfis, ýtir undir samþjöppun, fákeppni og einokun og önnur slík sjúkdómseinkenni samfélagsins sem kapítalisminn býr til. Lýðræði hrörnar ef það er ekki vökvað Eins og samvinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin höfðu verið leiðandi afl á leið landsmanna úr vistarböndum hins staðnaða samfélags sveitanna og vinnuþrælkun frumbýlisára kapítalismans við sjávarsíðuna og skapað nútímasamfélag á Íslandi á fyrri hluta síðustu aldar; þannig tókst auðvaldinu að ná öllum völdum á Íslandi með skipulögðu pólitísku starfi. Nú er svo komið að við búum ekki við lýðræði heldur það sem kalla mætti alræði auðvaldsins, auðræði. Og þar sem hin auðugu ganga um almannasjóði, almannaeigur og auðlindir almennings sem sína eign getum við kallað þessa tegund auðræðis þjófræði. Það eru þjófarnir sem stýra landinu. Hvernig gat það gerst? Það er náttúrlega einföld ástæða fyrir því, auðvald hinna fáu er gríðarlegt afl sem drottnar yfir öllu nema fjöldinn sameinist og skipuleggi sig. Það sést af sögunni sem ég hef rakið. Meðan verkalýðs- og samvinnuhreyfingin voru raunverulegar alþýðuhreyfingar voru þær sterkar og náðu í raun völdum á Íslandi. Þegar þessar hreyfingar klíkuvæddust vegna veikrar lýðræðislegrar uppbyggingar veiktust þær og auðvaldið náði aftur völdum. Samvinnuhreyfingin hætti að snúast um hagsmuni félaga og tók að snúast um hagsmuni þaulsetinna kaupfélagsstjóra og kommissara hjá Sambandinu. Í lokin réðu þeir mestu sem tókst að sölsa undir sig eignir hreyfingarinnar. Stjórnmálaarmurinn, Framsóknarflokkurinn, þróaðist eins; var fyrst flokkur samvinnuhreyfingarinnar, eins sprota sósíalismans, næst flokkur kommissara hreyfingarinnar og loks stjórnmálaarmur þeirra sem hlupust á brott með eigur hennar. Verkalýðshreyfingin þróaðist eins. Í fyrstu voru baráttumálin óskalisti hinna fátæku og valdalitlu, síðan tók forystan meira mið af eigin hugmyndum og því meira sem forystan samsamaði sig við annað valda- og stjórnmálafólk og fann til minni samkenndar með hinum fátækustu og valdaminnstu. Eins og kommissarar samvinnuhreyfingarinnar urðu kommissarar verkalýðshreyfingarinnar og þeirra flokka sem hún gat af sér æ meira á eigin vegum og æ minna á vegum almennra félaga. Alþýðustjórnmálin, sem urðu til við stjórnálaþátttöku hinna sósíalísku verkalýðs- og samvinnuhreyfingar, umbreyttust í elítustjórnmál. Hin ráðandi elíta flokka og hreyfingar leit ekki lengur á auðvaldið sem andstæðing heldur samverkamann, taldi hlutverk sitt að stýra lýðnum í samstarf með auðvaldinu. Niðurlæging elítu VG og Framsóknar er algjör í dag, þegar þessir tveir flokkar taka höndum saman um að halda Sjálfstæðisflokknum við völd. Og þetta er ekki Sjálfstæðisflokkur fyrsta skrefs gagnbyltingar auðvaldsins eða annars skrefs, heldur elíta Sjálfstæðisflokks þriðja skrefs nýfrjálshyggjunnar, þegar flokkurinn er löngu hættur að vera fjöldahreyfing sem taka verður mið af vonum og væntingum fólks með ólíka félagslega stöðu og er orðinn baráttutæki hinna allra ríkustu. Klíkuvæðingin hefur nefnilega einnig leikið hægrið illa. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur fjöldahreyfing heldur gætir aðeins hagsmuna auðugustu fjármagnseigendanna og allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna. Sama má segja um SA, Viðskiptaráð, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og önnur slík hagsmunasamtök. Eins og vinstrið hefur yfirgefið sína grasrót þannig hefur hægrið líka svikið sitt bakland. Þetta er ekki séríslensk þróun heldur alþjóðleg, kallast járnhnefi klíkuvæðingar. Ef ekki eru hafðar uppi sérstakar varnir mun fámennur hópur ná undir sig flokkum og hreyfingum. Ef lýðræðið er ekki ræktað mun það hrörna og þau sem hafa mestu völdin fyrir, auðvaldið fyrst og fremst, mun geta varið völd sín innan þess og síðan aukið þau nánast óendanlega. Lítið til Bandaríkjanna ef þið trúið mér ekki. Þar er um margt rótgrónara og þróaðra lýðræðiskerfi en hér. Þar hefur auðvaldið hins vegar öll tök á kerfinu og ef þar var einhvern tímann von um að almennur kosningaréttur gæti getið af sér heilbrigð alþýðustjórnmál, þá er sá tími liðinn fyrir löngu. Í dag er almenningur í Bandaríkjunum varnarlaus gagnvart auðræðinu, á hvorki flokk né hreyfingu, ekki fjölmiðla né neinn vettvang til skoðanaskipta, ekki rödd og í raun ekkert nema götuna til að tjá vilja sinn og vonir. Ættum að prufa almennan kosningarétt Þá komum við að upphafinu. Í dag er 14% landsmanna á kosningaaldri án kosningaréttar. Þetta er fólk með erlent ríkisfang sem er líklegra til að vera í láglaunastörfum, líklegra til að vera á leigumarkaði og líklegra til að vera fátækt. Við erum því komin aftur fyrir 1934 þegar alþýðuhreyfingum á Ísland tókst að tryggja fátækasta fólkinu kosningarétt, þeim sem þegið höfðu sveitarstyrk. Um helmingur félaga í Eflingu hefur ekki kosningarétt til þings eða forseta. Meira en helmingur félaga í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur. Við búum í landi þar sem helmingur verkalýðsins sem stendur verst hefur verið sviptur kosningarétti. Og við búum í landi þar sem allt sem er mikils virði var byggt upp af baráttu hinna verst settu og þar sem rekja má alla vernd og réttindi almennings til samtakamáttar alþýðunnar. Við sjáum af sögunni hvað almennur kosningaréttur hafði víðtæk áhrif en líka hversu hratt auðvaldið gat brugðist við og hvað lýðræði hreyfinga og flokka almennings er viðkvæmt. Í raun má segja að jákvæð áhrif almenns kosningaréttar hafi einungis varað í um hálfa öld, að þeim tíma liðnum gat auðvaldið farið sínu fram að nýju. Í ljósi þessa er sorglegt að verkalýðshreyfingin skuli ekki berjast fyrir almennum kosningarétti. Saga hreyfingarinnar segir okkur að eina leiðin til að byggja hér upp gott og sanngjarnt samfélag er að gera það út frá hagsmunum og kröfum hinna verst settu. Með því að svipta um helming þess hóps kosningarétti, svo stjórnmálin þurfi ekkert tillit að taka til stöðu hinna fátæku, þeirra sem vinna mest fyrir lægstu laununum, fólkið sem er á jaðri húsnæðis- og vinnumarkaðar; erum við að draga úr lýðræðisaflinu og þar með möguleikanum til að hér verði byggt upp mannsæmandi samfélag. Sagan sýnir okkur að ef við látum auðvaldinu eftir völdin mun það skrúfa til baka alla sigra alþýðunnar á fyrri tíð. Það eru aðeins hin verst settu, þau sem upplifa mestan órétt og búa við verstu kjörin, sem geta vísað okkur til betri framtíðar. Það segir sagan. Við ættum að hlusta á hana. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag búa á Íslandi tæplega 37 þúsund manns á kosningaaldri sem fá ekki að kjósa til þings eða forseta. Þetta eru um 14% landsmanna átján ára og eldri. Fólkið í þessum hópi greiðir skatta og á margt undir því hvernig landinu eru stjórnað, en fær ekki að hafa áhrif á það vegna þess að þau eru ekki íslenskir ríkisborgarar. Þau hafa einskonar aukaaðild að þjóðfélaginu, hafa veikan tillögurétt en engan atkvæðarétt. Þau borga sömu skatta og greiða sömu gjöld og aðrir landsmenn, en hafa engin áhrif á verkefni ríkissjóðs. Þjóðríki er ekki samfélag Kosningaréttur til þings er aðeins veittur þeim sem hafa íslenskan ríkisborgararétt. Tæplega 47 þúsund íslenskir ríkisborgarar sem búa erlendis geta því kosið til þings, þótt þeir búi ekki hér og borgi hér enga skatta. Í síðustu kosningum voru á kjörskrá um 13.500 íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis. Yfir 33 þúsund voru fallin af kjörskrá, hafa búið erlendis lengur en átta ár og ekki sinnt því að kæra sig aftur inn á kjörskrá. Þetta er næstum jafn stór hópur og sem býr hér, tekur þátt í samfélaginu og borgar skatta til ríkisins, en fær ekki að kjósa. Þau sem vilja kjósa en fá það ekki eru aðeins fleiri en þau sem mega kjósa en vilja það ekki. Einhvern tímann í fyrndinni þótt snjallt að skilgreina ríkið út frá uppruna fólks og ríkisfangi. Það getur varla átt við lengur. Um aldamótin voru erlendir ríkisborgarar á Íslandi um 3% af fólki á kosningaaldri. Þegar kosningaréttur varð svo til almennur fyrir rúmri öld, og enn frekar 1934 þegar fátækasta fólkið fékk loks að kjósa, var hlutfall erlendra ríkisborgara enn lægra. Í dag er þetta hlutfall komið í 14%. Fullorðið fólk án kosningaréttar er fleira en kjósendur í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi, viðlíka margt og kjósendur í Suðurkjördæmi. Fullorðið fólk án kosningaréttar er ívið stærri hópur hlutfallslega á Íslandi en svartir í Bandaríkjunum, tvöfalt fleiri en íbúar þar sem ekki hafa kosningarétt vegna ríkisfangs. Auðvitað er það alltaf jafn óréttlátt gagnvart einstaklingi að banna honum að kjósa til þings í því landi sem hann býr. En þegar fjöldinn er orðinn svona mikill skaðar það ekki bara þá einstaklinga sem fá ekki að kjósa, heldur hefur þetta neikvæð áhrif á samfélagið allt; við fáum verra samfélag. Alþýðustjórnmál innleiddu nútímann Almennur kosningaréttur hafði mikil áhrif á stjórnmálin og samfélagið í okkar heimshluta á síðustu öld. Hér heima voru áhrifin afgerandi og augljós. Með almennum kosningarétti lauk stjórnmálum heimastjórnaráranna, stjórnmálum betri settra karla sem einir fengu að kjósa. Þetta gerðist ekki í skyndingu. Gömlu borgaralegu flokkarnir lifðu áfram en það voru flokkar, sem spruttu út úr öflugum almannahreyfingum, Framsóknarflokkur sem stjórnmálaarmur samvinnuhreyfingarinnar og Alþýðuflokkurinn sem stjórnmálaarmur verkalýðshreyfingarinnar, sem töluðu inn í nýja tíma og gerbreyttan kjósendahóp og mótuðu ný alþýðustjórnmál. Þessir flokkar náðu í raun völdum á Íslandi um miðjan þriðja áratuginn og héldu þeim fram að stríðslokum. Það var þetta bandalag samvinnu- og verkalýðshreyfingarinnar á grunni almenns kosningaréttar sem breytti Íslandi; ekki bara með því að innleiða réttindi launafólks, setja upp almannatryggingar, hefja uppbyggingu félagslegs húsnæðis, taka ákvarðanir um byggingu Landspítala og Þjóðleikhúss, reisa héraðsskóla um allt land o.s.frv. o.s.frv. heldur ekki síður með víðtækri atvinnuuppbyggingu á félagslegum grunni með samfélagslegu markmiði. Samvinnu-, ríkis- og sveitarfélagarekstur varð grunnur atvinnuuppbyggingar, uppbygging heilbrigðis- og menntakerfis og almannatrygginga varð grunnur velferðarkerfis og aukin réttindi og vernd alþýðunnar varð grunnur mannréttinda. Saman myndað þetta nýjan sáttmála samfélags, sem ekki var aðeins byggt upp út frá hagsmunum hinna ríku og valdamiklu. Og þessi samfélagssáttmáli hafði áhrif út fyrir hreyfingar almennings. Reykjavíkurborg undir forystu borgaralegra afla tók til dæmis forystu í samfélagslegum verkefnum, byggð upp rafmagns- og hitaveitur, og síðar bæjarútgerð. Það rann upp fyrir forystu borgarastéttarinnar að ef hún ætlaði að hafa einhver áhrif yrði hún að endurskapa stjórnmál sín og erindi svo það félli að þeim alþýðustjórnmálum sem voru orðin ríkjandi veruleiki. Það var kveikjan að stofnun Sjálfstæðisflokksins. Gagnbylting hinna ríku Endurkomu borgarastéttarinnar til valda má skipta í þrjú skref. Í fyrsta skrefinu náði Sjálfstæðisflokkurinn að kljúfa samstöðu þeirra flokka sem voru pólitískir armar samvinnu- og verkalýðshreyfingar. Það tókst í stríðslok með myndun nýsköpunarstjórnarinnar. Eftir það stýrði Sjálfstæðisflokkurinn landinu meira og minna, ýmist í samstarfi við flokka verkalýðshreyfingarinnar eða flokk samvinnuhreyfingarinnar. Í næsta skrefi kom Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir innan verkalýðshreyfingarinnar og klauf hana; fyrst í félögum verslunarfólks, sjómanna og iðnaðarmanna, en síðan einnig í félögum almenns verkafólks. Þetta leiddi til þess að alþýðan gat ekki sameinast lengur um sósíalísk markmið jöfnuðar og réttlætis, heldur varð hreyfingin að taka upp hægristefnu ef nýta átti samtakamáttinn. Eftir glæstan árangur á þriðja, fjórða, fimmta og fram á sjötta áratuginn þegar almannatryggingar, uppbygging velferðarkerfis og aukin réttindi og vernd almennings einkenndi baráttuna, tók við tímabil þar sem verkalýðshreyfingin lagði áherslu á séreignarstefnu í húsnæðismálum og sjóðasöfnun í lífeyrismálum, tók í raun upp stefnumál hægrimanna í stað sósíalískra leiða. Það var á þessum tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn vann með verkalýðshreyfingunni, ekki vegna þess að flokkurinn hafi fært sig til alþýðunnar heldur vegna þess að forysta verkalýðshreyfingarinnar færði sig til flokksins, kom með kröfur sem hann gat samþykkt vegna þess að þær snerust ekki um jöfnuð heldur um að láta verkafólk nota aðferðir borgarastéttarinnar til að byggja upp öryggi og velsæld; eignamyndun og sjóðasöfnun. Þegar horft er yfir sigra verkalýðshreyfingarinnar er sorglegt að sjá að það er fyrst og fremst frá stofnun Alþýðusambandsins og innleiðingar almenns kosningaréttar um miðjan annan áratuginn og fram á miðjan sjöunda áratuginn sem mikilvægustu sigrarnir vinnast, á tímabili sem hreyfingin er sósíalísk. Eftir það hallar hratt undan fæti. Og þegar kemur að þriðja skrefi gagnbyltingar borgarlegra afla er fyrirstaða verkalýðshreyfingarinnar nánast engin. Þetta þriðja skref kallast nýfrjálshyggja og einkennist af tilflutningi á félagslegum rekstri yfir til auðvaldsins; fyrst með því að bæjarútgerðir eru gefnar kapítalistum og í kjölfarið er landhelgin einkavædd, síðan með því að samvinnurekstur er ýmist lagður niður, seldur eða hreinlega stolið, þá með flutningi ríkisbanka og annarra ríkisfyrirtækja til valdafólks í viðskiptalífinu og síðan einkavæðingu innviða, velferðar- og grunnkerfa samfélagsins; svo sem húsnæðis-, heilbrigðis-, mennta- og vegakerfis. Viðspyrna verkalýðshreyfingarinnar var veik og í mörgu ýtti hún undir þessa þróun. Hún afstjórnmálavæddi sjálfa sig og gekkst inn á takmarkað hlutverk verkalýðshreyfingar innan nýfrjálshyggjunnar, að semja aðeins um kaup og kjör en vera ekki leiðandi afl varðandi kröfur um réttláta samfélagsuppbyggingu. Þegar auðvaldið hjó niður velferðarkerfi hins opinbera samdi verkalýðshreyfingin um að launafólk sjálft fjármagnaði sjúkrasjóði, endurhæfingu og húsnæðisuppbyggingu. Í stað þess að jöfnuður væri byggður upp á stighækkandi skattheimtu en jöfnum útgreiðslum var æ stærri hluti grunnkerfanna