Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. september 2020 20:55 Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Jóhanna Gunnarsdóttir er móðir drengs í fjórða bekk. Þegar hann var að klára annan bekk í grunnskóla vöknuðu grunsemdir hjá foreldrum og kennurum um að eitthvað væri að hrjá hann. Allt skólaár þriðja bekkjar fór í að greina drenginn hjá skólasálfræðingi og var hann að lokum greindur með ADHD í vor. „Mér var rétt greiningin og sagt til hamingju nú er greining komin. Nú ferð þú bara til læknis og færð aðstoðina,“ segir Jóhanna. Hafði hún þá samband við heimilislækni sem tjáði henni að hann vissi ekki um neinn lækni sem tæki við nýjum sjúklingum. „Svo sagði hann ef þú finnur einhverja lækna, hafðu þá samband við mig og ég skal gefa þér beiðni þangað.“ Hún hafði þá sjálf samband við lækna en kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Alls staðar sem ég hringdi. Ég hringdi ekki á einn, tvo, þrjá staði. Ég hringdi á marga staði og eina svarið sem ég fékk var því miður við tökum ekki við nýjum krökkum,“ segir Jóhanna. Hún segir alvarlegt að geta ekki treyst á kerfið til að hjálpa börnum í vanda. „Það er enga hjálp að fá. Eina sem okkur var sagt að gera var að hafa samband við einhvern sem þekkir einhvern sem getur pínt einhvern til að taka hann að sér. Og ef þetta er staðan á Íslandi þá erum við í alvarlegum málum.“ Hún segir að þessu fylgir mikil vanlíðan fyrir drenginn. „Vöntunin er að heilsugæslan viti hvert á að leita og hvert á að beina manni. En það er auðvitað ekki hægt að beina manni neitt nema það séu læknar til.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Jóhanna Gunnarsdóttir er móðir drengs í fjórða bekk. Þegar hann var að klára annan bekk í grunnskóla vöknuðu grunsemdir hjá foreldrum og kennurum um að eitthvað væri að hrjá hann. Allt skólaár þriðja bekkjar fór í að greina drenginn hjá skólasálfræðingi og var hann að lokum greindur með ADHD í vor. „Mér var rétt greiningin og sagt til hamingju nú er greining komin. Nú ferð þú bara til læknis og færð aðstoðina,“ segir Jóhanna. Hafði hún þá samband við heimilislækni sem tjáði henni að hann vissi ekki um neinn lækni sem tæki við nýjum sjúklingum. „Svo sagði hann ef þú finnur einhverja lækna, hafðu þá samband við mig og ég skal gefa þér beiðni þangað.“ Hún hafði þá sjálf samband við lækna en kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Alls staðar sem ég hringdi. Ég hringdi ekki á einn, tvo, þrjá staði. Ég hringdi á marga staði og eina svarið sem ég fékk var því miður við tökum ekki við nýjum krökkum,“ segir Jóhanna. Hún segir alvarlegt að geta ekki treyst á kerfið til að hjálpa börnum í vanda. „Það er enga hjálp að fá. Eina sem okkur var sagt að gera var að hafa samband við einhvern sem þekkir einhvern sem getur pínt einhvern til að taka hann að sér. Og ef þetta er staðan á Íslandi þá erum við í alvarlegum málum.“ Hún segir að þessu fylgir mikil vanlíðan fyrir drenginn. „Vöntunin er að heilsugæslan viti hvert á að leita og hvert á að beina manni. En það er auðvitað ekki hægt að beina manni neitt nema það séu læknar til.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira