Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2020 08:36 Slökkviliðsmenn í Kaliforníu berjast við gróðureld. EPA/Etienne Laurent Minnst 35 eru látnir vegna þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga eða hafa logað á vesturströnd Bandaríkjanna. Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. Demókratar segja ástandið vera til komið vegna loftslagsbreytinga. Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans segja að slæmri umhirðu skóga og gróðurlendis sé um að kenna. Forsetinn er nú á leið til McClellangarðs í Kaliforníu og þar ætlar hann að hitta Gavin Newsom, ríkisstjóra. Newsom gekk um brunarústir í Kaliforníu á föstudaginn og gagnrýndi hann aðila sem afneita loftslagsbreytingum fyrir „hugmyndafræðilegt kjaftæði“. „Umræðunni um loftslagsbreytingar er lokið. Komdu bara til Kaliforníu og skoðaðu breytingarnar með berum augum,“ sagði Newsom. Samkvæmt AP fréttaveitunni ítrekaði hann að íbúar Kaliforníu hefðu nýverið upplifað heitasta ágústmánuð frá því mælingar hófust og um 14 þúsund eldingar hefðu kveikt hundruð elda í ríkinu. Þar á meðal hefðu fimm af tíu stærstu gróðureldum í sögu Kaliforníu logað á þessu ári. Ríkisstjórar sameinaðir Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, sagði i gær að það væri óþolandi að á sama tíma og íbúar vesturstrandarinnar stæðu frammi fyrir þessum áskorunum, væri forseti Bandaríkjanna, að fara með rangar fullyrðingar um ástandið. Kate Brown, ríkisstjóri Oregon, sagði einnig í gær að ástandið væri til marks um loftslagsbreytingar. Hún sagði að á hefðbundnu ári brenni um hálf milljón ekra að jafnaði. Bara í síðustu viku hefðu milljón ekrur brunnið í ríkinu. Oregon hefði gengið í gegnum mikla þurrka. Hún sagði ástandið vera áminningu um að grípa þyrfti til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Trump hefur lengi haldið því fram að stærsta ástæðan fyrir skógareldum á vesturströnd Bandaríkjanna sé að dauðar greinar og tré séu ekki rakaðar á brott. Umhirða skóga sé ekki nægjanleg. Ítrekaði hann það á kosningafundi í gærkvöldi. Árið 2018 staðhæfði hann að ástæða þess hve fátíðir skógareldar væru í Finnlandi, væri vegna þess að Finnar rökuðu sína skóga. Finnar gerðu mikið grín að ummælum forsetans. Borgarstjóri Los Angeles gagnrýndi ríkisstjórn Bandaríkjanna í gær og sakaði Trump um að sýna ástandinu lítinn áhuga vegna þess hve íbúar vesturstrandarinnar eru vinstri sinnaðir, heilt yfir. „Hann á eftir að koma hingað og segja okkur að hann sé að senda okkur hrífur en ekki meiri hjálp. Við þurfum raunverulega hjálp, ekki byggða á því hvaða flokk við erum skráð í eða hvernig við kusum,“ sagði Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, í viðtali á CNN. "This is climate change. Los Angeles Mayor Eric Garcetti pushed back on President Trump's frequent characterization of wildfires, like those currently ravaging the West Coast, as simply a forest management issue. https://t.co/qYqpVe7RuK pic.twitter.com/OqnLWTg7CD— CNN (@CNN) September 13, 2020 Í frétt Politico segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Trump virðist láta pólitík hafa áhrif á ákvarðanir sínar og umræðu. Það hafi hann einnig gert í faraldri nýju kórónuveirunnar. Í upphafi faraldursins hafi hann til að mynda gagnrýnt Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, ítrekað. Í kjölfarið hefur hann sömuleiðis gagnrýnt aðra demókrata harðlega og ítrekað sakað þá um að bregðast íbúum varðandi faraldurinn. Þá hafa fregnir borist af því að starfsmenn Hvíta hússins hafi þar að auki ákveðið fyrr á árinu að draga úr viðbrögðum vegna faraldursins þar sem hann kom þá verst niður á íbúum ríkja þar sem ríkisstjórar voru Demókratar. Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hræðast að óveður muni dreifa enn frekar úr eldunum Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út rauða viðvörun vegna mikils óveðurs sem nálgast nú vesturströnd landsins. Veðrið boðar ekki gott, en miklum vindum og engri rigningu er spáð, og talið er að gróðureldarnir sem þar geisa muni dreifast enn meira. 13. september 2020 20:49 Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50 Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Minnst 35 eru látnir vegna þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga eða hafa logað á vesturströnd Bandaríkjanna. Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. Demókratar segja ástandið vera til komið vegna loftslagsbreytinga. Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans segja að slæmri umhirðu skóga og gróðurlendis sé um að kenna. Forsetinn er nú á leið til McClellangarðs í Kaliforníu og þar ætlar hann að hitta Gavin Newsom, ríkisstjóra. Newsom gekk um brunarústir í Kaliforníu á föstudaginn og gagnrýndi hann aðila sem afneita loftslagsbreytingum fyrir „hugmyndafræðilegt kjaftæði“. „Umræðunni um loftslagsbreytingar er lokið. Komdu bara til Kaliforníu og skoðaðu breytingarnar með berum augum,“ sagði Newsom. Samkvæmt AP fréttaveitunni ítrekaði hann að íbúar Kaliforníu hefðu nýverið upplifað heitasta ágústmánuð frá því mælingar hófust og um 14 þúsund eldingar hefðu kveikt hundruð elda í ríkinu. Þar á meðal hefðu fimm af tíu stærstu gróðureldum í sögu Kaliforníu logað á þessu ári. Ríkisstjórar sameinaðir Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, sagði i gær að það væri óþolandi að á sama tíma og íbúar vesturstrandarinnar stæðu frammi fyrir þessum áskorunum, væri forseti Bandaríkjanna, að fara með rangar fullyrðingar um ástandið. Kate Brown, ríkisstjóri Oregon, sagði einnig í gær að ástandið væri til marks um loftslagsbreytingar. Hún sagði að á hefðbundnu ári brenni um hálf milljón ekra að jafnaði. Bara í síðustu viku hefðu milljón ekrur brunnið í ríkinu. Oregon hefði gengið í gegnum mikla þurrka. Hún sagði ástandið vera áminningu um að grípa þyrfti til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Trump hefur lengi haldið því fram að stærsta ástæðan fyrir skógareldum á vesturströnd Bandaríkjanna sé að dauðar greinar og tré séu ekki rakaðar á brott. Umhirða skóga sé ekki nægjanleg. Ítrekaði hann það á kosningafundi í gærkvöldi. Árið 2018 staðhæfði hann að ástæða þess hve fátíðir skógareldar væru í Finnlandi, væri vegna þess að Finnar rökuðu sína skóga. Finnar gerðu mikið grín að ummælum forsetans. Borgarstjóri Los Angeles gagnrýndi ríkisstjórn Bandaríkjanna í gær og sakaði Trump um að sýna ástandinu lítinn áhuga vegna þess hve íbúar vesturstrandarinnar eru vinstri sinnaðir, heilt yfir. „Hann á eftir að koma hingað og segja okkur að hann sé að senda okkur hrífur en ekki meiri hjálp. Við þurfum raunverulega hjálp, ekki byggða á því hvaða flokk við erum skráð í eða hvernig við kusum,“ sagði Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, í viðtali á CNN. "This is climate change. Los Angeles Mayor Eric Garcetti pushed back on President Trump's frequent characterization of wildfires, like those currently ravaging the West Coast, as simply a forest management issue. https://t.co/qYqpVe7RuK pic.twitter.com/OqnLWTg7CD— CNN (@CNN) September 13, 2020 Í frétt Politico segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Trump virðist láta pólitík hafa áhrif á ákvarðanir sínar og umræðu. Það hafi hann einnig gert í faraldri nýju kórónuveirunnar. Í upphafi faraldursins hafi hann til að mynda gagnrýnt Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, ítrekað. Í kjölfarið hefur hann sömuleiðis gagnrýnt aðra demókrata harðlega og ítrekað sakað þá um að bregðast íbúum varðandi faraldurinn. Þá hafa fregnir borist af því að starfsmenn Hvíta hússins hafi þar að auki ákveðið fyrr á árinu að draga úr viðbrögðum vegna faraldursins þar sem hann kom þá verst niður á íbúum ríkja þar sem ríkisstjórar voru Demókratar.
Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hræðast að óveður muni dreifa enn frekar úr eldunum Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út rauða viðvörun vegna mikils óveðurs sem nálgast nú vesturströnd landsins. Veðrið boðar ekki gott, en miklum vindum og engri rigningu er spáð, og talið er að gróðureldarnir sem þar geisa muni dreifast enn meira. 13. september 2020 20:49 Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50 Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Hræðast að óveður muni dreifa enn frekar úr eldunum Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út rauða viðvörun vegna mikils óveðurs sem nálgast nú vesturströnd landsins. Veðrið boðar ekki gott, en miklum vindum og engri rigningu er spáð, og talið er að gróðureldarnir sem þar geisa muni dreifast enn meira. 13. september 2020 20:49
Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50
Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11
Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent