Stofnandi Play krefst gjaldþrotaskipta félagsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 15:21 Frá kynningu flugfélagsins í Perlunni í nóvember síðastliðnum. Bogi Guðmundsson er annar frá vinstri og Arnar Már þar til hægri. Þarna lék allt í lyndi en síðan hefur Boga verið sagt upp með tilheyrandi ósætti. Vísir/Vilhelm Einn af stofnendum flugfélagsins Play hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti flugfélagsins. Hann telur sig eiga inni 30 milljónir króna í formi vangoldinna launa. Forstjóri Play segir leiðinlegt að fyrrverandi samstarfsmaður kjósi að fara þessa leið og reyna að bregða fæti fyrir fyrrverandi liðsfélaga sína. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, staðfestir í samtali við fréttastofu að krafan hafi verið lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann hefði óskað þess að ekki kæmi til þessa. Þetta skapi leiðinlega umfjöllun um félagið en muni engin áhrif hafa á áform flugfélagsins sem sé klárt í slaginn. Segir félagið hafa gert upp við Boga Bogi Guðmundsson lögfræðingur, sem gerir kröfuna um gjaldþrot Play, var einn af fjórum stofnendum Play sem kynnt var til leiks með pompi og prakt í nóvember í fyrra. Að neðan má sjá blaðamannafundinn í nóvember. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs félagsins. Skúli Skúlason og fleiri fjárfestar, undir merkjum FEA ehf, voru stór fjárfestir í Play og tóku félagið yfir í maí. Við þær breytingar voru frekari starfskraftar Boga afþakkaðir. „Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp,“ segir Arnar Már. Arnar Már á kynningarfundi Play í nóvember. Hann segir útspil Boga hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm „Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. “ Segir Play tilbúið Endurskoðandi Play hafi staðfest rekstrarhæfi félagsins og þessi krafa Boga ætti engin áhrif að hafa. Þetta virki eins og sprengja inn í umræðuna en svo verði þetta gleymt. „Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið,“ segir Arnar Már. Hann segir stöðu Play góða miðað við aðstæður. „Við erum tilbúin, eins og við höfum sagt. Á meðan það er skimun og sóttkví þá er ekki tímabært að fara fram. En það er allt tilbúið, meðal annars flugvélar. Við bíðum bara eftir að fá græna ljósið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni. Yfirlýsing vegna kröfu Boga Guðmundssonar á hendur PLAY Okkur þykir auðvitað leitt að það hafi komið til þess að Bogi hafi ákveðið að fara þessa leið gegn félaginu og okkur fyrrverandi samstarfsfélögum hjá PLAY. Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp. Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. Endurskoðandi félagsins hefur staðfest rekstrarhæfi félagsins og að félagið geti staðið undir þeim skuldbindingum sem það hefur tekið sér á hendur. Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið. Við bíðum aðeins eftir því að slakað verði á sóttvörnum og að við fáum að þjónusta viðskiptavini okkar á grunni sanngjarnra leikreglna. Fréttir af flugi Play Dómsmál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Einn af stofnendum flugfélagsins Play hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti flugfélagsins. Hann telur sig eiga inni 30 milljónir króna í formi vangoldinna launa. Forstjóri Play segir leiðinlegt að fyrrverandi samstarfsmaður kjósi að fara þessa leið og reyna að bregða fæti fyrir fyrrverandi liðsfélaga sína. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, staðfestir í samtali við fréttastofu að krafan hafi verið lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann hefði óskað þess að ekki kæmi til þessa. Þetta skapi leiðinlega umfjöllun um félagið en muni engin áhrif hafa á áform flugfélagsins sem sé klárt í slaginn. Segir félagið hafa gert upp við Boga Bogi Guðmundsson lögfræðingur, sem gerir kröfuna um gjaldþrot Play, var einn af fjórum stofnendum Play sem kynnt var til leiks með pompi og prakt í nóvember í fyrra. Að neðan má sjá blaðamannafundinn í nóvember. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs félagsins. Skúli Skúlason og fleiri fjárfestar, undir merkjum FEA ehf, voru stór fjárfestir í Play og tóku félagið yfir í maí. Við þær breytingar voru frekari starfskraftar Boga afþakkaðir. „Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp,“ segir Arnar Már. Arnar Már á kynningarfundi Play í nóvember. Hann segir útspil Boga hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm „Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. “ Segir Play tilbúið Endurskoðandi Play hafi staðfest rekstrarhæfi félagsins og þessi krafa Boga ætti engin áhrif að hafa. Þetta virki eins og sprengja inn í umræðuna en svo verði þetta gleymt. „Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið,“ segir Arnar Már. Hann segir stöðu Play góða miðað við aðstæður. „Við erum tilbúin, eins og við höfum sagt. Á meðan það er skimun og sóttkví þá er ekki tímabært að fara fram. En það er allt tilbúið, meðal annars flugvélar. Við bíðum bara eftir að fá græna ljósið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni. Yfirlýsing vegna kröfu Boga Guðmundssonar á hendur PLAY Okkur þykir auðvitað leitt að það hafi komið til þess að Bogi hafi ákveðið að fara þessa leið gegn félaginu og okkur fyrrverandi samstarfsfélögum hjá PLAY. Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp. Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. Endurskoðandi félagsins hefur staðfest rekstrarhæfi félagsins og að félagið geti staðið undir þeim skuldbindingum sem það hefur tekið sér á hendur. Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið. Við bíðum aðeins eftir því að slakað verði á sóttvörnum og að við fáum að þjónusta viðskiptavini okkar á grunni sanngjarnra leikreglna.
Fréttir af flugi Play Dómsmál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira