Stoltar af því að sameina krafta sína Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. september 2020 20:50 Sigurlaug Dröfn, Ingunn Sig, Heiður Ósk og Sara Dögg hafa allar mikinn áhuga á öllu sem við kemur förðun og hafa kennt hundruðum förðunarfræðinga hér á landi. Aðsend mynd Förðunarskólinn Reykjavík Makeup School tilkynnti í kvöld breytingar, þar sem þær Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir hafa bæst við eigendahópinn. Reykjavik Makeup School er elsti förðunarskólinn á Íslandi, stofnaður í október 2013 af förðunarfræðingunum Söru Dögg Johansen og Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur sem báðar hafa starfað við fagið í áratug. Sara Dögg segir að þær séu ánægðar að taka þetta skref í stækkun skólans. „Með þessu náum við að sameina krafta okkar og vinna í allskonar framtíðarplönum sem við sjáum fyrir okkur með Reykjavík Makeup School. Við munum fókusera á styrkleika hverrar annarrar og erum við rosalega spenntar fyrir samstarfinu við Heiði og Ingunni, saman munum við halda áfram að byggja um “flottasta” makeup skólann á Íslandi,“ segir Sigurlaug Dröfn, betur þekkt sem Silla. Heiður Ósk og Ingunn hafa verið hluti af kennarahóp Söru og Sillu í Reykjavík Makeup School síðustu misseri og samhliða því haldið Snyrtinámskeið í samstarfi við skólann. Þær eru báðar lærðir förðunarfræðingar og viðskiptafræðingar og hafa starfað undir nafninu HI beauty og einnig bloggað undir sama nafni á síðunni Trendnet. Allar fjórar hafa mikla reynslu af förðun fyrir einstaklinga, myndatökur, auglýsingar, tískusýningar og fleira og eru spenntar fyrir verkefnunum fram undan. Heiða og Ingunn eru þakklátar fyrir tækifærið til að gerast meðeigendur Reykjavík Makeup School. „Það eru fyrst og fremst algjör forréttindi að fá́ að starfa við það sem þú́ elskar. Svona tækifæri fær maður ekki oft, og er búin að þurfa að klípa mig oft í́ höndina á́ síðustu dögum. Ég fyllist stolti að standa við hliðina á þessum frábæru konum og hlakka til að takast á́ við öll fjölbreyttu verkefnin sem okkur biða í́ framtíðinni saman,“ segir Heiður Ósk. „Þetta er draumi líkast. Að fá́ svona flott tækifæri og að starfa við það sem þú́ elskar,“ bætir Ingunn við. Förðun Skóla - og menntamál Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Förðunarskólinn Reykjavík Makeup School tilkynnti í kvöld breytingar, þar sem þær Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir hafa bæst við eigendahópinn. Reykjavik Makeup School er elsti förðunarskólinn á Íslandi, stofnaður í október 2013 af förðunarfræðingunum Söru Dögg Johansen og Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur sem báðar hafa starfað við fagið í áratug. Sara Dögg segir að þær séu ánægðar að taka þetta skref í stækkun skólans. „Með þessu náum við að sameina krafta okkar og vinna í allskonar framtíðarplönum sem við sjáum fyrir okkur með Reykjavík Makeup School. Við munum fókusera á styrkleika hverrar annarrar og erum við rosalega spenntar fyrir samstarfinu við Heiði og Ingunni, saman munum við halda áfram að byggja um “flottasta” makeup skólann á Íslandi,“ segir Sigurlaug Dröfn, betur þekkt sem Silla. Heiður Ósk og Ingunn hafa verið hluti af kennarahóp Söru og Sillu í Reykjavík Makeup School síðustu misseri og samhliða því haldið Snyrtinámskeið í samstarfi við skólann. Þær eru báðar lærðir förðunarfræðingar og viðskiptafræðingar og hafa starfað undir nafninu HI beauty og einnig bloggað undir sama nafni á síðunni Trendnet. Allar fjórar hafa mikla reynslu af förðun fyrir einstaklinga, myndatökur, auglýsingar, tískusýningar og fleira og eru spenntar fyrir verkefnunum fram undan. Heiða og Ingunn eru þakklátar fyrir tækifærið til að gerast meðeigendur Reykjavík Makeup School. „Það eru fyrst og fremst algjör forréttindi að fá́ að starfa við það sem þú́ elskar. Svona tækifæri fær maður ekki oft, og er búin að þurfa að klípa mig oft í́ höndina á́ síðustu dögum. Ég fyllist stolti að standa við hliðina á þessum frábæru konum og hlakka til að takast á́ við öll fjölbreyttu verkefnin sem okkur biða í́ framtíðinni saman,“ segir Heiður Ósk. „Þetta er draumi líkast. Að fá́ svona flott tækifæri og að starfa við það sem þú́ elskar,“ bætir Ingunn við.
Förðun Skóla - og menntamál Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira