Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2020 19:15 Elín Metta Jensen og stöllur hennar í íslenska landsliðinu eiga í harðri baráttu um sæti á EM. VÍSIR/GETTY Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn tekur út leikbann gegn Lettlandi eftir að hafa fengið rautt spjald í útileiknum gegn Lettum, í október á síðasta ári, fyrir of harkaleg mótmæli við dómara. Hann verður hins vegar á hliðarlínunni í leiknum mikilvæga við Svíþjóð, og fær aðstoð Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19-landsliðsins í leikjunum. „Við erum sem betur fer með stórt og öflugt þjálfarateymi svo ég hef engar áhyggjur af því í sjálfu sér. Þórður kemur inn, þjálfari U19-landsliðsins, og við höfum auðvitað unnið náið saman að þessum landsliðum. Því miður eru liðin oft að spila á sama tíma svo að við höfum ekki áður unnið saman í verkefnum, eins og við hefðum viljað. Núna gefst kærkomið tækifæri til þess. Þórður þekkir hópinn og marga leikmenn sem hann hefur unnið með og mun nýtast okkur gríðarlega vel í þessu verkefni,“ segir Jón Þór, en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Vinkonurnar Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki og Barbára Sól Gísladóttir úr Selfossi, sem leikið hafa saman í U19-landsliðinu, eru nýliðar í landsliðshópnum. Hópur af spennandi og efnilegum leikmönnum „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa verið mjög öflugir í deildinni hér heima. Þær koma með kraft inn í hópinn en eru auðvitað nýliðar, hafa ekki verið með okkur áður. Karólína Lea [Vilhjálmsdóttir] og Cecilía [Rán Rúnarsdóttir] hafa einn leik hvor að baki, svo við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru virkilega spennandi og efnilegar,“ segir Jón Þór sem er ánægður með stöðuna á leikmannahópnum: „Það er lítið sem ekkert um meiðsli og það eru allir leikmenn tilbúnir í þetta verkefni. Þær hafa verið að spila mikið og spila vel, svo ég held að við séum í mjög góðum málum með hópinn á þessum tímapunkti.“ Ekkert nýtt í máli Cloé Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, varð íslenskur ríkisborgari í júní 2019 en er ekki enn orðin gjaldgeng með íslenska landsliðinu: „Það hefur lítið gerst í hennar málum. Við erum að vinna í því með UEFA og FIFA og það hefur í raun ekkert gerst. Svarið er því það sama og venjulega. Hún er ekki lögleg með íslenska liðinu og þar af leiðandi ekki valin í þennan hóp.“ Klippa: Sportpakkinn - Kvennalandsliðið valið EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Sjá meira
Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn tekur út leikbann gegn Lettlandi eftir að hafa fengið rautt spjald í útileiknum gegn Lettum, í október á síðasta ári, fyrir of harkaleg mótmæli við dómara. Hann verður hins vegar á hliðarlínunni í leiknum mikilvæga við Svíþjóð, og fær aðstoð Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19-landsliðsins í leikjunum. „Við erum sem betur fer með stórt og öflugt þjálfarateymi svo ég hef engar áhyggjur af því í sjálfu sér. Þórður kemur inn, þjálfari U19-landsliðsins, og við höfum auðvitað unnið náið saman að þessum landsliðum. Því miður eru liðin oft að spila á sama tíma svo að við höfum ekki áður unnið saman í verkefnum, eins og við hefðum viljað. Núna gefst kærkomið tækifæri til þess. Þórður þekkir hópinn og marga leikmenn sem hann hefur unnið með og mun nýtast okkur gríðarlega vel í þessu verkefni,“ segir Jón Þór, en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Vinkonurnar Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki og Barbára Sól Gísladóttir úr Selfossi, sem leikið hafa saman í U19-landsliðinu, eru nýliðar í landsliðshópnum. Hópur af spennandi og efnilegum leikmönnum „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa verið mjög öflugir í deildinni hér heima. Þær koma með kraft inn í hópinn en eru auðvitað nýliðar, hafa ekki verið með okkur áður. Karólína Lea [Vilhjálmsdóttir] og Cecilía [Rán Rúnarsdóttir] hafa einn leik hvor að baki, svo við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru virkilega spennandi og efnilegar,“ segir Jón Þór sem er ánægður með stöðuna á leikmannahópnum: „Það er lítið sem ekkert um meiðsli og það eru allir leikmenn tilbúnir í þetta verkefni. Þær hafa verið að spila mikið og spila vel, svo ég held að við séum í mjög góðum málum með hópinn á þessum tímapunkti.“ Ekkert nýtt í máli Cloé Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, varð íslenskur ríkisborgari í júní 2019 en er ekki enn orðin gjaldgeng með íslenska landsliðinu: „Það hefur lítið gerst í hennar málum. Við erum að vinna í því með UEFA og FIFA og það hefur í raun ekkert gerst. Svarið er því það sama og venjulega. Hún er ekki lögleg með íslenska liðinu og þar af leiðandi ekki valin í þennan hóp.“ Klippa: Sportpakkinn - Kvennalandsliðið valið
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Sjá meira
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00