Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. september 2020 09:00 Um þessar mundir eru margir að takast á við óvænt atvinnuleysi. Vísir/Getty Um þessar mundir eru margir að takast á við óvænt atvinnuleysi. Í þeirri stöðu er mikilvægt að hver og einn hugi að sínum fyrstu skrefum. Því hvað tekur nú við og hvað er best að gera? Hér eru níu góð ráð sem geta nýst vel sem fyrstu skref. 1. Nýttu tengslanetið Ef það er einhvern tíma réttur tími til að fara yfir tengslanetið sem þú hefur byggt upp á síðustu árum þá er það núna. Listaðu upp nöfn aðila sem þú þekkir og hafðu samband. Símtal, að kíkja á viðkomandi í kaffi, hittast í hádegismat. Skipuleggðu einhvern snertiflöt þar sem þú segir viðkomandi frá því að þú sért í atvinnuleit og hvað þú sæir helst fyrir þér. 2. Dragðu úr neyslu Að draga úr neyslu til að skera niður kostnað er mikilvægt fyrir margra hluta sakir. Fyrir atvinnuleitina þína skiptir til dæmis máli að þú reynir eins og hægt er að búa þér í haginn þannig að þú ráðir við atvinnuleit í dálítinn tíma. Ef peningaáhyggjurnar verða of miklar munu þær áhyggjur hafa áhrif á það hvernig þú berð þig að í atvinnuleit, viðtölum og fleira. 3. Sorgarstigin eru fimm Það er ákveðið áfall að upplifa óvænt atvinnuleysi og oft um það rætt að fólk fari í gegnum sorgarstigin fimm í kjölfar atvinnumissis. Kynntu þér þessi sorgarstig því það er á fimmta og síðasta stiginu sem við erum í rauninni í stakk búin til að takast á við næstu kafla í lífinu. Hér má lesa um sorgarstigin fimm: Uppsagnir framundan: Af hverju ég? Til að virkja þig í atvinnuleit er síðan gott að búa sér til verkefnalista fyrir hvern dag og viku. Haka við þau verkefni sem þú klárar eins og góða ferilskrá, fá meðmæli, uppfæra prófílinn á LinkedIn og fleira. Allt eru þetta skref sem færa þig nær næsta starfi. 4. Skjalfestu árangur Góður undirbúningur fyrir atvinnuviðtöl, gerð ferilskrár og fleira er að fara yfir verkefni sem þú leystir eða náðir góðum árangri í hjá síðasta vinnuveitanda og skjalfesta þau. Hér skiptir þó miklu máli að skjalfesta þau verkefni sem eru nýliðin. Þetta minnisblað mun hjálpa þér þegar þú skoðar atvinnuauglýsingar eða heyrir um auglýst störf. Kórónufaraldurinn hefur lamað atvinnulífið um allan heim.Vísir/Getty 5. Skoðaðu ásýndina þína Í atvinnuleit þurfum við að vera meðvituð um okkar eigin ásýnd. Þess vegna er gott að fara yfir það hvernig ásýndin þín er, til dæmis á Facebook. Er sú ásýnd jákvæð, neikvæð, upplýsandi? Hvernig mun þessi ásýnd virka á vinnuveitanda sem flettir þér upp til skoðunar fyrir atvinnuviðtal eða ráðningu? Þá skiptir orðsporið þitt máli og eins hvernig þú ræðir um ástandið eða fyrri vinnuveitanda. Í litlu samfélagi þarf oft ekki mikið til að fólk heyri af því hvernig þú hefur staðið þig, hvernig þú talar eða hvað þú segir um aðra o.s.frv. Fæstir vilja til dæmis ráða starfsmann sem sagður er tala mjög illa um sinn fyrri vinnuveitanda eða yfirmann. 6. Lyfturæðan þín Ef þú fengir tvær til þrjár mínútur til að segja frá sjálfum þér, hvað myndir þú þá segja? Prófaðu að fara með þessa kynningarræðu upphátt því í atvinnuleit þarf lyfturæðan að vera tilbúin. Prófaðu jafnvel að taka þessa lyfturæðu upp á símann þinn, hlustaðu og veltu fyrir þér hvernig frammistaðan var, hvort einhverju megi sleppa, bæta við eða breyta. 7. Láttu vita af þér Í atvinnuleit þar sem mikið atvinnuleysi ríkir þýðir ekkert að sitja heima og bíða eftir símtali. Atvinnuleitin er þín nýja vinna. Láttu vita af þér og láttu fólk í kringum þig vita að þú ert virk/ur í atvinnuleit og opin/n fyrir nýjum hugmyndum. Láttu stoltið ekki trufla þig í þessari vegferð því það mun ekki hjálpa þér að fá nýtt starf. 8. Rafræn tengslamyndun Í vinnunni höfum við byggt upp tengslanet í gegnum tíðina með því að hitta fólk. Hvort heldur sem það voru viðskiptavinir eða samstarfsfélagar þá gerist þetta smátt og smátt að tengslanetið okkar stækkar. Nú er þetta farið en í staðinn fyrir að sitja heima og stækka tengslanetið þitt ekki neitt er um að gera að yfirfæra þessa tengslamyndun yfir á rafrænt form. Sendu vinabeiðnir á Facebook ef það á við. Skrifaðu ummæli fyrir neðan stöðufærslur hjá fólki ef það á við. Taktu þátt í ókeypis fundum sem eru í boði hjá hagsmunaaðilum, þótt þeir séu á rafrænu formi. Fólk tekur eftir því fólki sem tekur þátt. 9. Finndu eldmóðinn Auðvitað getur vonleysi gripið um sig í kjölfar atvinnumissis, ekki síst nú þar sem óvissutímarnir framundan eru miklir. Ein leiðin sem getur hjálpað er að finna sér afþreyingu sem veitir innblástur. Í staðinn fyrir að horfa bara á einhverja þætti í sjónvarpinu er til dæmis hægt að leita beinlínis að efni sem gefur þér hugmyndir. Sjálfsævisögur, podcöst eða að gúggla einhverjar greinar er dæmi um eitthvað sem væri hægt að gera. Mundu að sá aðili sem mun hjálpa þér mest í gegnum atvinnuleysið ert þú sjálf/ur. Góðu ráðin Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00 Segir kynningarbréf oft lykilinn að atvinnuviðtölum Ragnheiður Dagsdóttir segir að kynningarbréf eigi ekki að endurskrifa ferilskránna en þau geta verið lykillinn að því að viðkomandi komist í viðtal. 3. febrúar 2020 11:00 Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Um þessar mundir eru margir að takast á við óvænt atvinnuleysi. Í þeirri stöðu er mikilvægt að hver og einn hugi að sínum fyrstu skrefum. Því hvað tekur nú við og hvað er best að gera? Hér eru níu góð ráð sem geta nýst vel sem fyrstu skref. 1. Nýttu tengslanetið Ef það er einhvern tíma réttur tími til að fara yfir tengslanetið sem þú hefur byggt upp á síðustu árum þá er það núna. Listaðu upp nöfn aðila sem þú þekkir og hafðu samband. Símtal, að kíkja á viðkomandi í kaffi, hittast í hádegismat. Skipuleggðu einhvern snertiflöt þar sem þú segir viðkomandi frá því að þú sért í atvinnuleit og hvað þú sæir helst fyrir þér. 2. Dragðu úr neyslu Að draga úr neyslu til að skera niður kostnað er mikilvægt fyrir margra hluta sakir. Fyrir atvinnuleitina þína skiptir til dæmis máli að þú reynir eins og hægt er að búa þér í haginn þannig að þú ráðir við atvinnuleit í dálítinn tíma. Ef peningaáhyggjurnar verða of miklar munu þær áhyggjur hafa áhrif á það hvernig þú berð þig að í atvinnuleit, viðtölum og fleira. 3. Sorgarstigin eru fimm Það er ákveðið áfall að upplifa óvænt atvinnuleysi og oft um það rætt að fólk fari í gegnum sorgarstigin fimm í kjölfar atvinnumissis. Kynntu þér þessi sorgarstig því það er á fimmta og síðasta stiginu sem við erum í rauninni í stakk búin til að takast á við næstu kafla í lífinu. Hér má lesa um sorgarstigin fimm: Uppsagnir framundan: Af hverju ég? Til að virkja þig í atvinnuleit er síðan gott að búa sér til verkefnalista fyrir hvern dag og viku. Haka við þau verkefni sem þú klárar eins og góða ferilskrá, fá meðmæli, uppfæra prófílinn á LinkedIn og fleira. Allt eru þetta skref sem færa þig nær næsta starfi. 4. Skjalfestu árangur Góður undirbúningur fyrir atvinnuviðtöl, gerð ferilskrár og fleira er að fara yfir verkefni sem þú leystir eða náðir góðum árangri í hjá síðasta vinnuveitanda og skjalfesta þau. Hér skiptir þó miklu máli að skjalfesta þau verkefni sem eru nýliðin. Þetta minnisblað mun hjálpa þér þegar þú skoðar atvinnuauglýsingar eða heyrir um auglýst störf. Kórónufaraldurinn hefur lamað atvinnulífið um allan heim.Vísir/Getty 5. Skoðaðu ásýndina þína Í atvinnuleit þurfum við að vera meðvituð um okkar eigin ásýnd. Þess vegna er gott að fara yfir það hvernig ásýndin þín er, til dæmis á Facebook. Er sú ásýnd jákvæð, neikvæð, upplýsandi? Hvernig mun þessi ásýnd virka á vinnuveitanda sem flettir þér upp til skoðunar fyrir atvinnuviðtal eða ráðningu? Þá skiptir orðsporið þitt máli og eins hvernig þú ræðir um ástandið eða fyrri vinnuveitanda. Í litlu samfélagi þarf oft ekki mikið til að fólk heyri af því hvernig þú hefur staðið þig, hvernig þú talar eða hvað þú segir um aðra o.s.frv. Fæstir vilja til dæmis ráða starfsmann sem sagður er tala mjög illa um sinn fyrri vinnuveitanda eða yfirmann. 6. Lyfturæðan þín Ef þú fengir tvær til þrjár mínútur til að segja frá sjálfum þér, hvað myndir þú þá segja? Prófaðu að fara með þessa kynningarræðu upphátt því í atvinnuleit þarf lyfturæðan að vera tilbúin. Prófaðu jafnvel að taka þessa lyfturæðu upp á símann þinn, hlustaðu og veltu fyrir þér hvernig frammistaðan var, hvort einhverju megi sleppa, bæta við eða breyta. 7. Láttu vita af þér Í atvinnuleit þar sem mikið atvinnuleysi ríkir þýðir ekkert að sitja heima og bíða eftir símtali. Atvinnuleitin er þín nýja vinna. Láttu vita af þér og láttu fólk í kringum þig vita að þú ert virk/ur í atvinnuleit og opin/n fyrir nýjum hugmyndum. Láttu stoltið ekki trufla þig í þessari vegferð því það mun ekki hjálpa þér að fá nýtt starf. 8. Rafræn tengslamyndun Í vinnunni höfum við byggt upp tengslanet í gegnum tíðina með því að hitta fólk. Hvort heldur sem það voru viðskiptavinir eða samstarfsfélagar þá gerist þetta smátt og smátt að tengslanetið okkar stækkar. Nú er þetta farið en í staðinn fyrir að sitja heima og stækka tengslanetið þitt ekki neitt er um að gera að yfirfæra þessa tengslamyndun yfir á rafrænt form. Sendu vinabeiðnir á Facebook ef það á við. Skrifaðu ummæli fyrir neðan stöðufærslur hjá fólki ef það á við. Taktu þátt í ókeypis fundum sem eru í boði hjá hagsmunaaðilum, þótt þeir séu á rafrænu formi. Fólk tekur eftir því fólki sem tekur þátt. 9. Finndu eldmóðinn Auðvitað getur vonleysi gripið um sig í kjölfar atvinnumissis, ekki síst nú þar sem óvissutímarnir framundan eru miklir. Ein leiðin sem getur hjálpað er að finna sér afþreyingu sem veitir innblástur. Í staðinn fyrir að horfa bara á einhverja þætti í sjónvarpinu er til dæmis hægt að leita beinlínis að efni sem gefur þér hugmyndir. Sjálfsævisögur, podcöst eða að gúggla einhverjar greinar er dæmi um eitthvað sem væri hægt að gera. Mundu að sá aðili sem mun hjálpa þér mest í gegnum atvinnuleysið ert þú sjálf/ur.
Góðu ráðin Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00 Segir kynningarbréf oft lykilinn að atvinnuviðtölum Ragnheiður Dagsdóttir segir að kynningarbréf eigi ekki að endurskrifa ferilskránna en þau geta verið lykillinn að því að viðkomandi komist í viðtal. 3. febrúar 2020 11:00 Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00
Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00
Segir kynningarbréf oft lykilinn að atvinnuviðtölum Ragnheiður Dagsdóttir segir að kynningarbréf eigi ekki að endurskrifa ferilskránna en þau geta verið lykillinn að því að viðkomandi komist í viðtal. 3. febrúar 2020 11:00
Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00