Tjáði neyðarlínu að hann væri fangi félaga sinna og þeir ætluðu að meiða hann Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2020 11:11 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til leitar að manninum um helgina. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem fannst eftir leit björgunarsveita í Þjórsárdal í gærmorgun hringdi á neyðarlínu um nóttina og sagði að ferðafélagar hans hefðu numið hann á brott og hygðust vinna honum mein. Ferðafélagar mannsins höfðu „aðra sögu að segja“ en mennirnir voru allir látnir lausir úr haldi lögreglu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Þar segir að maðurinn hafi haft litlar skýringar á staðsetningu sinni í samtali við neyðarlínu og hann svo slitið símtalinu. Ekki náðist í hann aftur. Eftir greiningu á samskiptum við fjarskiptakerfi var ráðist í leit að manninum í Þjórsárdal. Ferðafélagar mannsins fundust nokkru síðar á bensínlausum bíl. Ástand þeirra var „misgott“, að því er segir í tilkynningu lögreglu en ekki eru gefnar frekari skýringar á því. Þá hafi ferðafélagarnir haft „aðra sögu að segja“ en maðurinn, sem hafði haldið því fram að þeir hefðu numið sig á brott og ætluðu að meiða sig. Vonskuveður var þarna um nóttina og voru björgunarsveitir, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, kallaðar út. Áhöfn þyrlunnar fann manninn austan við Fossá um klukkan 7:30 á sunnudagsmorgun, „fáklæddan en nokkuð hressan“. Mennirnir voru allir fluttir á lögreglustöðina á Selfossi en fóru koll af kolli frjálsir ferða sinna eftir því sem leið á daginn. Sá síðasti yfirgaf stöðina um kvöldmatarleytið. „Var þá komin nokkuð góð mynd á málið sem að lögum verður ekki fellt undir refsimál og verður rannsókn þess hætt,“ segir í tilkynningu lögreglu. Ekki náðist í lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun. Björgunarsveitir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Lögreglumál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Maðurinn sem fannst eftir leit björgunarsveita í Þjórsárdal í gærmorgun hringdi á neyðarlínu um nóttina og sagði að ferðafélagar hans hefðu numið hann á brott og hygðust vinna honum mein. Ferðafélagar mannsins höfðu „aðra sögu að segja“ en mennirnir voru allir látnir lausir úr haldi lögreglu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Þar segir að maðurinn hafi haft litlar skýringar á staðsetningu sinni í samtali við neyðarlínu og hann svo slitið símtalinu. Ekki náðist í hann aftur. Eftir greiningu á samskiptum við fjarskiptakerfi var ráðist í leit að manninum í Þjórsárdal. Ferðafélagar mannsins fundust nokkru síðar á bensínlausum bíl. Ástand þeirra var „misgott“, að því er segir í tilkynningu lögreglu en ekki eru gefnar frekari skýringar á því. Þá hafi ferðafélagarnir haft „aðra sögu að segja“ en maðurinn, sem hafði haldið því fram að þeir hefðu numið sig á brott og ætluðu að meiða sig. Vonskuveður var þarna um nóttina og voru björgunarsveitir, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, kallaðar út. Áhöfn þyrlunnar fann manninn austan við Fossá um klukkan 7:30 á sunnudagsmorgun, „fáklæddan en nokkuð hressan“. Mennirnir voru allir fluttir á lögreglustöðina á Selfossi en fóru koll af kolli frjálsir ferða sinna eftir því sem leið á daginn. Sá síðasti yfirgaf stöðina um kvöldmatarleytið. „Var þá komin nokkuð góð mynd á málið sem að lögum verður ekki fellt undir refsimál og verður rannsókn þess hætt,“ segir í tilkynningu lögreglu. Ekki náðist í lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun.
Björgunarsveitir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Lögreglumál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira