Auðveldasta leiðin til þess að auka framboð á hagkvæmu húsnæði Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 15. september 2020 15:30 Eins og þekkt er hefur þurft að ráðast í ýmsar lausnir til þess að vinda ofan af húsnæðisvandanum og háu húsnæðisverði í borginni. Eðlileg ársfjölgun á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var undir meðaltali á árunum 2009 til 2016. Í framhaldinu eða allt frá á árinu 2017 hefur fólksfjölgun verið talsvert minni í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru því sterkar vísbendingar um að ekki hafi verið byggt nægjanlega mikið í Reykjavík. Afleiðingarnar eru að þvert á áætlanir borgaryfirvalda um þéttingu byggðar og nú sækir ungt fólk og fjölskyldufólk í meira mæli í nærliggjandi sveitarfélög. Vandinn er heimatilbúinn Við smíð á lausnum á húsnæðisvandanum hefur fallið til óheyrilegur kostnaður vegna vinnu ýmissa sérfræðinga og starfsfólks borgarinnar. En í grunninn snýst þetta jú bara um að hið sáraeinfalda lögmál um framboð og eftirspurn. Sé þörfinni eftir íbúðum mætt verða aðstæður ekki þannig að fasteignir og leiga þeirra geti verið verðlagðar upp í rjáfur. Svo skiptir máli hvar er valið að byggja. Þurfi að færa atvinnustarfsemi til þess að byggja nýjar íbúðir minnka líkurnar á því að fyrstu kaupendur geti fjárfest án einhvers konar niðurgreiðslu af hálfu hins opinbera. Sé hægt að nýta þegar tilbúna innviði aukast líkurnar. Í miklum fasteignaskorti skapast ennfremur freistnivandi fyrir skipulagsyfirvöld til þess að stýra því hvernig fólk býr í stað þess að eftirspurn ráði því hvar sé byggt. Í dag er hátt fermetraverð og þröngbýli gjarnan fylgifiskur nýrra íbúða sem sagðar eru hagkvæmar og fullyrt er að langflestir vilji búa miðsvæðis. Ef litið er nánar á viðskipti á fasteignamarkaðnum sést hins vegar að það er ekki algilt, í austasta hverfi borgarinnar, það er Norðlingaholti, er til að mynda barist um íbúðir sem eru settar á sölu og söluverð er vanalega langt yfir fasteignamati. Fasteignaviðskipti hafa einnig verið fjörug í nærliggjandi sveitarfélögum á Suðurlandi, í Ölfus og Árborg svo eitthvað sé nefnt. Gert ráð fyrir 4000 íbúðum í Vatnsmýri án vissu um nýtt flugvallarstæði Framangreindur vandi hefur rist svo djúpt að ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að veita fjármunum í að vinda ofan af honum með því að gefa möguleika á svonefndum hlutdeildarlánum. Þau gera kaupendum kleift að fjárfesta í íbúð með lægri útborgun en áður. Þetta mun breikka mögulegan kaupendahóp og því verður á næstu árum jafnvel enn mikilvægara en áður að mæta eftirspurninni. Samtök iðnaðarins hefur metið svo að til ársins 2040 þurfi að byggja 1200 íbúðir á ári. Áætlun Reykjavíkurborgar tekur mið af þessu þannig byggja eigi um 1000 íbúðir á ári en þær fyrirætlanir gera þó ráð fyrir að byggðar verði 4000 íbúðir á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýri. Fátt bendir til þess að svo geti orðið. Nýleg beiðni borgarstjóra um að færa flugvöllinn úr borginni mun ólíklega breyta neinu þar um enda er ekki búið að finna nýtt flugvallarstæði. Til þess að koma í veg fyrir að höfuðborgin missi af lestinni öðru sinni er mikilvægt að tryggja öruggt framboð hagkvæms húsnæðis á næstu árum. Stoppa þarf í gatið í fyrirætlunum meirihlutans og því leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að borgarstjórn samþykki í dag breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem heimilar íbúðabyggð í Keldnalandinu annars vegar og Örfirisey hins vegar. Samhliða þessu verði farið í að skipuleggja atvinnulóðir á Keldum. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Eins og þekkt er hefur þurft að ráðast í ýmsar lausnir til þess að vinda ofan af húsnæðisvandanum og háu húsnæðisverði í borginni. Eðlileg ársfjölgun á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var undir meðaltali á árunum 2009 til 2016. Í framhaldinu eða allt frá á árinu 2017 hefur fólksfjölgun verið talsvert minni í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru því sterkar vísbendingar um að ekki hafi verið byggt nægjanlega mikið í Reykjavík. Afleiðingarnar eru að þvert á áætlanir borgaryfirvalda um þéttingu byggðar og nú sækir ungt fólk og fjölskyldufólk í meira mæli í nærliggjandi sveitarfélög. Vandinn er heimatilbúinn Við smíð á lausnum á húsnæðisvandanum hefur fallið til óheyrilegur kostnaður vegna vinnu ýmissa sérfræðinga og starfsfólks borgarinnar. En í grunninn snýst þetta jú bara um að hið sáraeinfalda lögmál um framboð og eftirspurn. Sé þörfinni eftir íbúðum mætt verða aðstæður ekki þannig að fasteignir og leiga þeirra geti verið verðlagðar upp í rjáfur. Svo skiptir máli hvar er valið að byggja. Þurfi að færa atvinnustarfsemi til þess að byggja nýjar íbúðir minnka líkurnar á því að fyrstu kaupendur geti fjárfest án einhvers konar niðurgreiðslu af hálfu hins opinbera. Sé hægt að nýta þegar tilbúna innviði aukast líkurnar. Í miklum fasteignaskorti skapast ennfremur freistnivandi fyrir skipulagsyfirvöld til þess að stýra því hvernig fólk býr í stað þess að eftirspurn ráði því hvar sé byggt. Í dag er hátt fermetraverð og þröngbýli gjarnan fylgifiskur nýrra íbúða sem sagðar eru hagkvæmar og fullyrt er að langflestir vilji búa miðsvæðis. Ef litið er nánar á viðskipti á fasteignamarkaðnum sést hins vegar að það er ekki algilt, í austasta hverfi borgarinnar, það er Norðlingaholti, er til að mynda barist um íbúðir sem eru settar á sölu og söluverð er vanalega langt yfir fasteignamati. Fasteignaviðskipti hafa einnig verið fjörug í nærliggjandi sveitarfélögum á Suðurlandi, í Ölfus og Árborg svo eitthvað sé nefnt. Gert ráð fyrir 4000 íbúðum í Vatnsmýri án vissu um nýtt flugvallarstæði Framangreindur vandi hefur rist svo djúpt að ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að veita fjármunum í að vinda ofan af honum með því að gefa möguleika á svonefndum hlutdeildarlánum. Þau gera kaupendum kleift að fjárfesta í íbúð með lægri útborgun en áður. Þetta mun breikka mögulegan kaupendahóp og því verður á næstu árum jafnvel enn mikilvægara en áður að mæta eftirspurninni. Samtök iðnaðarins hefur metið svo að til ársins 2040 þurfi að byggja 1200 íbúðir á ári. Áætlun Reykjavíkurborgar tekur mið af þessu þannig byggja eigi um 1000 íbúðir á ári en þær fyrirætlanir gera þó ráð fyrir að byggðar verði 4000 íbúðir á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýri. Fátt bendir til þess að svo geti orðið. Nýleg beiðni borgarstjóra um að færa flugvöllinn úr borginni mun ólíklega breyta neinu þar um enda er ekki búið að finna nýtt flugvallarstæði. Til þess að koma í veg fyrir að höfuðborgin missi af lestinni öðru sinni er mikilvægt að tryggja öruggt framboð hagkvæms húsnæðis á næstu árum. Stoppa þarf í gatið í fyrirætlunum meirihlutans og því leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að borgarstjórn samþykki í dag breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem heimilar íbúðabyggð í Keldnalandinu annars vegar og Örfirisey hins vegar. Samhliða þessu verði farið í að skipuleggja atvinnulóðir á Keldum. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar