Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2020 18:31 Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. Hlutafjárútboð Icelandair hefst á miðvikudaginn í næstu viku og lýkur daginn eftir. Á hlutahafafundi í dag fór Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins yfir áætlanir þess til næstu fjögurra ára. Á meðfylgjandi mynd sést á neðstu línunni hver staða félagsins hefði orðið án nokkurra aðgerða, með allt að 150 milljón dollara tapi, línan þar fyrir ofan sýnir stöðuna eftir samninga við lánadrottna, gráa línan sýnir áætlanir Icelandair fyrir Covid og línan þar fyrir ofan stöðuna að loknu hlutafjárútboði. Efst trónir svo ríkisábyrgð á lánalínum, sem félagið vonar að það þurfi ekki að nýta. „Við erum að vinna okkur í gegnum mikla óvissutíma. En ég er mjög bjartsýnn á að þetta verkefni klárist farsællega og hlutafjárútboðið takist. Enda eru tækifæri fyrir okkar félag mjög mikil að okkar mati,“ segir Bogi. Félagið hafi meðal annars verið í samskiptum við lífeyrissjóðina sem vonandi taki þátt í útboðinu þar sem safna á allt að 23 milljörðum í nýju hlutafé. Gera ráð fyrir hiki hjá farþegum Óvissa ríkir hins vegar um framtíð Max-flugvélanna og ljóst að farþegar verði sumir tregir til að fljúga með þeim. En félagið telur engu að síður að þær muni þjóna Icelandair vel til lengri tíma litið. „Varðandi viðtökur okkar viðskiptavina og farþega teljum við að það verði eitthvað hik á okkar farþegum og viðskiptavinum eins og annarra flugfélaga í einhverjar vikur. En það muni ekki taka langan tíma að farþegar og viðskiptavinir okkar og annarra flugfélaga muni taka þessar flugvélar í sátt,“ segir Bogi. Flugvélarnar verði væntanlega komnar í notkun næsta vor en ekki sé reiknað með að félagið fari að skila hagnaði fyrr en árið 2022. „Og komin á ágætis stað varðandi eiginfjárhlutföll og þess háttar í lok spátímabilsins sem er (20)24. Þá gæti félagið hugsanlega farið að greiða arð eða nýta fé í arðbærar fjárfestingar,“ segir Bogi að lokum. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. Hlutafjárútboð Icelandair hefst á miðvikudaginn í næstu viku og lýkur daginn eftir. Á hlutahafafundi í dag fór Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins yfir áætlanir þess til næstu fjögurra ára. Á meðfylgjandi mynd sést á neðstu línunni hver staða félagsins hefði orðið án nokkurra aðgerða, með allt að 150 milljón dollara tapi, línan þar fyrir ofan sýnir stöðuna eftir samninga við lánadrottna, gráa línan sýnir áætlanir Icelandair fyrir Covid og línan þar fyrir ofan stöðuna að loknu hlutafjárútboði. Efst trónir svo ríkisábyrgð á lánalínum, sem félagið vonar að það þurfi ekki að nýta. „Við erum að vinna okkur í gegnum mikla óvissutíma. En ég er mjög bjartsýnn á að þetta verkefni klárist farsællega og hlutafjárútboðið takist. Enda eru tækifæri fyrir okkar félag mjög mikil að okkar mati,“ segir Bogi. Félagið hafi meðal annars verið í samskiptum við lífeyrissjóðina sem vonandi taki þátt í útboðinu þar sem safna á allt að 23 milljörðum í nýju hlutafé. Gera ráð fyrir hiki hjá farþegum Óvissa ríkir hins vegar um framtíð Max-flugvélanna og ljóst að farþegar verði sumir tregir til að fljúga með þeim. En félagið telur engu að síður að þær muni þjóna Icelandair vel til lengri tíma litið. „Varðandi viðtökur okkar viðskiptavina og farþega teljum við að það verði eitthvað hik á okkar farþegum og viðskiptavinum eins og annarra flugfélaga í einhverjar vikur. En það muni ekki taka langan tíma að farþegar og viðskiptavinir okkar og annarra flugfélaga muni taka þessar flugvélar í sátt,“ segir Bogi. Flugvélarnar verði væntanlega komnar í notkun næsta vor en ekki sé reiknað með að félagið fari að skila hagnaði fyrr en árið 2022. „Og komin á ágætis stað varðandi eiginfjárhlutföll og þess háttar í lok spátímabilsins sem er (20)24. Þá gæti félagið hugsanlega farið að greiða arð eða nýta fé í arðbærar fjárfestingar,“ segir Bogi að lokum.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira