„Örvæntingaróp frá Íslandi“ til umfjöllunar á Sky Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2020 08:21 Adam Parsons, fréttamaður Sky News, á Breiðamerkurjökli. SKjáskot/Youtube Breska fréttastofan Sky News fjallar ítarlega um bráðnun jökla á Íslandi og áhrif hamfarahlýnunar á náttúru landsins í dag. Greinin er birt undir fyrirsögninni Örvæntingarfullt kall á hjálp frá Íslandi: „Jöklarnir okkar eru hitamælir heimsins – og þeir eru að hverfa“ en í henni lýsir fréttamaður Sky ferð sinni upp á Breiðamerkurjökul í fylgd íslensks jöklafræðings. Umfjöllunin hefst á því að rætt er við Hauk Einarsson leiðsögumann sem farið hefur með ferðamannahópa á Vatnajökul. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa þurrkað viðskiptin út á vormánuðum og aftur nú í ágúst en hann fylgir fréttamanni Sky að Breiðamerkurjökli. „Jökullinn væri við hliðina á veginum fyrir hundrað árum. Í stað þess, eftir að hafa hopað í heila öld, er hann yfir átta kílómetra í burtu,“ segir í umfjöllun Sky. „Jökullinn hefur smám saman bráðnað í burtu síðustu öldina, hörfað. Nú virðist hann bráðna hraðar en nokkru sinni fyrr.“ Fréttamaður Sky hittir fyrir Snævarr Guðmundsson jöklafræðing á Breiðamerkurjökli. Sá fyrrnefndi lýsir því í greininni að það komi honum á óvart að jökulbreiðan sé ekki skjannahvít heldur líti hún út fyrir að vera „skítug“. Snævarr lýsir því aðspurður að það sé algjört reiðarslag að fylgjast með jöklinum minnka með hverri heimsókninni. „Það kemur manni á óvart hversu hratt það gerist. Þú trúir því ekki hvað ísinn hefur verið þykkur fyrir hundrað eða 130 árum. Það er svo erfitt að trúa því að nákvæmlega þar sem við stöndum hafi yfirborð íssins verið um 250 metrum hærra en það er nú. Það er svo skrýtið að hugsa um það. Þú venst því aldrei,“ segir Snævarr. Þá innir fréttamaðurinn hann eftir því hvernig yrði umhorfs ef hann kæmi á sama stað eftir fimm ár. „Þú stæðir á jörðinni, ekki á ís,“ svarar Snævarr og yppir niðurlútur öxlum. Umfjöllunina má finna í formi myndbands hér ofar í fréttinni. Greinina í heild má nálgast hér. Hornafjörður Loftslagsmál Umhverfismál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. 5. júní 2020 11:44 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Breska fréttastofan Sky News fjallar ítarlega um bráðnun jökla á Íslandi og áhrif hamfarahlýnunar á náttúru landsins í dag. Greinin er birt undir fyrirsögninni Örvæntingarfullt kall á hjálp frá Íslandi: „Jöklarnir okkar eru hitamælir heimsins – og þeir eru að hverfa“ en í henni lýsir fréttamaður Sky ferð sinni upp á Breiðamerkurjökul í fylgd íslensks jöklafræðings. Umfjöllunin hefst á því að rætt er við Hauk Einarsson leiðsögumann sem farið hefur með ferðamannahópa á Vatnajökul. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa þurrkað viðskiptin út á vormánuðum og aftur nú í ágúst en hann fylgir fréttamanni Sky að Breiðamerkurjökli. „Jökullinn væri við hliðina á veginum fyrir hundrað árum. Í stað þess, eftir að hafa hopað í heila öld, er hann yfir átta kílómetra í burtu,“ segir í umfjöllun Sky. „Jökullinn hefur smám saman bráðnað í burtu síðustu öldina, hörfað. Nú virðist hann bráðna hraðar en nokkru sinni fyrr.“ Fréttamaður Sky hittir fyrir Snævarr Guðmundsson jöklafræðing á Breiðamerkurjökli. Sá fyrrnefndi lýsir því í greininni að það komi honum á óvart að jökulbreiðan sé ekki skjannahvít heldur líti hún út fyrir að vera „skítug“. Snævarr lýsir því aðspurður að það sé algjört reiðarslag að fylgjast með jöklinum minnka með hverri heimsókninni. „Það kemur manni á óvart hversu hratt það gerist. Þú trúir því ekki hvað ísinn hefur verið þykkur fyrir hundrað eða 130 árum. Það er svo erfitt að trúa því að nákvæmlega þar sem við stöndum hafi yfirborð íssins verið um 250 metrum hærra en það er nú. Það er svo skrýtið að hugsa um það. Þú venst því aldrei,“ segir Snævarr. Þá innir fréttamaðurinn hann eftir því hvernig yrði umhorfs ef hann kæmi á sama stað eftir fimm ár. „Þú stæðir á jörðinni, ekki á ís,“ svarar Snævarr og yppir niðurlútur öxlum. Umfjöllunina má finna í formi myndbands hér ofar í fréttinni. Greinina í heild má nálgast hér.
Hornafjörður Loftslagsmál Umhverfismál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. 5. júní 2020 11:44 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00
Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. 5. júní 2020 11:44
Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03