Viðskipti innlent

Kvöldopnun Kringlunnar á fimmtu­dögum heyrir sögunni til

Atli Ísleifsson skrifar
Opnunartími Kringlunnar hefur verið lengri á fimmtudagskvöldum en önnur virk kvöld síðustu tuttugu árin.
Opnunartími Kringlunnar hefur verið lengri á fimmtudagskvöldum en önnur virk kvöld síðustu tuttugu árin. Vísir/Vilhelm

Sérstök kvöldopnun Kringlunnar á fimmtudögum heyrir nú sögunni til þegar nýr afgreiðslutími verslunarmiðstöðvarinnar tekur gildi. Opið hefur verið í Kringlunni á fimmtudagskvöldum síðastliðin tuttugu ár.

Fréttablaðið greinir frá þessu og hefur eftir Sigurjóni Erni Þórssyni framkvæmdastjóra að um lið í hagræðingu sé að ræða. Verslunarmiðstöðin verði nú opin alla virka daga frá klukkan 10 til 18:30, frá klukkan 11 til 18 á laugardögum og frá klukkan 12 til 17 á sunnudögum.

Sigurjón Örn segir að launakostnaður hafi verið mjög íþyngjandi fyrir rekstraraðila. Með breytingunni sé verið að draga úr afgreiðslutímum um fjóra tíma á viku sem eru allt yfirvinnustundir hjá starfsfólki.

Hann segir að skiptar skoðanir hafi verið um breytinguna meðal rekstraraðila en að þetta hafi verið niðurstaðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×