Innlent

112. upplýsingafundurinn: Víðir snýr aftur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 14 í Katrínartúni.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reyisson, yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.

Víðir hefur verið fjarri góðu gamni undanfarnar vikur eftir að botnlanginn var fjarlægður úr honum. Hann snýr nú aftur í sitt hlutverk.

Fundurinn verður sem fyrr í beinni útsendingu á Vísi og Bylgjunni auk þess sem textalýsing verður hér að neðan fyrir þá sem ekki geta hlustað og horft á fundinn.

Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×