Þriðji starfsmaður HÍ smitaður Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2020 12:25 Frá Háskólasvæðinu. Vísir/Vilhelm Enn einn starfsmaður Háskóla Íslands hefur smitast af kórónuveirunni. Frá þessu greinir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, í pósti til nemenda og starfsmanna skólans. Greint var frá því í gær að starfsmaður aðalbyggingar annars vegar og starfsmaður veitingasölunnar Hámu hafi smitast af veirunni og er rektor sjálfur einn þeirra sem er í sóttkví vegna smitsins í aðalbyggingu. Til viðbótar við starfsmann aðalbyggingar og Hámu hefur starfsmaður í Setbergi - húsi kennslunnar nú smitast. Rektor segir að smitrakningarteymi almannavarna hafi farið rækilega yfir þessi tilvik og sett fólk í sóttkví eftir því sem þurfa þykir til að treysta öryggi allra, starfsfólks og nemenda. Allt starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hafi þannig verið sett í sóttkví og veitingastaðnum þar lokað tímabundið. Smitrakningateymi almannavarna meti áhættu viðskiptavina Hámu óverulega og þeir þurfa því ekki að fara í sóttkví. „Í ljósi stöðunnar er afar eðlilegt að margir séu uggandi og hvet ég ykkur kæru nemendur og samstarfsfólk til að nýta ykkur gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu sem við bjóðum. Eins og sakir standa er brýnt að ráðstefnur, málþing og fundir verði alfarið með rafrænum hætti. Verði ekki komist hjá því að hittast skal gæta ítrustu varkárni og helst að bera andlitsgrímur. Þá hvet ég nemendur og starfsfólk eindregið til að fresta eða fella niður allt samkomuhald á Háskólasvæðinu. Munum að sýna fyllstu ábyrgð hvert og eitt, hugum vandlega að smitvörnum og fylgjum reglum almannavarna til hins ítrasta. Verum heima ef minnstu einkenna verður vart. Í slíkum tilvikum skal leita til heilsugæslu og tilkynna um veikindi til næsta yfirmanns svo unnt sé að upplýsa nemendur og starfsfólk í viðkomandi byggingu,“ segir Jón Atli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Smit staðfest í Hámu á Háskólatorgi Upp hefur komið staðfest kórónuveirusmit í Hámu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hefur verið sent í sóttkví og fer í sýnatöku. 14. september 2020 22:47 Rektor Háskóla Íslands í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni Þrír eru í sóttkví og þar á meðal rektor Háskóla Íslands eftir að starfsmaður skólans smitaðist af kórónuveirunni. 14. september 2020 14:15 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent Fleiri fréttir „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Sjá meira
Enn einn starfsmaður Háskóla Íslands hefur smitast af kórónuveirunni. Frá þessu greinir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, í pósti til nemenda og starfsmanna skólans. Greint var frá því í gær að starfsmaður aðalbyggingar annars vegar og starfsmaður veitingasölunnar Hámu hafi smitast af veirunni og er rektor sjálfur einn þeirra sem er í sóttkví vegna smitsins í aðalbyggingu. Til viðbótar við starfsmann aðalbyggingar og Hámu hefur starfsmaður í Setbergi - húsi kennslunnar nú smitast. Rektor segir að smitrakningarteymi almannavarna hafi farið rækilega yfir þessi tilvik og sett fólk í sóttkví eftir því sem þurfa þykir til að treysta öryggi allra, starfsfólks og nemenda. Allt starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hafi þannig verið sett í sóttkví og veitingastaðnum þar lokað tímabundið. Smitrakningateymi almannavarna meti áhættu viðskiptavina Hámu óverulega og þeir þurfa því ekki að fara í sóttkví. „Í ljósi stöðunnar er afar eðlilegt að margir séu uggandi og hvet ég ykkur kæru nemendur og samstarfsfólk til að nýta ykkur gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu sem við bjóðum. Eins og sakir standa er brýnt að ráðstefnur, málþing og fundir verði alfarið með rafrænum hætti. Verði ekki komist hjá því að hittast skal gæta ítrustu varkárni og helst að bera andlitsgrímur. Þá hvet ég nemendur og starfsfólk eindregið til að fresta eða fella niður allt samkomuhald á Háskólasvæðinu. Munum að sýna fyllstu ábyrgð hvert og eitt, hugum vandlega að smitvörnum og fylgjum reglum almannavarna til hins ítrasta. Verum heima ef minnstu einkenna verður vart. Í slíkum tilvikum skal leita til heilsugæslu og tilkynna um veikindi til næsta yfirmanns svo unnt sé að upplýsa nemendur og starfsfólk í viðkomandi byggingu,“ segir Jón Atli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Smit staðfest í Hámu á Háskólatorgi Upp hefur komið staðfest kórónuveirusmit í Hámu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hefur verið sent í sóttkví og fer í sýnatöku. 14. september 2020 22:47 Rektor Háskóla Íslands í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni Þrír eru í sóttkví og þar á meðal rektor Háskóla Íslands eftir að starfsmaður skólans smitaðist af kórónuveirunni. 14. september 2020 14:15 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent Fleiri fréttir „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Sjá meira
Smit staðfest í Hámu á Háskólatorgi Upp hefur komið staðfest kórónuveirusmit í Hámu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hefur verið sent í sóttkví og fer í sýnatöku. 14. september 2020 22:47
Rektor Háskóla Íslands í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni Þrír eru í sóttkví og þar á meðal rektor Háskóla Íslands eftir að starfsmaður skólans smitaðist af kórónuveirunni. 14. september 2020 14:15