„Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 16:15 Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir mynd Krists vera túlkunaratriði. Vísir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. Þá hefur hún einnig verið fjarlægð af Facebook-síðu Kirkjunnar. Skiptar skoðanir hafa verið um auglýsinguna og var mikil umræða um hina „nýju“ mynd Jesú í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins. Myndin hefur þó ekki verið tekin alveg úr dreifingu en hún prýðir nú einn strætisvagn borgarinnar. „Við skiptum um mynd og tókum hina niður [á Facebook] því ummælin voru orðin frekar svæsin,“ segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, í samtali við fréttastofu. Þó að myndin sé dottin út af Facebook verður hún notuð áfram af Kirkjunni að sögn Péturs. „Ummælin voru orðin mjög mörg og það er mjög gott að það sé umræða um Guðfræði og upplifun fólks en það voru komin ummæli þarna sem voru heldur svæsin og persónulega ljót. Það er ekki það sem við viljum. Við viljum að fólk geti tekist á um Guðfræði og Kristmyndir.“ Mun Kirkjan einhvern tíma aftur notast við myndir af Jesú sem eru kannski ekki hefðbundnar Jesúmyndir? „Kirkjusagan er uppfull af einhvers konar myndum af Kristi inni í samfélagsaðstæðum. Það er mjög líklegt að Kirkjan muni einhvern tíma birta auglýsingar, til dæmis um umhverfismál og mannréttindamál, þar sem Kristur tekur á sig mynd málefnanna. Það er hlutverk Kirkjunnar,“ segir Pétur. The Lamentation of Christ by the Holy Women sýnir Jesú með brjóst.vísir Ekki ásættanlegt að fólk nýti sér vettvang Kirkjunnar til að særa Hann segir fólk hafa skipst í tvo hópa eftir að auglýsingin var birt. Hóp fólk sem var fegið og fannst Kirkjan hingað til hafa verið lokuð og gat loks fundið sig innan Kirkjunnar. Hins vegar hafi hinn hópurinn verið óánægður og myndin hafi sært trúartilfinningar þessa fólks. Pétur segir meininguna aldrei hafa verið að særa neinn en þær kröfur séu þó gerðar að fólk níðist ekki á hvort öðru í umræðunni. „Facebook-vettvangur Kirkjunnar er opinn fyrir Guðfræðiumræðu hverskonar og upplifunum og skoðanaskiptum en við getum ekki sætt okkur við það að fólk sé ljótt við hvort annað.“ Jesú með brjóst ekki nýr á nálinni Birtingarmynd Jesú með brjóst er ekki ný á nálinni og má til að mynda finna útsaumaða rúmábreiðu frá Hóladómkirkju sem rekja má aftur til sautjándu aldar þar sem Jesús Kristur er með brjóst. Þá er Jesús einnig sýndur með brjóst á málverkinu The Lamentation of Christ by the Holy Women frá sextándu öld. Jesú með brjóst á rúmábreiðu frá Hóladómkirkju sem rekja má aftur til sautjándu aldar. Ábreiðuna má finna á Þjóðminjasafninu.Þjóðminjasafnið „Það var alveg ótrúleg opinberun þegar ég sá Christu í fyrsta skiptið. Christa er kona, nakin, þjáð og lamin á krossi og er listaverk sem er búið til á níunda áratugnum. Hún kemur þá inn í umræðu sem er þá að springa út um ofbeldi gegn konum,“ segir Pétur. „Þetta var mjög umdeilt verk en í dag er Christa altaristafla í kirkju.“ „Þegar við berum fram Krist inn í aðstæður erum við alltaf að túlka hann. Stundum er hann bara hefðbundinn og yfirleitt er það þannig en svo eru þessi skipti til þar sem hann er ekki hefðbundinn,“ segir Pétur. „Við förum fram með þetta verkefni í því ljósi að við búum í samfélagi sem er fjölbreytt og við þurfum að einbeita okkur að því að við erum öll eins í augum Guðs og eigum öll virðingu, ást og umhyggju skilið. Það er það sem myndin miðlar til okkar,“ segir Pétur. „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins.“ „Það er skylda okkar allra og þar á meðal Kirkjunnar.“ Þjóðkirkjan Hinsegin Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. 8. september 2020 19:22 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Svo virðist sem Trans-Jesú sé að fæla fólk úr þjóðkirkjunni. 9. september 2020 13:27 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Sjá meira
Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. Þá hefur hún einnig verið fjarlægð af Facebook-síðu Kirkjunnar. Skiptar skoðanir hafa verið um auglýsinguna og var mikil umræða um hina „nýju“ mynd Jesú í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins. Myndin hefur þó ekki verið tekin alveg úr dreifingu en hún prýðir nú einn strætisvagn borgarinnar. „Við skiptum um mynd og tókum hina niður [á Facebook] því ummælin voru orðin frekar svæsin,“ segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, í samtali við fréttastofu. Þó að myndin sé dottin út af Facebook verður hún notuð áfram af Kirkjunni að sögn Péturs. „Ummælin voru orðin mjög mörg og það er mjög gott að það sé umræða um Guðfræði og upplifun fólks en það voru komin ummæli þarna sem voru heldur svæsin og persónulega ljót. Það er ekki það sem við viljum. Við viljum að fólk geti tekist á um Guðfræði og Kristmyndir.“ Mun Kirkjan einhvern tíma aftur notast við myndir af Jesú sem eru kannski ekki hefðbundnar Jesúmyndir? „Kirkjusagan er uppfull af einhvers konar myndum af Kristi inni í samfélagsaðstæðum. Það er mjög líklegt að Kirkjan muni einhvern tíma birta auglýsingar, til dæmis um umhverfismál og mannréttindamál, þar sem Kristur tekur á sig mynd málefnanna. Það er hlutverk Kirkjunnar,“ segir Pétur. The Lamentation of Christ by the Holy Women sýnir Jesú með brjóst.vísir Ekki ásættanlegt að fólk nýti sér vettvang Kirkjunnar til að særa Hann segir fólk hafa skipst í tvo hópa eftir að auglýsingin var birt. Hóp fólk sem var fegið og fannst Kirkjan hingað til hafa verið lokuð og gat loks fundið sig innan Kirkjunnar. Hins vegar hafi hinn hópurinn verið óánægður og myndin hafi sært trúartilfinningar þessa fólks. Pétur segir meininguna aldrei hafa verið að særa neinn en þær kröfur séu þó gerðar að fólk níðist ekki á hvort öðru í umræðunni. „Facebook-vettvangur Kirkjunnar er opinn fyrir Guðfræðiumræðu hverskonar og upplifunum og skoðanaskiptum en við getum ekki sætt okkur við það að fólk sé ljótt við hvort annað.“ Jesú með brjóst ekki nýr á nálinni Birtingarmynd Jesú með brjóst er ekki ný á nálinni og má til að mynda finna útsaumaða rúmábreiðu frá Hóladómkirkju sem rekja má aftur til sautjándu aldar þar sem Jesús Kristur er með brjóst. Þá er Jesús einnig sýndur með brjóst á málverkinu The Lamentation of Christ by the Holy Women frá sextándu öld. Jesú með brjóst á rúmábreiðu frá Hóladómkirkju sem rekja má aftur til sautjándu aldar. Ábreiðuna má finna á Þjóðminjasafninu.Þjóðminjasafnið „Það var alveg ótrúleg opinberun þegar ég sá Christu í fyrsta skiptið. Christa er kona, nakin, þjáð og lamin á krossi og er listaverk sem er búið til á níunda áratugnum. Hún kemur þá inn í umræðu sem er þá að springa út um ofbeldi gegn konum,“ segir Pétur. „Þetta var mjög umdeilt verk en í dag er Christa altaristafla í kirkju.“ „Þegar við berum fram Krist inn í aðstæður erum við alltaf að túlka hann. Stundum er hann bara hefðbundinn og yfirleitt er það þannig en svo eru þessi skipti til þar sem hann er ekki hefðbundinn,“ segir Pétur. „Við förum fram með þetta verkefni í því ljósi að við búum í samfélagi sem er fjölbreytt og við þurfum að einbeita okkur að því að við erum öll eins í augum Guðs og eigum öll virðingu, ást og umhyggju skilið. Það er það sem myndin miðlar til okkar,“ segir Pétur. „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins.“ „Það er skylda okkar allra og þar á meðal Kirkjunnar.“
Þjóðkirkjan Hinsegin Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. 8. september 2020 19:22 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Svo virðist sem Trans-Jesú sé að fæla fólk úr þjóðkirkjunni. 9. september 2020 13:27 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Sjá meira
Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. 8. september 2020 19:22
Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26
Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Svo virðist sem Trans-Jesú sé að fæla fólk úr þjóðkirkjunni. 9. september 2020 13:27