Fótbolti

Sjö smitaðir hjá PSG sem tapaði gegn nýliðum

Sindri Sverrisson skrifar
Neymar og félagar töpuðu naumlega gegn Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir hálfum mánuði. Nýtt tímabil hófst í kvöld en Neymar gat ekki verið með vegna kórónuveirusmits.
Neymar og félagar töpuðu naumlega gegn Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir hálfum mánuði. Nýtt tímabil hófst í kvöld en Neymar gat ekki verið með vegna kórónuveirusmits. VÍSIR/GETTY

Sjö af stjörnum franska fótboltaliðsins PSG misstu af fyrsta leik liðsins á nýju tímabili í kvöld þar sem þeir smituðust allir af kórónuveirunni.

Meistarar PSG mættu nýliðum Lens á útivelli, fyrir framan 5.000 áhorfendur, og urðu að sætta sig við 1-0 tap.

Í lið PSG vantaði Neymar, Kylian Mbappe, Keylor Navas, Mauro Icardi, Angel Di Maria, Leandro Paredes og Marquinhos. Þeir smituðust allir af kórónuveirunni í fríinu stutta sem þeir fengu eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir hálfum mánuði. Þá er Thiago Silva horfinn á brott til Chelsea.

Markvörðurinn ungi Marcin Bulka lék aðeins sinn annan deildarleik fyrir PSG, og hann gerði skelfileg mistök þegar hann gaf boltann á leikmann Lens, Ignatius Ganago, á 57. mínútu. Ganago þakkaði fyrir sig og skoraði það sem reyndist svo sigurmark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×