Hræðast að óveður muni dreifa enn frekar úr eldunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2020 20:49 Óveðrið gæti dreift enn meira úr gróðureldunum sem geisað hafa á vesturströnd Bandaríkjanna undanfarnar þrjár vikur. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út rauða viðvörun vegna mikils óveðurs sem nálgast nú vesturströnd landsins. Miklum vindum er spáð og er mikil hætta á að vindarnir muni dreifa enn meira úr eldunum mannskæðu sem geisa nú á vesturströndinni. Vindstyrkur gæti náð allt að 64 kílómetrum á klukkustund í suðurhluta Oregon og ekkert útlit er fyrir að rigni. Eldarnir hafa geisað síðastliðnar þrjár vikur í Oregon, Kaliforníu og Washington ríkjum og hefur stórt landssvæði brunnið til kaldra kola sem og fjöldi heimila. Tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín og minnst 33 látist sökum eldanna. Enn er tuga saknað í Oregon ríki og hafa yfirvöld þar lýst því yfir að þau búist ekki við því að finna fólkið á lífi. Veðurskilyrði voru betri í gær, laugardag, en þau hafa verið undanfarnar vikur en bæði var kaldara í veðri og meiri raki í lofti. Veðurspár næstu daga eru þó ekkert fagnaðarefni fyrir íbúa á vesturströndinni og virðist enn langt í land þar til eldarnir verða sigraðir. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum hafa eldarnir brennt landsvæði á stærð við New Jersey, um 22,6 þúsund ferkílómetrar. Það jafnast á við fimmtung Íslands. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Tengdar fréttir Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50 „Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand“ Formaður Íslendingafélagsins í Norður- Kaliforníu segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon- ríki vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín. 12. september 2020 21:00 Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út rauða viðvörun vegna mikils óveðurs sem nálgast nú vesturströnd landsins. Miklum vindum er spáð og er mikil hætta á að vindarnir muni dreifa enn meira úr eldunum mannskæðu sem geisa nú á vesturströndinni. Vindstyrkur gæti náð allt að 64 kílómetrum á klukkustund í suðurhluta Oregon og ekkert útlit er fyrir að rigni. Eldarnir hafa geisað síðastliðnar þrjár vikur í Oregon, Kaliforníu og Washington ríkjum og hefur stórt landssvæði brunnið til kaldra kola sem og fjöldi heimila. Tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín og minnst 33 látist sökum eldanna. Enn er tuga saknað í Oregon ríki og hafa yfirvöld þar lýst því yfir að þau búist ekki við því að finna fólkið á lífi. Veðurskilyrði voru betri í gær, laugardag, en þau hafa verið undanfarnar vikur en bæði var kaldara í veðri og meiri raki í lofti. Veðurspár næstu daga eru þó ekkert fagnaðarefni fyrir íbúa á vesturströndinni og virðist enn langt í land þar til eldarnir verða sigraðir. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum hafa eldarnir brennt landsvæði á stærð við New Jersey, um 22,6 þúsund ferkílómetrar. Það jafnast á við fimmtung Íslands.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Tengdar fréttir Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50 „Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand“ Formaður Íslendingafélagsins í Norður- Kaliforníu segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon- ríki vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín. 12. september 2020 21:00 Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50
„Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand“ Formaður Íslendingafélagsins í Norður- Kaliforníu segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon- ríki vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín. 12. september 2020 21:00
Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11