fjármagnaður af iðgjöldum og launatengdum gjöldum og útgreiðslurnar bundnar tekjum, þannig að kerfin framlengdu stéttaskiptingu og ójöfnuð vinnumarkaðarins inn í örorku og eftirlaun og nánast út fyrir gröf og dauða. Í almannatryggingakerfinu fékk fólk sömu greiðslu fyrir að vera gamalt eða óvinnufært en í nýja kerfinu fékk sá sem hafði haft hærri tekjur meira en láglaunafólkið. Í gegnum lífeyrissjóðina varð verkalýðshreyfingin síðan virkur gerandi í einkareknu viðskiptalífi, fjármagnar í dag í reynd valdastöðu helstu leikenda hins kapítalíska kerfis, ýtir undir samþjöppun, fákeppni og einokun og önnur slík sjúkdómseinkenni samfélagsins sem kapítalisminn býr til. Lýðræði hrörnar ef það er ekki vökvað Eins og samvinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin höfðu verið leiðandi afl á leið landsmanna úr vistarböndum hins staðnaða samfélags sveitanna og vinnuþrælkun frumbýlisára kapítalismans við sjávarsíðuna og skapað nútímasamfélag á Íslandi á fyrri hluta síðustu aldar; þannig tókst auðvaldinu að ná öllum völdum á Íslandi með skipulögðu pólitísku starfi. Nú er svo komið að við búum ekki við lýðræði heldur það sem kalla mætti alræði auðvaldsins, auðræði. Og þar sem hin auðugu ganga um almannasjóði, almannaeigur og auðlindir almennings sem sína eign getum við kallað þessa tegund auðræðis þjófræði. Það eru þjófarnir sem stýra landinu. Hvernig gat það gerst? Það er náttúrlega einföld ástæða fyrir því, auðvald hinna fáu er gríðarlegt afl sem drottnar yfir öllu nema fjöldinn sameinist og skipuleggi sig. Það sést af sögunni sem ég hef rakið. Meðan verkalýðs- og samvinnuhreyfingin voru raunverulegar alþýðuhreyfingar voru þær sterkar og náðu í raun völdum á Íslandi. Þegar þessar hreyfingar klíkuvæddust vegna veikrar lýðræðislegrar uppbyggingar veiktust þær og auðvaldið náði aftur völdum. Samvinnuhreyfingin hætti að snúast um hagsmuni félaga og tók að snúast um hagsmuni þaulsetinna kaupfélagsstjóra og kommissara hjá Sambandinu. Í lokin réðu þeir mestu sem tókst að sölsa undir sig eignir hreyfingarinnar. Stjórnmálaarmurinn, Framsóknarflokkurinn, þróaðist eins; var fyrst flokkur samvinnuhreyfingarinnar, eins sprota sósíalismans, næst flokkur kommissara hreyfingarinnar og loks stjórnmálaarmur þeirra sem hlupust á brott með eigur hennar. Verkalýðshreyfingin þróaðist eins. Í fyrstu voru baráttumálin óskalisti hinna fátæku og valdalitlu, síðan tók forystan meira mið af eigin hugmyndum og því meira sem forystan samsamaði sig við annað valda- og stjórnmálafólk og fann til minni samkenndar með hinum fátækustu og valdaminnstu. Eins og kommissarar samvinnuhreyfingarinnar urðu kommissarar verkalýðshreyfingarinnar og þeirra flokka sem hún gat af sér æ meira á eigin vegum og æ minna á vegum almennra félaga. Alþýðustjórnmálin, sem urðu til við stjórnálaþátttöku hinna sósíalísku verkalýðs- og samvinnuhreyfingar, umbreyttust í elítustjórnmál. Hin ráðandi elíta flokka og hreyfingar leit ekki lengur á auðvaldið sem andstæðing heldur samverkamann, taldi hlutverk sitt að stýra lýðnum í samstarf með auðvaldinu. Niðurlæging elítu VG og Framsóknar er algjör í dag, þegar þessir tveir flokkar taka höndum saman um að halda Sjálfstæðisflokknum við völd. Og þetta er ekki Sjálfstæðisflokkur fyrsta skrefs gagnbyltingar auðvaldsins eða annars skrefs, heldur elíta Sjálfstæðisflokks þriðja skrefs nýfrjálshyggjunnar, þegar flokkurinn er löngu hættur að vera fjöldahreyfing sem taka verður mið af vonum og væntingum fólks með ólíka félagslega stöðu og er orðinn baráttutæki hinna allra ríkustu. Klíkuvæðingin hefur nefnilega einnig leikið hægrið illa. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur fjöldahreyfing heldur gætir aðeins hagsmuna auðugustu fjármagnseigendanna og allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna. Sama má segja um SA, Viðskiptaráð, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og önnur slík hagsmunasamtök. Eins og vinstrið hefur yfirgefið sína grasrót þannig hefur hægrið líka svikið sitt bakland. Þetta er ekki séríslensk þróun heldur alþjóðleg, kallast járnhnefi klíkuvæðingar. Ef ekki eru hafðar uppi sérstakar varnir mun fámennur hópur ná undir sig flokkum og hreyfingum. Ef lýðræðið er ekki ræktað mun það hrörna og þau sem hafa mestu völdin fyrir, auðvaldið fyrst og fremst, mun geta varið völd sín innan þess og síðan aukið þau nánast óendanlega. Lítið til Bandaríkjanna ef þið trúið mér ekki. Þar er um margt rótgrónara og þróaðra lýðræðiskerfi en hér. Þar hefur auðvaldið hins vegar öll tök á kerfinu og ef þar var einhvern tímann von um að almennur kosningaréttur gæti getið af sér heilbrigð alþýðustjórnmál, þá er sá tími liðinn fyrir löngu. Í dag er almenningur í Bandaríkjunum varnarlaus gagnvart auðræðinu, á hvorki flokk né hreyfingu, ekki fjölmiðla né neinn vettvang til skoðanaskipta, ekki rödd og í raun ekkert nema götuna til að tjá vilja sinn og vonir. Ættum að prufa almennan kosningarétt Þá komum við að upphafinu. Í dag er 14% landsmanna á kosningaaldri án kosningaréttar. Þetta er fólk með erlent ríkisfang sem er líklegra til að vera í láglaunastörfum, líklegra til að vera á leigumarkaði og líklegra til að vera fátækt. Við erum því komin aftur fyrir 1934 þegar alþýðuhreyfingum á Ísland tókst að tryggja fátækasta fólkinu kosningarétt, þeim sem þegið höfðu sveitarstyrk. Um helmingur félaga í Eflingu hefur ekki kosningarétt til þings eða forseta. Meira en helmingur félaga í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur. Við búum í landi þar sem helmingur verkalýðsins sem stendur verst hefur verið sviptur kosningarétti. Og við búum í landi þar sem allt sem er mikils virði var byggt upp af baráttu hinna verst settu og þar sem rekja má alla vernd og réttindi almennings til samtakamáttar alþýðunnar. Við sjáum af sögunni hvað almennur kosningaréttur hafði víðtæk áhrif en líka hversu hratt auðvaldið gat brugðist við og hvað lýðræði hreyfinga og flokka almennings er viðkvæmt. Í raun má segja að jákvæð áhrif almenns kosningaréttar hafi einungis varað í um hálfa öld, að þeim tíma liðnum gat auðvaldið farið sínu fram að nýju. Í ljósi þessa er sorglegt að verkalýðshreyfingin skuli ekki berjast fyrir almennum kosningarétti. Saga hreyfingarinnar segir okkur að eina leiðin til að byggja hér upp gott og sanngjarnt samfélag er að gera það út frá hagsmunum og kröfum hinna verst settu. Með því að svipta um helming þess hóps kosningarétti, svo stjórnmálin þurfi ekkert tillit að taka til stöðu hinna fátæku, þeirra sem vinna mest fyrir lægstu laununum, fólkið sem er á jaðri húsnæðis- og vinnumarkaðar; erum við að draga úr lýðræðisaflinu og þar með möguleikanum til að hér verði byggt upp mannsæmandi samfélag. Sagan sýnir okkur að ef við látum auðvaldinu eftir völdin mun það skrúfa til baka alla sigra alþýðunnar á fyrri tíð. Það eru aðeins hin verst settu, þau sem upplifa mestan órétt og búa við verstu kjörin, sem geta vísað okkur til betri framtíðar. Það segir sagan. Við ættum að hlusta á hana. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun