Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 21:29 Lögregla ræðir hér við ökumann bílsins. Mynd/Elías Þórsson Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. Frá þessu greindi hann í Facebook-hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl.“ Í samtali við Vísi segist Elías hafa verið fótgangandi á leið frá Kaffibrennslunni, sem er steinsnar frá heimili hans á Laugavegi, þegar atvikið átti sér stað. „Ég er með hugann við símann, af því að ég var að tala við vinkonu mína á Messenger. Svo mætir þarna risastór, tveggja tonna Toyota Hilux og flautar hvorki né segir eitthvað við mig, heldur keyrir bara inn í mig,“ segir Elías. Hann kveðst þá hafa spurt ökumanninn hvað honum gengi til og bent honum á að hann væri staddur á göngugötu. Við það hafi ökumaðurinn stokkið út úr bílnum, rifið í Elías og reynt að fleygja honum til. Þá hafi Elías ákveðið að hringja á lögregluna. Ökumaðurinn hafi í kjölfarið sest aftur upp í bílinn. „Á meðan ég er í símanum við lögregluna, og varðstjórinn segir mér að það sé bíll á leiðinni, þá fyrst keyrir hann svona lauslega inn í mig og ýtir við mér. Ég segi: „Hvað í fjandanum ertu að gera?“ Svo líða nokkrar mínútur og þá keyrir hann aftur á mig, og þá harkalega, þannig að ég ýtist einhverja tvo metra með bílnum.“ Þegar lögregla kom á vettvang var síðan tekin skýrsla af Elíasi og ökumanninum. Ætlar ekki að kæra en vill ökumanninn sektaðan Elías kveðst ekki ætla að kæra ökumanninn, þar sem hann telji það ekki tímans virði að standa í slíku ferli. Auk þess sé hann ekki mikið lemstraður eftir atvikið. „Ég hef nú ekki áhuga á því, þetta voru ekkert miklar stimpingar. Það sem ég vil er bara að ökumenn hætti að keyra þarna. Það er endalaust verið að brjóta á þessari göngugötu og það er bara gefin skítur í þetta. Þetta er náttúrulega galið, þú ert að keyra einhvern risa jeppa á einhverri göngugötu.“ Þá tekur Elías fram að ökumaðurinn hafi ekið til móts við akstursstefnu götunnar, en ökumenn ákveðinna bíla, svo sem sjúkrabíla, mega aka á göngugötunni. „Það eina sem ég vil er að maðurinn fái sekt,“ segir Elías. Og á þá við sekt fyrir umferðarlagabrotin. Ekki einstakt atvik Þá segir Elías að ef Reykjavíkurborg sé alvara með að halda úti göngugötu mætti hún mögulega vera duglegri að fylgja því eftir að þar aki ekki hver sem er um. Hann bendir á að í athugasemdum við innlegg sitt í Facebook-hópinn um bíllausan lífsstíl sé að finna fleiri sögur frá öðrum sem hafi lent í svipuðum atvikum á göngugötunni. „Ég veit ekki hversu margir tugir, eða hundruð bíla eru að keyra þarna niður. Eins og þarna, ég er tvær mínútur frá húsinu mínu og ég lendi í þessu,“ segir Elías. Snemmsumars fjallaði Vísir um annan íbúa miðbæjarins sem var orðinn langþreyttur á frekum ökumönnum sem skeyttu ekki um skilti sem gáfu til kynna að óheimilt væri að aka göngugötuna. Sá birti þráð myndbanda á Twitter þar sem hann sýndi frá samskiptum sínum við ökumenn, sem margir hverjir voru ósáttir við að hafa gangandi vegfarendur á götu sem ætluð var gangandi vegfarendum. Tóku einhverjir upp á því að aka á hann til þess að freista þess að fá hann til að færa sig. Reykjavík Samgöngur Göngugötur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. Frá þessu greindi hann í Facebook-hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl.“ Í samtali við Vísi segist Elías hafa verið fótgangandi á leið frá Kaffibrennslunni, sem er steinsnar frá heimili hans á Laugavegi, þegar atvikið átti sér stað. „Ég er með hugann við símann, af því að ég var að tala við vinkonu mína á Messenger. Svo mætir þarna risastór, tveggja tonna Toyota Hilux og flautar hvorki né segir eitthvað við mig, heldur keyrir bara inn í mig,“ segir Elías. Hann kveðst þá hafa spurt ökumanninn hvað honum gengi til og bent honum á að hann væri staddur á göngugötu. Við það hafi ökumaðurinn stokkið út úr bílnum, rifið í Elías og reynt að fleygja honum til. Þá hafi Elías ákveðið að hringja á lögregluna. Ökumaðurinn hafi í kjölfarið sest aftur upp í bílinn. „Á meðan ég er í símanum við lögregluna, og varðstjórinn segir mér að það sé bíll á leiðinni, þá fyrst keyrir hann svona lauslega inn í mig og ýtir við mér. Ég segi: „Hvað í fjandanum ertu að gera?“ Svo líða nokkrar mínútur og þá keyrir hann aftur á mig, og þá harkalega, þannig að ég ýtist einhverja tvo metra með bílnum.“ Þegar lögregla kom á vettvang var síðan tekin skýrsla af Elíasi og ökumanninum. Ætlar ekki að kæra en vill ökumanninn sektaðan Elías kveðst ekki ætla að kæra ökumanninn, þar sem hann telji það ekki tímans virði að standa í slíku ferli. Auk þess sé hann ekki mikið lemstraður eftir atvikið. „Ég hef nú ekki áhuga á því, þetta voru ekkert miklar stimpingar. Það sem ég vil er bara að ökumenn hætti að keyra þarna. Það er endalaust verið að brjóta á þessari göngugötu og það er bara gefin skítur í þetta. Þetta er náttúrulega galið, þú ert að keyra einhvern risa jeppa á einhverri göngugötu.“ Þá tekur Elías fram að ökumaðurinn hafi ekið til móts við akstursstefnu götunnar, en ökumenn ákveðinna bíla, svo sem sjúkrabíla, mega aka á göngugötunni. „Það eina sem ég vil er að maðurinn fái sekt,“ segir Elías. Og á þá við sekt fyrir umferðarlagabrotin. Ekki einstakt atvik Þá segir Elías að ef Reykjavíkurborg sé alvara með að halda úti göngugötu mætti hún mögulega vera duglegri að fylgja því eftir að þar aki ekki hver sem er um. Hann bendir á að í athugasemdum við innlegg sitt í Facebook-hópinn um bíllausan lífsstíl sé að finna fleiri sögur frá öðrum sem hafi lent í svipuðum atvikum á göngugötunni. „Ég veit ekki hversu margir tugir, eða hundruð bíla eru að keyra þarna niður. Eins og þarna, ég er tvær mínútur frá húsinu mínu og ég lendi í þessu,“ segir Elías. Snemmsumars fjallaði Vísir um annan íbúa miðbæjarins sem var orðinn langþreyttur á frekum ökumönnum sem skeyttu ekki um skilti sem gáfu til kynna að óheimilt væri að aka göngugötuna. Sá birti þráð myndbanda á Twitter þar sem hann sýndi frá samskiptum sínum við ökumenn, sem margir hverjir voru ósáttir við að hafa gangandi vegfarendur á götu sem ætluð var gangandi vegfarendum. Tóku einhverjir upp á því að aka á hann til þess að freista þess að fá hann til að færa sig.
Reykjavík Samgöngur Göngugötur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira