Hver á að greiða fyrir orkuskiptin? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 14. september 2020 11:00 Ungt par keypti sér íbúð í fjöleignahúsi fyrir 1 ári síðan. Þegar unga parið ákvað að takast á við þessa miklu fjárfestingu var vitað að ráðast þyrfti í viðgerð á fjöleignarhúsinu og því myndi fylgja aukinn kostnaður. Þau ákváðu samt sem áður að festa sér íbúðina og fóru jafnframt í þónokkrar framkvæmdir á íbúðinni umfram þær viðgerðir sem þau vissu að þyrfti að gera á húsinu sjálfu. Einsýnt var að hagkvæmast var að bíða ekki með það að takast á við viðgerðina á húsinu þar sem endurgreiðsla virðisaukaskatts var af vinnu iðnaðarmanna við verkið, átakið „Allir vinna“ skipti sköpum og það munar um minna í svona stórframkvæmd. Í júní samþykkti meirihluti Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Aðdragandi þessarar lagasetningar var sá að félags- og barnamálaráðherra lagði málið fram í desember 2019, það fór svo til Velferðarnefndar til umfjöllunar. Nefndin fjallaði um málið og fékk til sín gesti. Það var svo afgreitt úr nefnd og inn í þingsal til annarrar umræðu. Á þeim tímapunkti var ljóst að þessi lagasetning myndi verða íþyngjandi fyrir stóran hóp fólks, bæði unga og aldna. Í umræðum um málið voru nokkur atriði sem stóðu upp úr og sérstaklega verður að taka til kostnaðar sem lendir á öllum íbúum búsettum í fjöleignahúsinu, hvort sem þeim líka betur eða verr. Þetta frumvarp er þannig úr garði gert að það getur haft í för með sér verulega óvænt útgjöld fyrir húseigendur. Það er allt of langt gengið í að binda hendur eigenda til að taka þátt í kostnaði við uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla og getur orðið til þess að ósætti skapast á milli íbúðareigenda. Það er óskýrt hvað felst í því orðalagi að hægt sé að fresta framkvæmdum ef sameiginlegur kostnaður telst „óvenju hár“ og sömuleiðis er sagt að húsfélagi sé heimilt að krefjast „hóflegrar mánaðarlegrar þóknunar“, hversu lág eða há er sú þóknun? Vissulega er markmið frumvarpsins að liðka fyrir rafbílavæðingu í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum. Ef stefnt er að aukinni rafbílavæðingu er vissulega mikilvægt að fjölga hleðslumöguleikum og auka aðgengi að hleðslubúnaði. Þessi leið sem lögfest var að meirihluta Alþingis er ekki besta leiðin til þess að ná því markmiði og furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hleypt þessu máli í gegn. Ríkið hefði svo auðveldlega geta staðið fyrir styrkjum til uppsetningar hleðslubúnaðar til þeirra íbúa landsins sem búa í fjöleignahúsum og hyggjast aka um á rafbílum, hægt hefði verið að fara í samvinnu við orkufyrirtæki og fleiri aðila á hverjum stað frekar en að leggja kostnað af uppsetningu hleðslubúnaðar á aðra íbúa fjöleignahúsa, nóg er nú samt. Til að draga þetta saman og að upphafi greinarinnar, unga parið sem festi kaup á íbúð í fjöleignahúsinu sér nú fram á að þurfa að reiða fram umtalsverða fjármuni vegna þess að setja á upp hleðslubúnað við fjöleignahúsið, hvort sem þeim líka betur eða verr og verst er að það eru fleiri í sömu sporum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Orkumál Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ungt par keypti sér íbúð í fjöleignahúsi fyrir 1 ári síðan. Þegar unga parið ákvað að takast á við þessa miklu fjárfestingu var vitað að ráðast þyrfti í viðgerð á fjöleignarhúsinu og því myndi fylgja aukinn kostnaður. Þau ákváðu samt sem áður að festa sér íbúðina og fóru jafnframt í þónokkrar framkvæmdir á íbúðinni umfram þær viðgerðir sem þau vissu að þyrfti að gera á húsinu sjálfu. Einsýnt var að hagkvæmast var að bíða ekki með það að takast á við viðgerðina á húsinu þar sem endurgreiðsla virðisaukaskatts var af vinnu iðnaðarmanna við verkið, átakið „Allir vinna“ skipti sköpum og það munar um minna í svona stórframkvæmd. Í júní samþykkti meirihluti Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Aðdragandi þessarar lagasetningar var sá að félags- og barnamálaráðherra lagði málið fram í desember 2019, það fór svo til Velferðarnefndar til umfjöllunar. Nefndin fjallaði um málið og fékk til sín gesti. Það var svo afgreitt úr nefnd og inn í þingsal til annarrar umræðu. Á þeim tímapunkti var ljóst að þessi lagasetning myndi verða íþyngjandi fyrir stóran hóp fólks, bæði unga og aldna. Í umræðum um málið voru nokkur atriði sem stóðu upp úr og sérstaklega verður að taka til kostnaðar sem lendir á öllum íbúum búsettum í fjöleignahúsinu, hvort sem þeim líka betur eða verr. Þetta frumvarp er þannig úr garði gert að það getur haft í för með sér verulega óvænt útgjöld fyrir húseigendur. Það er allt of langt gengið í að binda hendur eigenda til að taka þátt í kostnaði við uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla og getur orðið til þess að ósætti skapast á milli íbúðareigenda. Það er óskýrt hvað felst í því orðalagi að hægt sé að fresta framkvæmdum ef sameiginlegur kostnaður telst „óvenju hár“ og sömuleiðis er sagt að húsfélagi sé heimilt að krefjast „hóflegrar mánaðarlegrar þóknunar“, hversu lág eða há er sú þóknun? Vissulega er markmið frumvarpsins að liðka fyrir rafbílavæðingu í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum. Ef stefnt er að aukinni rafbílavæðingu er vissulega mikilvægt að fjölga hleðslumöguleikum og auka aðgengi að hleðslubúnaði. Þessi leið sem lögfest var að meirihluta Alþingis er ekki besta leiðin til þess að ná því markmiði og furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hleypt þessu máli í gegn. Ríkið hefði svo auðveldlega geta staðið fyrir styrkjum til uppsetningar hleðslubúnaðar til þeirra íbúa landsins sem búa í fjöleignahúsum og hyggjast aka um á rafbílum, hægt hefði verið að fara í samvinnu við orkufyrirtæki og fleiri aðila á hverjum stað frekar en að leggja kostnað af uppsetningu hleðslubúnaðar á aðra íbúa fjöleignahúsa, nóg er nú samt. Til að draga þetta saman og að upphafi greinarinnar, unga parið sem festi kaup á íbúð í fjöleignahúsinu sér nú fram á að þurfa að reiða fram umtalsverða fjármuni vegna þess að setja á upp hleðslubúnað við fjöleignahúsið, hvort sem þeim líka betur eða verr og verst er að það eru fleiri í sömu sporum.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar