Erlent

Sí­stroku­björn fangaður eftir 42 daga á flótta

Atli Ísleifsson skrifar
Papillon, einnig þekktur sem M49, þegar hann var á flótta.
Papillon, einnig þekktur sem M49, þegar hann var á flótta. Corpo Forestale dello Stato

42 dögum eftir að hafa strokið úr búri sínu í dýragarði sínu hefur veiðimönnum tekist að fanga skógarbjörninn Papillon í héraðinu Trento á Norður-Ítalíu.

Björninn, sem er 149 kíló að þyngd og hefur einnig gengið undir einkennisnafninu M49, tókst að flýja úr búri sínu í Casteller-dýragarðinum, skammt fyrir utan bæinn Trento.

Ástæða þess að honum var haldið í búri var að honum hafði áður tekist að flýja úr gerði sínu í garðinum. Hefur honum þannig verið lýst sem sá sem sé „efstur á lista yfir eftirlýsta birni Evrópu“.

Papillon tókst að komast út úr gerðinu í Casteller-dýragarðinum á Norður-Ítalíu.Corpo Forestale dello Stato

Þessir hæfileikar bjarnarins að strjúka hafa einnig orðið til þess að hann hefur verið kallaður Papillon og er það vísun í titil endurminningabókar rithöfundarins Henri Charriére þar sem hann sagði frá flótta úr fangelsi í Frönsku Gíneu. Bókin var kvikmynduð árið 1973.

Papillon strauk fyrst um miðjan júlí 2019 og tókst ekki að hafa hendur í hári hans fyrr en 29. apríl á þessu ári, það er eftir níu mánaði á flótta. Þá hafði björnin prílað yfir þrjár rafmagnsgirðingar og fjögurra metra háan múr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×