Fyrrverandi hermenn viðurkenna ódæði gegn Róhingjum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2020 19:54 Hermenn og hópar vopnaðra manna brenndu fjölda þorpa til grunna og frömdu ýmis ódæði gegn Róhingjum í Mjanmar árið 2017. Vísir/AP Tveir hermenn, sem gerðust liðhlaupar frá her Mjanmar eða Búrma, hafa játað á myndbandsupptöku að yfirmenn þeirra hafi skipað þeim að fremja stríðsglæpi gegn Róhingjum. Þeir segja yfirmenn þeirra hafa gefið þeim þær skipanir að „skjóta alla sem þið sjáið og alla sem þið heyrið í“. Þetta er líklegast í fyrsta sinn sem hermenn ríkisins viðurkenna stríðsglæpi. Mennirnir hafa verið fluttir til Haag og færðir fyrir rannsakendur Alþjóðasakamáladómstólsins, sem hefur meinta stríðsglæpi yfirvalda í Mjanmar til rannsóknar. Í ágúst 2017 byrjuðu Róhingjar að streyma frá Mjanmar til Bangladess. Þau sögðust á flótta undan sókn hers Mjanmars og sögðu að heilu þorpin hefðu verið þurrkuð út. Fregnir bárust einnig af fjölmörgum ódæðum eins og fjöldanauðgunum og aftökum. Þúsundir eru sagðir hafa verið myrtir. Minnst 700 þúsund manns flúðu land og síðan þá hafa yfirvöld í Mjanmar verið sökuð um og kærð fyrir þjóðarmorð. Ríkisstjórn landsins þvertekur þó fyrir að brotið hafi verið á Róhingjum. Þó þeir búi í Rakhinehéraði í Mjanmar, og hafa gert lengi, eru þau í raun án ríkisfangs og yfirvöld ríkisins hafa lagt til að fólkið hafi brennt eigin þorp með því markmiði að fá athygli á heimsvísu. New York Times hefur tekið saman myndir frá 2017 sem sýna hvernig fjöldi þorpa voru brennd til grunna. Mannréttindasamtökin Fortify Rights segja hermennina tvo heita Myo Win Tun sem er 33 ára, og Zaw Naing Tun, sem er þrítugur. Þeir voru í sitt hvorri herdeildinni en gerðust liðhlaupar og enduðu í haldi Arakan-hersins. Það eru skæruliðasamtök Róhingja. Í frétt AP segir að frásagnir mannanna séu í takt við aðrar heimildir frá Mjanmar og Bangladess. Myo Win Tun sagði hann og hermennina í sinni herdeild hafa drepið og grafið 30 manns í árás á eitt þorp. Átta konur, sjö börn og fimmtán menn og eldra fólk. Þá stálu þeir einnig af heimilum fólksins. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í fyrra, sagði að yfirvöld í Mjanmar hefðu gert lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir ódæði í landinu og þau hefðu ekki verið rannsökuð. Talið er að enn haldi um 600 þúsund Róhingjar til í Mjanmar. Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Bangladess Tengdar fréttir Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52 Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10 Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Sjá meira
Tveir hermenn, sem gerðust liðhlaupar frá her Mjanmar eða Búrma, hafa játað á myndbandsupptöku að yfirmenn þeirra hafi skipað þeim að fremja stríðsglæpi gegn Róhingjum. Þeir segja yfirmenn þeirra hafa gefið þeim þær skipanir að „skjóta alla sem þið sjáið og alla sem þið heyrið í“. Þetta er líklegast í fyrsta sinn sem hermenn ríkisins viðurkenna stríðsglæpi. Mennirnir hafa verið fluttir til Haag og færðir fyrir rannsakendur Alþjóðasakamáladómstólsins, sem hefur meinta stríðsglæpi yfirvalda í Mjanmar til rannsóknar. Í ágúst 2017 byrjuðu Róhingjar að streyma frá Mjanmar til Bangladess. Þau sögðust á flótta undan sókn hers Mjanmars og sögðu að heilu þorpin hefðu verið þurrkuð út. Fregnir bárust einnig af fjölmörgum ódæðum eins og fjöldanauðgunum og aftökum. Þúsundir eru sagðir hafa verið myrtir. Minnst 700 þúsund manns flúðu land og síðan þá hafa yfirvöld í Mjanmar verið sökuð um og kærð fyrir þjóðarmorð. Ríkisstjórn landsins þvertekur þó fyrir að brotið hafi verið á Róhingjum. Þó þeir búi í Rakhinehéraði í Mjanmar, og hafa gert lengi, eru þau í raun án ríkisfangs og yfirvöld ríkisins hafa lagt til að fólkið hafi brennt eigin þorp með því markmiði að fá athygli á heimsvísu. New York Times hefur tekið saman myndir frá 2017 sem sýna hvernig fjöldi þorpa voru brennd til grunna. Mannréttindasamtökin Fortify Rights segja hermennina tvo heita Myo Win Tun sem er 33 ára, og Zaw Naing Tun, sem er þrítugur. Þeir voru í sitt hvorri herdeildinni en gerðust liðhlaupar og enduðu í haldi Arakan-hersins. Það eru skæruliðasamtök Róhingja. Í frétt AP segir að frásagnir mannanna séu í takt við aðrar heimildir frá Mjanmar og Bangladess. Myo Win Tun sagði hann og hermennina í sinni herdeild hafa drepið og grafið 30 manns í árás á eitt þorp. Átta konur, sjö börn og fimmtán menn og eldra fólk. Þá stálu þeir einnig af heimilum fólksins. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í fyrra, sagði að yfirvöld í Mjanmar hefðu gert lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir ódæði í landinu og þau hefðu ekki verið rannsökuð. Talið er að enn haldi um 600 þúsund Róhingjar til í Mjanmar.
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Bangladess Tengdar fréttir Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52 Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10 Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Sjá meira
Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52
Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10
Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02