Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2020 08:36 Slökkviliðsmenn í Kaliforníu berjast við gróðureld. EPA/Etienne Laurent Minnst 35 eru látnir vegna þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga eða hafa logað á vesturströnd Bandaríkjanna. Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. Demókratar segja ástandið vera til komið vegna loftslagsbreytinga. Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans segja að slæmri umhirðu skóga og gróðurlendis sé um að kenna. Forsetinn er nú á leið til McClellangarðs í Kaliforníu og þar ætlar hann að hitta Gavin Newsom, ríkisstjóra. Newsom gekk um brunarústir í Kaliforníu á föstudaginn og gagnrýndi hann aðila sem afneita loftslagsbreytingum fyrir „hugmyndafræðilegt kjaftæði“. „Umræðunni um loftslagsbreytingar er lokið. Komdu bara til Kaliforníu og skoðaðu breytingarnar með berum augum,“ sagði Newsom. Samkvæmt AP fréttaveitunni ítrekaði hann að íbúar Kaliforníu hefðu nýverið upplifað heitasta ágústmánuð frá því mælingar hófust og um 14 þúsund eldingar hefðu kveikt hundruð elda í ríkinu. Þar á meðal hefðu fimm af tíu stærstu gróðureldum í sögu Kaliforníu logað á þessu ári. Ríkisstjórar sameinaðir Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, sagði i gær að það væri óþolandi að á sama tíma og íbúar vesturstrandarinnar stæðu frammi fyrir þessum áskorunum, væri forseti Bandaríkjanna, að fara með rangar fullyrðingar um ástandið. Kate Brown, ríkisstjóri Oregon, sagði einnig í gær að ástandið væri til marks um loftslagsbreytingar. Hún sagði að á hefðbundnu ári brenni um hálf milljón ekra að jafnaði. Bara í síðustu viku hefðu milljón ekrur brunnið í ríkinu. Oregon hefði gengið í gegnum mikla þurrka. Hún sagði ástandið vera áminningu um að grípa þyrfti til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Trump hefur lengi haldið því fram að stærsta ástæðan fyrir skógareldum á vesturströnd Bandaríkjanna sé að dauðar greinar og tré séu ekki rakaðar á brott. Umhirða skóga sé ekki nægjanleg. Ítrekaði hann það á kosningafundi í gærkvöldi. Árið 2018 staðhæfði hann að ástæða þess hve fátíðir skógareldar væru í Finnlandi, væri vegna þess að Finnar rökuðu sína skóga. Finnar gerðu mikið grín að ummælum forsetans. Borgarstjóri Los Angeles gagnrýndi ríkisstjórn Bandaríkjanna í gær og sakaði Trump um að sýna ástandinu lítinn áhuga vegna þess hve íbúar vesturstrandarinnar eru vinstri sinnaðir, heilt yfir. „Hann á eftir að koma hingað og segja okkur að hann sé að senda okkur hrífur en ekki meiri hjálp. Við þurfum raunverulega hjálp, ekki byggða á því hvaða flokk við erum skráð í eða hvernig við kusum,“ sagði Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, í viðtali á CNN. "This is climate change. Los Angeles Mayor Eric Garcetti pushed back on President Trump's frequent characterization of wildfires, like those currently ravaging the West Coast, as simply a forest management issue. https://t.co/qYqpVe7RuK pic.twitter.com/OqnLWTg7CD— CNN (@CNN) September 13, 2020 Í frétt Politico segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Trump virðist láta pólitík hafa áhrif á ákvarðanir sínar og umræðu. Það hafi hann einnig gert í faraldri nýju kórónuveirunnar. Í upphafi faraldursins hafi hann til að mynda gagnrýnt Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, ítrekað. Í kjölfarið hefur hann sömuleiðis gagnrýnt aðra demókrata harðlega og ítrekað sakað þá um að bregðast íbúum varðandi faraldurinn. Þá hafa fregnir borist af því að starfsmenn Hvíta hússins hafi þar að auki ákveðið fyrr á árinu að draga úr viðbrögðum vegna faraldursins þar sem hann kom þá verst niður á íbúum ríkja þar sem ríkisstjórar voru Demókratar. Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hræðast að óveður muni dreifa enn frekar úr eldunum Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út rauða viðvörun vegna mikils óveðurs sem nálgast nú vesturströnd landsins. Veðrið boðar ekki gott, en miklum vindum og engri rigningu er spáð, og talið er að gróðureldarnir sem þar geisa muni dreifast enn meira. 13. september 2020 20:49 Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50 Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Minnst 35 eru látnir vegna þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga eða hafa logað á vesturströnd Bandaríkjanna. Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. Demókratar segja ástandið vera til komið vegna loftslagsbreytinga. Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans segja að slæmri umhirðu skóga og gróðurlendis sé um að kenna. Forsetinn er nú á leið til McClellangarðs í Kaliforníu og þar ætlar hann að hitta Gavin Newsom, ríkisstjóra. Newsom gekk um brunarústir í Kaliforníu á föstudaginn og gagnrýndi hann aðila sem afneita loftslagsbreytingum fyrir „hugmyndafræðilegt kjaftæði“. „Umræðunni um loftslagsbreytingar er lokið. Komdu bara til Kaliforníu og skoðaðu breytingarnar með berum augum,“ sagði Newsom. Samkvæmt AP fréttaveitunni ítrekaði hann að íbúar Kaliforníu hefðu nýverið upplifað heitasta ágústmánuð frá því mælingar hófust og um 14 þúsund eldingar hefðu kveikt hundruð elda í ríkinu. Þar á meðal hefðu fimm af tíu stærstu gróðureldum í sögu Kaliforníu logað á þessu ári. Ríkisstjórar sameinaðir Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, sagði i gær að það væri óþolandi að á sama tíma og íbúar vesturstrandarinnar stæðu frammi fyrir þessum áskorunum, væri forseti Bandaríkjanna, að fara með rangar fullyrðingar um ástandið. Kate Brown, ríkisstjóri Oregon, sagði einnig í gær að ástandið væri til marks um loftslagsbreytingar. Hún sagði að á hefðbundnu ári brenni um hálf milljón ekra að jafnaði. Bara í síðustu viku hefðu milljón ekrur brunnið í ríkinu. Oregon hefði gengið í gegnum mikla þurrka. Hún sagði ástandið vera áminningu um að grípa þyrfti til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Trump hefur lengi haldið því fram að stærsta ástæðan fyrir skógareldum á vesturströnd Bandaríkjanna sé að dauðar greinar og tré séu ekki rakaðar á brott. Umhirða skóga sé ekki nægjanleg. Ítrekaði hann það á kosningafundi í gærkvöldi. Árið 2018 staðhæfði hann að ástæða þess hve fátíðir skógareldar væru í Finnlandi, væri vegna þess að Finnar rökuðu sína skóga. Finnar gerðu mikið grín að ummælum forsetans. Borgarstjóri Los Angeles gagnrýndi ríkisstjórn Bandaríkjanna í gær og sakaði Trump um að sýna ástandinu lítinn áhuga vegna þess hve íbúar vesturstrandarinnar eru vinstri sinnaðir, heilt yfir. „Hann á eftir að koma hingað og segja okkur að hann sé að senda okkur hrífur en ekki meiri hjálp. Við þurfum raunverulega hjálp, ekki byggða á því hvaða flokk við erum skráð í eða hvernig við kusum,“ sagði Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, í viðtali á CNN. "This is climate change. Los Angeles Mayor Eric Garcetti pushed back on President Trump's frequent characterization of wildfires, like those currently ravaging the West Coast, as simply a forest management issue. https://t.co/qYqpVe7RuK pic.twitter.com/OqnLWTg7CD— CNN (@CNN) September 13, 2020 Í frétt Politico segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Trump virðist láta pólitík hafa áhrif á ákvarðanir sínar og umræðu. Það hafi hann einnig gert í faraldri nýju kórónuveirunnar. Í upphafi faraldursins hafi hann til að mynda gagnrýnt Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, ítrekað. Í kjölfarið hefur hann sömuleiðis gagnrýnt aðra demókrata harðlega og ítrekað sakað þá um að bregðast íbúum varðandi faraldurinn. Þá hafa fregnir borist af því að starfsmenn Hvíta hússins hafi þar að auki ákveðið fyrr á árinu að draga úr viðbrögðum vegna faraldursins þar sem hann kom þá verst niður á íbúum ríkja þar sem ríkisstjórar voru Demókratar.
Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hræðast að óveður muni dreifa enn frekar úr eldunum Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út rauða viðvörun vegna mikils óveðurs sem nálgast nú vesturströnd landsins. Veðrið boðar ekki gott, en miklum vindum og engri rigningu er spáð, og talið er að gróðureldarnir sem þar geisa muni dreifast enn meira. 13. september 2020 20:49 Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50 Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Hræðast að óveður muni dreifa enn frekar úr eldunum Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út rauða viðvörun vegna mikils óveðurs sem nálgast nú vesturströnd landsins. Veðrið boðar ekki gott, en miklum vindum og engri rigningu er spáð, og talið er að gróðureldarnir sem þar geisa muni dreifast enn meira. 13. september 2020 20:49
Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50
Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11
Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55