Opnast líklega fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í útlöndum í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2020 12:08 Gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni hefur fallið um 20 prósent frá upphafi kórónufaraldursins. Kemur sér vel fyrir útflutningsgreinar en illa fyrir innflutning og Íslendinga á ferðalögum í útlöndum eða í netverslunum. Getty/Dinendra Haria/SOPA Images/LightRocket Líklegt er að samkomulag lífeyrissjóða og Seðlabanka um að þeir haldi sér til hlés í fjárfestingum í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum verði ekki endurnýjað þegar það rennur út seinnipartinn í næstu viku. Lífeyrissjóðirnir gerðu fyrst þriggja mánaða hlé á gjaldeyriskaupum til erlendra fjárfestinga í samráði við Seðlabankann hinn 17. mars í upphafi kórónufaraldurins. Það samkomulag var síðan endurnýjað til annarra þriggja mánaða hinn 15. júní og rennur út á fimmtudag í næstu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur þegar gengi krónunnar hafði fallið um 20 prósent í upphafi kórónufaraldursins. Nú hefur það fallið um 20 prósent.Vísir/Vilhelm Þegar lífeyrissjóðirnir samþykktu fyrst í mars að gera hlé á erlendum fjárfestingum fagnaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri því á fréttamannafundi. Hann ryfjaði upp að á árinu 2019 hafi viðskiptaafgangur þjóðarbúsins verið um 172 milljarðar króna sem hafi verið íslandsmet. „Og lífeyrissjóðirnir tóku sirka 120 milljarða af honum til að fjárfesta erlendis og það er mjög gott. Eins og lífeyriskerfið á að virka hjá okkur þá eigum við að vera með viðskiptaafgang sem lífeyrissjóðirnir síðan taka út og fjárfesta erlendis til að dreifa áhættu með lífeyrissparnaðinn okkar. Þess vegna eru þessi viðbrögð vel við hæfi núna þegar útflutningstekjur minnka að lífeyrissjóðirnir þá hinkri aðeins,“ sagði seðlabankastjóri hinn 18. mars síðast liðinn. Talsmenn lífeyrissjóðanna hafa margir sagt að framlengda samkomulagið verði ekki endurnýjað þegar það rennur út í næstu viku. En miðað við fjárfestingar þeirra í fyrra hafa lífeyrissjóðirnir haldið að sér höndum í útlöndum upp á um 60 milljarða króna. Á sama tíma hefur gengi krónunnar gagnvart evrunni fallið um 20 prósent. Seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur af gengi krónunnar þegar það hafði fallið um tíu prósent í mars frá áramótum. „Ef það er óvissa eða óstöðugleiki á alþjóðavettvangi þá sækja fjárfestar í þessar stóru seljanlegu myntir. Eins og evruna, dollarinn, jenið, svissneska frankann. Þannig að þá veikjast hinar smærri myntir,“ sagði Ásgeir Jónsson um efnahagsástandið í upphafi kórónufaraldursins í mars. Gjaldeyrissútstreymi hefur verið minna en Seðlabankinn og fleiri óttuðust í upphafi kórónufaraldursins og bankinn á enn tæpa þúsund milljarða í gjaldeyrisforða. Þá var afgangur á viðskiptum við útlönd 24 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Seðlabankinn ekki óskað eftir því að lög verði sett til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum tímabundið. Þótt gefið hafi verið í skyn að það hefði verið gert í mars, ef lífeyrissjóðirnir hefðu ekki þá gert hlé á fjárfestingunum að eigin frumkvæði eftir samtal við seðlabankastjóra. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Líklegt er að samkomulag lífeyrissjóða og Seðlabanka um að þeir haldi sér til hlés í fjárfestingum í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum verði ekki endurnýjað þegar það rennur út seinnipartinn í næstu viku. Lífeyrissjóðirnir gerðu fyrst þriggja mánaða hlé á gjaldeyriskaupum til erlendra fjárfestinga í samráði við Seðlabankann hinn 17. mars í upphafi kórónufaraldurins. Það samkomulag var síðan endurnýjað til annarra þriggja mánaða hinn 15. júní og rennur út á fimmtudag í næstu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur þegar gengi krónunnar hafði fallið um 20 prósent í upphafi kórónufaraldursins. Nú hefur það fallið um 20 prósent.Vísir/Vilhelm Þegar lífeyrissjóðirnir samþykktu fyrst í mars að gera hlé á erlendum fjárfestingum fagnaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri því á fréttamannafundi. Hann ryfjaði upp að á árinu 2019 hafi viðskiptaafgangur þjóðarbúsins verið um 172 milljarðar króna sem hafi verið íslandsmet. „Og lífeyrissjóðirnir tóku sirka 120 milljarða af honum til að fjárfesta erlendis og það er mjög gott. Eins og lífeyriskerfið á að virka hjá okkur þá eigum við að vera með viðskiptaafgang sem lífeyrissjóðirnir síðan taka út og fjárfesta erlendis til að dreifa áhættu með lífeyrissparnaðinn okkar. Þess vegna eru þessi viðbrögð vel við hæfi núna þegar útflutningstekjur minnka að lífeyrissjóðirnir þá hinkri aðeins,“ sagði seðlabankastjóri hinn 18. mars síðast liðinn. Talsmenn lífeyrissjóðanna hafa margir sagt að framlengda samkomulagið verði ekki endurnýjað þegar það rennur út í næstu viku. En miðað við fjárfestingar þeirra í fyrra hafa lífeyrissjóðirnir haldið að sér höndum í útlöndum upp á um 60 milljarða króna. Á sama tíma hefur gengi krónunnar gagnvart evrunni fallið um 20 prósent. Seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur af gengi krónunnar þegar það hafði fallið um tíu prósent í mars frá áramótum. „Ef það er óvissa eða óstöðugleiki á alþjóðavettvangi þá sækja fjárfestar í þessar stóru seljanlegu myntir. Eins og evruna, dollarinn, jenið, svissneska frankann. Þannig að þá veikjast hinar smærri myntir,“ sagði Ásgeir Jónsson um efnahagsástandið í upphafi kórónufaraldursins í mars. Gjaldeyrissútstreymi hefur verið minna en Seðlabankinn og fleiri óttuðust í upphafi kórónufaraldursins og bankinn á enn tæpa þúsund milljarða í gjaldeyrisforða. Þá var afgangur á viðskiptum við útlönd 24 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Seðlabankinn ekki óskað eftir því að lög verði sett til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum tímabundið. Þótt gefið hafi verið í skyn að það hefði verið gert í mars, ef lífeyrissjóðirnir hefðu ekki þá gert hlé á fjárfestingunum að eigin frumkvæði eftir samtal við seðlabankastjóra.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira