Mildur við stórútgerðina grimmur við trillukarla Arnar Atlason skrifar 9. september 2020 14:00 Í stjórnsýslu hverrar þjóðar er það öðru mikilvægara að jafnræðisreglan sé viðhöfð. Að sama skapi verða þeir er til æðstu embætta þjóðar veljast að vera yfir allan vafa hafnir, er kemur að áhrifum vegna vina og kunningjatengsla. Sama gildir um tengsl við hagsmunahópa sem mikið hafa um málefnin að segja. Í þessu sambandi er athyglisvert að horfa til ákvarðana er teknar hafa verið tengt íslenskum sjávarútvegi undanfarið. Jón og séra Jón Nú í ágúst mánuði myndaðist mikill þrýstingur meðal strandveiðimanna um að bætt yrði óverulega við heimildir þeirra svo þeim gæti orðið mögulegt að stunda veiðar til ágústloka. Málið snerist ekki um fleiri þúsund eða tugi þúsunda tonna heldur einungis á bilinu 1000-1500 tonn. Ákvörðunin snerist um það hvort nokkur hundruð einstaklingar yrðu atvinnulausir, seinni hluta mánaðarins. Tonn þessi höfðu reyndar að stóru leiti fallið dauð niður árið áður þar sem ekki hafði náðst að veiða þau. Ákvörðun ráðuneytis er um málið fjallar var að ekki væri unnt að verða við beiðni Landssambands smábátaeigenda. Að sama skapi var ekki orðið við beiðni um að veiðar yrðu framlengdar út september mánuð. Á svipuðum tíma þó nokkru fyrr var tekin fyrir beiðni í sama ráðuneyti þess efnis að auka heimild handhafa veiðiheimilda til að færa 10% meira af heimildum milli ára vegna Covid 19. Þarna er um að ræða aðgerð sem gat valdið því að 20-30 þúsund tonn yrðu ekki veidd fyrr en ári seinna. Á tímum aukins atvinnuleysis er athyglisvert að það blasir við að þessi aðgerð ein og sér leiðir til aukins atvinnuleysis til skemmri tíma. Erindið var samþykkt í ráðuneytinu og heimildin aukin um 10%. Fjölgum störfum við fiskvinnslu Samtök Fiskframleiðenda og Útflytjenda hafa um áraráðir farið þess á leit, við ráðuneyti sem um sjávarútveg fjalla, að leitað verði allra leiða til þess að ýta undir fullvinnslu fisks á Íslandi með það að markmiði að auka þjóðarhag. Ítrekað hefur verið bent á að þjóðin verði af þjóðartekjum þó svo einstaka útgerð beri hag af útflutningi starfa með þessum hætti. Skemmst er að minnast þess að á síðasta ári var útflutningur þessi liðlega 50 þúsund tonn og má heimfæra að það þýði að nokkur hundruð störf í landinu tapist auk fylgjandi þjóðartekna. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að línutvöföldun var aflögð. Veiðiheimildum sem þar voru nýttar voru teknar og úthlutað til handhafa veiðiheimildanna. Ráðstöfunin byggði á línuveiðum. Skilyrði sem leiddi til fleiri starfa sem og aukinnar verðmætasköpunnar innanlands. Tugþúsundir tonna til fullvinnslu erlendis Reglum varðandi útflutning á óunnum afla var jafnframt breitt fyrir nokkrum árum síðan. Á þann máta að nú eru það ekki lengur opinberar upplýsingar hverjir flytja afla út með þessum hætti. Handhafar veiðiheimildanna geta þannig alfarið komist hjá vinnslu afla hér innanlands ef þeim sýnist svo. Þeir flytja nú þegar tugþúsundir tonna úr landi með þessum hætti. Sjávarútvegsráðherra hefur alfarið valið að skipta sér ekki af þessu á nokkurn hátt, hvorki með því að ýta undir vinnslu hér innanlands eða hamla útflutning þessum á nokkurn hátt. Fákeppni orðið raunverulegt vandamál Núverandi ráðherra sjávarútvegsmála, skipaði á árinu 2019 starfshóp sem fara skyldi ofan í kjölin á þremur atriðum sem betur mættu fara í íslenskum sjávarútvegi. Brottkast fisks, svindl við vigtun afla og óeðlilega mikla samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Ráðherra setti reyndar ekki þennan starfshóp saman sjálfviljugur heldur hafði Ríkisendurskoðun gert alvarlegar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með þessum þáttum. Fiskistofu ber að fylgjast með þeim en þeir sem til þekkja vita að það gerir hún veikum mætti. Frumvarp ráðherra í framhaldi af vinnu starfshópsins er að mínu viti vonbrigði. Fákeppni í íslenskum sjávarútvegi er orðið raunverulegt vandamál sem þeir sjá sem vilja. Gullegg íslenskrar þjóðar Sjávarútvegur, hvort sem um ræðir veiðar, vinnslu, tækniþróun eða markaðssetningu, er og verður gullegg íslenskrar þjóðar. Ef ekki er hugað að grundvallar samkeppnis þáttum sem honum tengjast og sett raunveruleg markmið um aukin hagvöxt vegna hans, mun íslensk þjóð verða af gríðarlegum verðmætum. Það er á ábyrgð fólks á æðstu ábyrgðastigum okkar að sjá til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Atlason Sjávarútvegur Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í stjórnsýslu hverrar þjóðar er það öðru mikilvægara að jafnræðisreglan sé viðhöfð. Að sama skapi verða þeir er til æðstu embætta þjóðar veljast að vera yfir allan vafa hafnir, er kemur að áhrifum vegna vina og kunningjatengsla. Sama gildir um tengsl við hagsmunahópa sem mikið hafa um málefnin að segja. Í þessu sambandi er athyglisvert að horfa til ákvarðana er teknar hafa verið tengt íslenskum sjávarútvegi undanfarið. Jón og séra Jón Nú í ágúst mánuði myndaðist mikill þrýstingur meðal strandveiðimanna um að bætt yrði óverulega við heimildir þeirra svo þeim gæti orðið mögulegt að stunda veiðar til ágústloka. Málið snerist ekki um fleiri þúsund eða tugi þúsunda tonna heldur einungis á bilinu 1000-1500 tonn. Ákvörðunin snerist um það hvort nokkur hundruð einstaklingar yrðu atvinnulausir, seinni hluta mánaðarins. Tonn þessi höfðu reyndar að stóru leiti fallið dauð niður árið áður þar sem ekki hafði náðst að veiða þau. Ákvörðun ráðuneytis er um málið fjallar var að ekki væri unnt að verða við beiðni Landssambands smábátaeigenda. Að sama skapi var ekki orðið við beiðni um að veiðar yrðu framlengdar út september mánuð. Á svipuðum tíma þó nokkru fyrr var tekin fyrir beiðni í sama ráðuneyti þess efnis að auka heimild handhafa veiðiheimilda til að færa 10% meira af heimildum milli ára vegna Covid 19. Þarna er um að ræða aðgerð sem gat valdið því að 20-30 þúsund tonn yrðu ekki veidd fyrr en ári seinna. Á tímum aukins atvinnuleysis er athyglisvert að það blasir við að þessi aðgerð ein og sér leiðir til aukins atvinnuleysis til skemmri tíma. Erindið var samþykkt í ráðuneytinu og heimildin aukin um 10%. Fjölgum störfum við fiskvinnslu Samtök Fiskframleiðenda og Útflytjenda hafa um áraráðir farið þess á leit, við ráðuneyti sem um sjávarútveg fjalla, að leitað verði allra leiða til þess að ýta undir fullvinnslu fisks á Íslandi með það að markmiði að auka þjóðarhag. Ítrekað hefur verið bent á að þjóðin verði af þjóðartekjum þó svo einstaka útgerð beri hag af útflutningi starfa með þessum hætti. Skemmst er að minnast þess að á síðasta ári var útflutningur þessi liðlega 50 þúsund tonn og má heimfæra að það þýði að nokkur hundruð störf í landinu tapist auk fylgjandi þjóðartekna. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að línutvöföldun var aflögð. Veiðiheimildum sem þar voru nýttar voru teknar og úthlutað til handhafa veiðiheimildanna. Ráðstöfunin byggði á línuveiðum. Skilyrði sem leiddi til fleiri starfa sem og aukinnar verðmætasköpunnar innanlands. Tugþúsundir tonna til fullvinnslu erlendis Reglum varðandi útflutning á óunnum afla var jafnframt breitt fyrir nokkrum árum síðan. Á þann máta að nú eru það ekki lengur opinberar upplýsingar hverjir flytja afla út með þessum hætti. Handhafar veiðiheimildanna geta þannig alfarið komist hjá vinnslu afla hér innanlands ef þeim sýnist svo. Þeir flytja nú þegar tugþúsundir tonna úr landi með þessum hætti. Sjávarútvegsráðherra hefur alfarið valið að skipta sér ekki af þessu á nokkurn hátt, hvorki með því að ýta undir vinnslu hér innanlands eða hamla útflutning þessum á nokkurn hátt. Fákeppni orðið raunverulegt vandamál Núverandi ráðherra sjávarútvegsmála, skipaði á árinu 2019 starfshóp sem fara skyldi ofan í kjölin á þremur atriðum sem betur mættu fara í íslenskum sjávarútvegi. Brottkast fisks, svindl við vigtun afla og óeðlilega mikla samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Ráðherra setti reyndar ekki þennan starfshóp saman sjálfviljugur heldur hafði Ríkisendurskoðun gert alvarlegar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með þessum þáttum. Fiskistofu ber að fylgjast með þeim en þeir sem til þekkja vita að það gerir hún veikum mætti. Frumvarp ráðherra í framhaldi af vinnu starfshópsins er að mínu viti vonbrigði. Fákeppni í íslenskum sjávarútvegi er orðið raunverulegt vandamál sem þeir sjá sem vilja. Gullegg íslenskrar þjóðar Sjávarútvegur, hvort sem um ræðir veiðar, vinnslu, tækniþróun eða markaðssetningu, er og verður gullegg íslenskrar þjóðar. Ef ekki er hugað að grundvallar samkeppnis þáttum sem honum tengjast og sett raunveruleg markmið um aukin hagvöxt vegna hans, mun íslensk þjóð verða af gríðarlegum verðmætum. Það er á ábyrgð fólks á æðstu ábyrgðastigum okkar að sjá til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun