Leikgreining: Farið yfir það hvernig KR komst í undanúrslit Mjólkurbikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2020 19:35 Ægir Jarl Jónasson og Kristján Flóki Finnbogason skoruðu báðir er KR komst í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Björgvin Stefánsson er hins vegar enn frá vegna meiðsla. vísir/bára Breiðablik tók á móti KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gærkvöld. Líkt og í síðustu þremur viðureignum félaganna þar á undan þá hafði KR betur þrátt fyrir að leikurinn hafi verið jafn að mestu leyti. Lokatölur 4-2 Íslandsmeisturum KR í vil og þeir komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins í ár. Hér að neðan verður farið yfir leikinn og hvernig KR-ingar nákvæmlega höfðu betur á Kópavogsvelli í gær. Breiðablik Fyrir leik sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að hann væri ekki búinn að ákveða hvort Blikar myndu spila með þriggja eða fjögurra manna varnarlínu. Mögulega myndu þeir byrja í fjögurra manna og fara svo strax í þriggja manna, eða öfugt. Þegar leikurinn var hófst að Breiðablik var með þriggja manna varnarlínu. Ætli það megi ekki segja að þeir hafi stillt upp í 3-6-1 leikkerfi, svona í grunninn. Segja má að Andri Rafn Yeoman hafi verið í stöðu Brynjólfs Andersen Willumssonar en Andri Rafn var í frjálsri rullu á bakvið Thomas Mikkelsen framan af leik. Anton Ari Einarsson var í markinu. Damir Muminovic var hægra megin í vörninni, Viktor Örn Margeirsson fyrir miðju og Davíð Ingvarsson vinstra megin. Þar fyrir framan var Oliver Sigurjónsson. Gísli Eyjólfsson var í fljótandi vinstra megin á miðjunni með Alexander Helga Sigurðarson til hægri. Þar fyrir framan var Andri Rafn á meðan Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Karl Einarsson voru á sitt hvorum vængnum. Mikkelsen var svo upp á topp. KR KR-ingar eru töluvert fastmótaðri í sínu uppleggi. Rúnar Kristinsson, þjálfari þeirra, stillti upp í sitt uppáhalds leikkerfi, 4-2-3-1. Beitir Ólafsson var í markinu. Kennie Chopart, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Finnur Tómas Pálmason og Kristinn Jónsson mynduðu fjögurra manna varnarlínu. Þar fyrir framan sat Pálmi Rafn Pálmason og Finnur Orri Margeirsson var honum á hægri hönd með Ægi Jarl Jónasson fremstan á miðjunni. Atli Sigurjónsson og Óskar Örn Hauksson voru í sínum stöðum á vængjunum og Kristján Flóki Finnbogason var fremstur. Það má þó færa ágætis rök fyrir því að KR hafi verið í meira 4-1-4-1 leikkerfi en Finnur Orri var töluvert ofar á vellinum en oft áður. Hlaupageta hans kom að góðum notum en hann og Ægir Jarl áttu greinilega að hjálpa til við að pressa varnarlínu Blika þegar tækifæri gafst. Finnur Orri hendir sér hér í tæklingu alveg upp við mark Blika en hann var út um allan völl í gær.Mynd/Stöð 2 Sport Þá var Pálmi Rafn í hálfgerðu leikstjórnanda hlutverka rétt fyrir framan vörn KR-inga. Leikurinn sjálfur Eftir leik talaði Rúnar um einfaldan fótbolta. Hlaupa fyrir hvorn annan, berjast fyrir hvorn annan, nýta skyndisóknir og föst leikatriði. Það að spila einfaldan fótbolta getur þó verið erfitt en KR-ingar gerðu það listavel í gærkvöld. Á sama tíma talaði Óskar Hrafn um að varnarleikur sinna manna hafi verið óboðlegur. Vinstrisinnaðir Blikar Leikurinn í sjálfu sér var nokkuð rólegur framan af. Ljóst að langt var síðan þau spiluðu og menn virkuðu smá ryðgaðir. Blikar byrjuðu vel, fengu dauðafæri strax í upphafi eftir frábært uppspil. Gísli dró þá Kennie út úr stöðu, renndi honum til vinstri á Höskuld sem gaf fyrir á Mikkelsen en Beitir varði og Finnur Tómas hreinsaði svo af marklínunni í kjölfarið. Skömmu síðar áttu Blikar aftur góða sókn upp vinstri vænginn og aftur átti Höskuldur fyrirgjöf. Að þessu sinni sló Beitir boltann út í teig og Pálmi Rafn hreinsaði frá með tilþrifum. Strax í kjölfarið reyndi Damir langa sendingu úr öftustu línu upp á vinstri vænginn en Kennie skallaði frá. Það mæddi mikið á Kennie Chopart sem fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Þá hafði hann lagt upp eitt mark og nælt sér í gult spjald.VÍSIR/BÁRA Var þetta ákveðið þema í leik Blika en þeir reyndu ítrekað langar sendingar upp vinstri vænginn. Sérstaklega meðan staðan var jöfn og leikurinn í jafnvægi. Höskuldur var alveg upp við hliðarlínu á meðan Gísli Eyjólfs var að mestu í hálf-svæðinu (e. halfspaces) vinstra megin á vellinum. Liðið spilaði boltanum þá upp hægra megin og reyndi svo að færa hann hratt yfir til vinstri. Það gerðist nær aldrei að boltinn fór upp vinstra megin og hratt yfir til hægri. Fyrsti alvöru ´langi boltinn´ upp hægra megin kom á 55. mínútu þegar Viktor Örn sendi á nafna sinn Viktor Karl. Þetta er upplegg Blika í mörgum leikjum en þeir gerðu mögulega meira af þessu heldur en vanalega þar sem KR-ingar hafa fengið á sig mörk í undanförnum leikjum í kjölfar langra sendinga upp í vinstra hornið. Fyrra mark FH í 2-1 sigri liðsins á KR í Frostaskjólinu kom þannig sem og fyrsta mark Vals í 5-4 sigrinum í umferðinni eftir. Rólegur fyrri hálfleikur að mestu Síðan róaðist leikurinn töluvert, Blikar héldu boltanum vel og KR-ingar vörðust aftarlega á vellinum. Þeir sendu þó augljós skilaboð til Antons Ara en bæði Óskar Örn og Atli Sigurjóns reyndu skot lengst utan af velli þar sem Anton stóð nokkuð framarlega. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en KR-ingar voru ekki á þeim buxunum. Þeir skoruðu tvívegis undir lok fyrri hálfleiks en farið er yfir mörkin hér að neðan. Ægir Jarl gerði svo í raun út um leikinn í upphafi þess síðari með sínu öðru marki í leiknum. KR-ingar unnu boltann við miðlínu. Óskar Örn renndi honum á Ægi sem er góða 45 metra frá marki Blika. Ægir æðir af stað, flýgur fram hjá Oliver og á skot fyrir utan teig sem söng í netinu. Þrátt fyrir að vera 3-0 yfir þá héldu KR-ingar áfram að hápressa þegar þeir gátu. KR-ingar nýkomnir í 3-0 og samt á fullu í hápressunni.Mynd/Stöð 2 Sport Þökk sé hápressu KR-inga og þeirri staðreynd að Blikar höfðu engu að tapa varð leikurinn mjög opinn í kjölfarið. Gestirnir voru nálægt því að bæta við fjórða markinu áður en Blikar minnkuðu loks muninn en það kom jú eftir langa sendingu upp í vinstra hornið. Heimamenn höfðu haldið boltanum í dágóða stund og dregið KR liðið upp völlinn. Oliver fékk boltann fyrir miðju, snéri og sendi langan bolta upp í horn. Hjalti Sigurðsson – hægri bakvörður KR – rann, Höskuldur tók við boltanum og renndi honum út á Brynjólf Andersen sem skoraði af öryggi. Klippa: Breiðablik - KR 1-3 Blikar náðu þó ekki að láta kné fylgja kviði. KR komst í 4-1 áður en Blikar minnkuðu í 4-2 og reyndust það lokatölur. Markspyrnur Breiðabliks Íslandsmeistararnir settu samt mikla pressu á Blika þegar þeir gátu, sérstaklega eftir markspyrnur. Þar lentu Anton Ari og varnarmenn Breiðabliks oft í miklum vandræðum en hápressa KR virkaði mjög vel löngum köflum. KR-ingar pressuðu markspyrnur Blika nær allan leikinn.Skjáskot/Stöð 2 Sport Hefði Atli Sigurjóns átt að skora á 18. mínútu leiksins eftir að Anton Ari gaf beint á hann en markvörðurinn náði sem betur fer að verja skot Atla í horn. Í næstu markspyrnu skömmu síðar endaði Oliver á því að gefa hornspyrnu eftir pressu gestanna. Var Ægir Jarl næstum búin að skora eftir þá spyrnu en hann misreiknaði boltann og missti hann yfir sig. Hann bætti upp fyrir það síðar í leiknum. Hér má sjá þegar Atli skýst inn í sendingu Antons og kemst í dauðafæri.Mynd/Stöð 2 Sport Eftir þetta fór Anton að leita meira út á vængina í markspyrnum. Að sama skapi voru KR-ingar lítið í að spila út frá marki. Annað mark þeirra kom til að mynda eftir gömlu góðu Leið 1. Beitir var með boltanum í höndunum og negldi honum yfir endilangan völlinn. Viktor var í baráttu við Kristján Flóka og náði ekki að skalla frá. Boltinn skoppaði einu sinni áður en Damir skallaði frá með Flóka nánast í andlitinu. Boltinn beint á Atla sem tók við honum og smellti honum í netið. Klippa: Breiðablik - KR 0-2 Föst leikatriði KR Líkt og í fyrra átti Blikar í stökustu vandræðum með að verjast föstum leikatriðum gegn KR. Á síðustu leiktíð spiluðu KR-ingar vel úr þeim og skoruðu en í gærkvöldi lyftu þeir boltanum einfaldlega inn á teig og skoruðu. Fyrir utan fyrstu spyrnuna sem Anton kýldi frá þá reyndu Vesturbæingar mest megnis að senda boltann utarlega svo Anton kæmist ekki í hann. Það var eftir eina slíka sem Ægir skoraði fyrsta mark leiksins, það má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Breiðablik - KR 0-1 Í síðari hálfleik ákváðu KR-ingar að taka eina stutta hornspyrnu. Atli gaf þá á Hjalta sem setti boltann inn á teig á Ægi sem skallaði að þessu sinni í innanverða stöngina. Það er því ljóst að KR-ingar voru með ákveðið leikplan í föstum leikatriðum og segja má að hinn „einfaldi“ fótbolti sem Rúnar hafi lagt upp með hafi skilað sér. Að sama skapi gekk leikplan Blika að mörgu leyti upp og liðið fékk þó nokkur góð færi eftir langar skiptingar yfir á vinstri vænginn. Líkt og Óskar sagði eftir leik þá var varnarleikur þeirra á síðasta þriðjung ekki nægilega góður og það kostaði liðið í gær. KR er því komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins árið 2020 þar sem þeir mæta erkifjendum sínum í Val. Íslenski boltinn Fótbolti Mjólkurbikarinn KR Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna á Kópavogsvelli, FH mörkin þrjú og dramatíkina á Hlíðarenda FH, KR og Valur tryggðu sér í gærkvöldi síðustu þrjú sætin í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. 11. september 2020 09:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. 10. september 2020 21:45 Óskar Hrafn: Varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög ósáttur með varnarleik sinna manna í 4-2 tapi liðsins gegn KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Var þetta fjórða tap Blika gegn KR í röð. 10. september 2020 22:15 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
Breiðablik tók á móti KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gærkvöld. Líkt og í síðustu þremur viðureignum félaganna þar á undan þá hafði KR betur þrátt fyrir að leikurinn hafi verið jafn að mestu leyti. Lokatölur 4-2 Íslandsmeisturum KR í vil og þeir komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins í ár. Hér að neðan verður farið yfir leikinn og hvernig KR-ingar nákvæmlega höfðu betur á Kópavogsvelli í gær. Breiðablik Fyrir leik sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að hann væri ekki búinn að ákveða hvort Blikar myndu spila með þriggja eða fjögurra manna varnarlínu. Mögulega myndu þeir byrja í fjögurra manna og fara svo strax í þriggja manna, eða öfugt. Þegar leikurinn var hófst að Breiðablik var með þriggja manna varnarlínu. Ætli það megi ekki segja að þeir hafi stillt upp í 3-6-1 leikkerfi, svona í grunninn. Segja má að Andri Rafn Yeoman hafi verið í stöðu Brynjólfs Andersen Willumssonar en Andri Rafn var í frjálsri rullu á bakvið Thomas Mikkelsen framan af leik. Anton Ari Einarsson var í markinu. Damir Muminovic var hægra megin í vörninni, Viktor Örn Margeirsson fyrir miðju og Davíð Ingvarsson vinstra megin. Þar fyrir framan var Oliver Sigurjónsson. Gísli Eyjólfsson var í fljótandi vinstra megin á miðjunni með Alexander Helga Sigurðarson til hægri. Þar fyrir framan var Andri Rafn á meðan Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Karl Einarsson voru á sitt hvorum vængnum. Mikkelsen var svo upp á topp. KR KR-ingar eru töluvert fastmótaðri í sínu uppleggi. Rúnar Kristinsson, þjálfari þeirra, stillti upp í sitt uppáhalds leikkerfi, 4-2-3-1. Beitir Ólafsson var í markinu. Kennie Chopart, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Finnur Tómas Pálmason og Kristinn Jónsson mynduðu fjögurra manna varnarlínu. Þar fyrir framan sat Pálmi Rafn Pálmason og Finnur Orri Margeirsson var honum á hægri hönd með Ægi Jarl Jónasson fremstan á miðjunni. Atli Sigurjónsson og Óskar Örn Hauksson voru í sínum stöðum á vængjunum og Kristján Flóki Finnbogason var fremstur. Það má þó færa ágætis rök fyrir því að KR hafi verið í meira 4-1-4-1 leikkerfi en Finnur Orri var töluvert ofar á vellinum en oft áður. Hlaupageta hans kom að góðum notum en hann og Ægir Jarl áttu greinilega að hjálpa til við að pressa varnarlínu Blika þegar tækifæri gafst. Finnur Orri hendir sér hér í tæklingu alveg upp við mark Blika en hann var út um allan völl í gær.Mynd/Stöð 2 Sport Þá var Pálmi Rafn í hálfgerðu leikstjórnanda hlutverka rétt fyrir framan vörn KR-inga. Leikurinn sjálfur Eftir leik talaði Rúnar um einfaldan fótbolta. Hlaupa fyrir hvorn annan, berjast fyrir hvorn annan, nýta skyndisóknir og föst leikatriði. Það að spila einfaldan fótbolta getur þó verið erfitt en KR-ingar gerðu það listavel í gærkvöld. Á sama tíma talaði Óskar Hrafn um að varnarleikur sinna manna hafi verið óboðlegur. Vinstrisinnaðir Blikar Leikurinn í sjálfu sér var nokkuð rólegur framan af. Ljóst að langt var síðan þau spiluðu og menn virkuðu smá ryðgaðir. Blikar byrjuðu vel, fengu dauðafæri strax í upphafi eftir frábært uppspil. Gísli dró þá Kennie út úr stöðu, renndi honum til vinstri á Höskuld sem gaf fyrir á Mikkelsen en Beitir varði og Finnur Tómas hreinsaði svo af marklínunni í kjölfarið. Skömmu síðar áttu Blikar aftur góða sókn upp vinstri vænginn og aftur átti Höskuldur fyrirgjöf. Að þessu sinni sló Beitir boltann út í teig og Pálmi Rafn hreinsaði frá með tilþrifum. Strax í kjölfarið reyndi Damir langa sendingu úr öftustu línu upp á vinstri vænginn en Kennie skallaði frá. Það mæddi mikið á Kennie Chopart sem fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Þá hafði hann lagt upp eitt mark og nælt sér í gult spjald.VÍSIR/BÁRA Var þetta ákveðið þema í leik Blika en þeir reyndu ítrekað langar sendingar upp vinstri vænginn. Sérstaklega meðan staðan var jöfn og leikurinn í jafnvægi. Höskuldur var alveg upp við hliðarlínu á meðan Gísli Eyjólfs var að mestu í hálf-svæðinu (e. halfspaces) vinstra megin á vellinum. Liðið spilaði boltanum þá upp hægra megin og reyndi svo að færa hann hratt yfir til vinstri. Það gerðist nær aldrei að boltinn fór upp vinstra megin og hratt yfir til hægri. Fyrsti alvöru ´langi boltinn´ upp hægra megin kom á 55. mínútu þegar Viktor Örn sendi á nafna sinn Viktor Karl. Þetta er upplegg Blika í mörgum leikjum en þeir gerðu mögulega meira af þessu heldur en vanalega þar sem KR-ingar hafa fengið á sig mörk í undanförnum leikjum í kjölfar langra sendinga upp í vinstra hornið. Fyrra mark FH í 2-1 sigri liðsins á KR í Frostaskjólinu kom þannig sem og fyrsta mark Vals í 5-4 sigrinum í umferðinni eftir. Rólegur fyrri hálfleikur að mestu Síðan róaðist leikurinn töluvert, Blikar héldu boltanum vel og KR-ingar vörðust aftarlega á vellinum. Þeir sendu þó augljós skilaboð til Antons Ara en bæði Óskar Örn og Atli Sigurjóns reyndu skot lengst utan af velli þar sem Anton stóð nokkuð framarlega. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en KR-ingar voru ekki á þeim buxunum. Þeir skoruðu tvívegis undir lok fyrri hálfleiks en farið er yfir mörkin hér að neðan. Ægir Jarl gerði svo í raun út um leikinn í upphafi þess síðari með sínu öðru marki í leiknum. KR-ingar unnu boltann við miðlínu. Óskar Örn renndi honum á Ægi sem er góða 45 metra frá marki Blika. Ægir æðir af stað, flýgur fram hjá Oliver og á skot fyrir utan teig sem söng í netinu. Þrátt fyrir að vera 3-0 yfir þá héldu KR-ingar áfram að hápressa þegar þeir gátu. KR-ingar nýkomnir í 3-0 og samt á fullu í hápressunni.Mynd/Stöð 2 Sport Þökk sé hápressu KR-inga og þeirri staðreynd að Blikar höfðu engu að tapa varð leikurinn mjög opinn í kjölfarið. Gestirnir voru nálægt því að bæta við fjórða markinu áður en Blikar minnkuðu loks muninn en það kom jú eftir langa sendingu upp í vinstra hornið. Heimamenn höfðu haldið boltanum í dágóða stund og dregið KR liðið upp völlinn. Oliver fékk boltann fyrir miðju, snéri og sendi langan bolta upp í horn. Hjalti Sigurðsson – hægri bakvörður KR – rann, Höskuldur tók við boltanum og renndi honum út á Brynjólf Andersen sem skoraði af öryggi. Klippa: Breiðablik - KR 1-3 Blikar náðu þó ekki að láta kné fylgja kviði. KR komst í 4-1 áður en Blikar minnkuðu í 4-2 og reyndust það lokatölur. Markspyrnur Breiðabliks Íslandsmeistararnir settu samt mikla pressu á Blika þegar þeir gátu, sérstaklega eftir markspyrnur. Þar lentu Anton Ari og varnarmenn Breiðabliks oft í miklum vandræðum en hápressa KR virkaði mjög vel löngum köflum. KR-ingar pressuðu markspyrnur Blika nær allan leikinn.Skjáskot/Stöð 2 Sport Hefði Atli Sigurjóns átt að skora á 18. mínútu leiksins eftir að Anton Ari gaf beint á hann en markvörðurinn náði sem betur fer að verja skot Atla í horn. Í næstu markspyrnu skömmu síðar endaði Oliver á því að gefa hornspyrnu eftir pressu gestanna. Var Ægir Jarl næstum búin að skora eftir þá spyrnu en hann misreiknaði boltann og missti hann yfir sig. Hann bætti upp fyrir það síðar í leiknum. Hér má sjá þegar Atli skýst inn í sendingu Antons og kemst í dauðafæri.Mynd/Stöð 2 Sport Eftir þetta fór Anton að leita meira út á vængina í markspyrnum. Að sama skapi voru KR-ingar lítið í að spila út frá marki. Annað mark þeirra kom til að mynda eftir gömlu góðu Leið 1. Beitir var með boltanum í höndunum og negldi honum yfir endilangan völlinn. Viktor var í baráttu við Kristján Flóka og náði ekki að skalla frá. Boltinn skoppaði einu sinni áður en Damir skallaði frá með Flóka nánast í andlitinu. Boltinn beint á Atla sem tók við honum og smellti honum í netið. Klippa: Breiðablik - KR 0-2 Föst leikatriði KR Líkt og í fyrra átti Blikar í stökustu vandræðum með að verjast föstum leikatriðum gegn KR. Á síðustu leiktíð spiluðu KR-ingar vel úr þeim og skoruðu en í gærkvöldi lyftu þeir boltanum einfaldlega inn á teig og skoruðu. Fyrir utan fyrstu spyrnuna sem Anton kýldi frá þá reyndu Vesturbæingar mest megnis að senda boltann utarlega svo Anton kæmist ekki í hann. Það var eftir eina slíka sem Ægir skoraði fyrsta mark leiksins, það má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Breiðablik - KR 0-1 Í síðari hálfleik ákváðu KR-ingar að taka eina stutta hornspyrnu. Atli gaf þá á Hjalta sem setti boltann inn á teig á Ægi sem skallaði að þessu sinni í innanverða stöngina. Það er því ljóst að KR-ingar voru með ákveðið leikplan í föstum leikatriðum og segja má að hinn „einfaldi“ fótbolti sem Rúnar hafi lagt upp með hafi skilað sér. Að sama skapi gekk leikplan Blika að mörgu leyti upp og liðið fékk þó nokkur góð færi eftir langar skiptingar yfir á vinstri vænginn. Líkt og Óskar sagði eftir leik þá var varnarleikur þeirra á síðasta þriðjung ekki nægilega góður og það kostaði liðið í gær. KR er því komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins árið 2020 þar sem þeir mæta erkifjendum sínum í Val.
Íslenski boltinn Fótbolti Mjólkurbikarinn KR Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna á Kópavogsvelli, FH mörkin þrjú og dramatíkina á Hlíðarenda FH, KR og Valur tryggðu sér í gærkvöldi síðustu þrjú sætin í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. 11. september 2020 09:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. 10. september 2020 21:45 Óskar Hrafn: Varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög ósáttur með varnarleik sinna manna í 4-2 tapi liðsins gegn KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Var þetta fjórða tap Blika gegn KR í röð. 10. september 2020 22:15 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
Sjáðu markasúpuna á Kópavogsvelli, FH mörkin þrjú og dramatíkina á Hlíðarenda FH, KR og Valur tryggðu sér í gærkvöldi síðustu þrjú sætin í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. 11. september 2020 09:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30
Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. 10. september 2020 21:45
Óskar Hrafn: Varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög ósáttur með varnarleik sinna manna í 4-2 tapi liðsins gegn KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Var þetta fjórða tap Blika gegn KR í röð. 10. september 2020 22:15