Erlent

Facebook í hart gegn áróðri um loftslagsbreytingar

Samúel Karl Ólason skrifar
„Loftslagsbreytingar eru raunverulegar. Vísindin eru óyggjandi og þörfin á aðgerðum verður meiri með hverjum deginum,“ segir í tilkynningu Facebook.
„Loftslagsbreytingar eru raunverulegar. Vísindin eru óyggjandi og þörfin á aðgerðum verður meiri með hverjum deginum,“ segir í tilkynningu Facebook. AP/Jeff Chiu

Forsvarsmenn Facebook hafa stofnað sérstaka loftslagsbreytinga-miðstöð sem ætlað er að gera trúverðugum heimildum um loftslagsbreytingar hærra undir höfði. Samfélagsmiðillinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera gróðraspretta rangra upplýsinga og samsæriskenninga um loftslagsbreytingar.

Miðstöðin byggir á verkefni Facebook varðandi heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og sambærilegu verkefni varðandi forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember.

Í fyrstu mun verkefnið eingöngu hafa áhrif í Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi, samkvæmt frétt Reuters, en mun á endanum rata til allra sem notast við samfélagsmiðilinn.

„Loftslagsbreytingar eru raunverulegar. Vísindin eru óyggjandi og þörfin á aðgerðum verður meiri með hverjum deginum,“ segir í tilkynningu Facebook. Þar segir að ábyrgð Facebook, sem tengi um þrjá milljarða manna víðsvegar um heiminn, sé mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×