Lífið

Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Netflix þættirnir Good Girls hafa vakið mikla athygli.
Netflix þættirnir Good Girls hafa vakið mikla athygli. Aðsend mynd

Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013.

Það voru framleiðendur þáttanna sem óskuðu eftir laginu í kjölfar samstarfs útgáfufyrirtækisins Öldu Music og HyperExtension í Los Angeles, sem sérhæfir sig í að koma tónlist á framfæri í kvikmyndum og þáttum í Bandaríkjunum. Með aðalhlutverk í Good Girls fara þær Christina Hendricks, Mae Whitman og Retta en þær leika úthverfamæður í Michigan sem leiðast út á braut glæpa.

Halleluwah skipa Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir.Mynd/Sigga Ella

Í sumar gaf Rakel Mjöll út plötuna So When You Gonna með hljómsveit sinni Dream Wife og komst platan á lista yfir mest seldu plötur í Bretlandi. En hún er fjórða íslenska konan til að komast á þann lista, samkvæmt upplýsingum frá Öldu Music.

Hér fyrir neðan má finna myndbandið við lagið Dior.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.