Grealish kom Villa til bjargar | Palace eina úrvalsdeildarliðið sem datt út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 21:00 Grealish í leiknum í kvöld. Mike Egerton/Getty Images Heill hellingur af leikjum fór fram í enska deildarbikarnum í kvöld. Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, kom liðinu til bjargar gegn Burton Albion. Þá komust Newcastle United og West Ham United auðveldlega áfram. Bournemouth sló Crystal Palace út eftir maraþonvítaspyrnukeppni. Jack Grealish, sem skrifaði undir nýjan samning við Aston Villa í dag, var hetja Aston Villa en það stefndi í að liðið þyrfti framlengingu gegn Burton Albion. Colin Daniel kom Burton yfir strax í upphafi leiks. Ollie Watkins, sem gekk nýverið í raðir Villa, jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Grealish skoraði svo glæsilegt mark þegar hann klippti boltann á lofti eftir hornspyrnu á 88. mínútu og tryggði Aston Villa áfram. Keinan Davis gulltryggði svo sigurinn með síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 3-1. Newcastle United marði 1-0 sigur á Blackburn Rovers þökk sé marki Ryan Fraser á 35. mínútu. Þá vann West Ham United öruggan 3-0 sigur á Charlton Athletic. Sébastian Haller skoraði fyrstu tvö mörkin og Felipe Anderson tryggði sigurinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni í leik Bournemouth og Crystal Palace þar sem það var markalaust að loknum venjulegum leiktíma. Engar framlengingar eru í þessari umferð deildarbikarsins og því var leikurinn útkljáður á vítapunktinum. Keppnin var löng og ströng en bæði lið skoruðu úr fyrstu tíu spyrnum sínum. Það fór hins vegar svo að báðir markverðirnir [Asmir Begovic og Wayne Hennessey] klúðruðu sínum spyrnum og því þurftu sumir leikmenn að fara aftur á punktinn. Að lokum var það Luka Milivojević sem klúðraði óvænt síðari spyrnu sinni en Asmir varði vel frá honum og Bournemouth því komið áfram. Önnur úrslit í dag og kvöld Gillingham 1-1 Coventry City (5-4 eftir vítaspyrnukeppni) Middlesbrough 0-2 Barnsley Millwall 3-1 Cheltenham Town Reading 0-1 Luton Town Derby County 1-2 Preston North End Bradford City 0-5 Lincoln City Fleetwood Town 2-1 Port Vale Newport City 1-0 Cambridge United Oxford United 1-1 Watford (0-3 eftir vítasp.) Leyton Orient 3-2 Plymouth Argyle Morecambe 1-0 Oldham Athletic Rochdale 0-2 Sheffield Wednesday Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
Heill hellingur af leikjum fór fram í enska deildarbikarnum í kvöld. Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, kom liðinu til bjargar gegn Burton Albion. Þá komust Newcastle United og West Ham United auðveldlega áfram. Bournemouth sló Crystal Palace út eftir maraþonvítaspyrnukeppni. Jack Grealish, sem skrifaði undir nýjan samning við Aston Villa í dag, var hetja Aston Villa en það stefndi í að liðið þyrfti framlengingu gegn Burton Albion. Colin Daniel kom Burton yfir strax í upphafi leiks. Ollie Watkins, sem gekk nýverið í raðir Villa, jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Grealish skoraði svo glæsilegt mark þegar hann klippti boltann á lofti eftir hornspyrnu á 88. mínútu og tryggði Aston Villa áfram. Keinan Davis gulltryggði svo sigurinn með síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 3-1. Newcastle United marði 1-0 sigur á Blackburn Rovers þökk sé marki Ryan Fraser á 35. mínútu. Þá vann West Ham United öruggan 3-0 sigur á Charlton Athletic. Sébastian Haller skoraði fyrstu tvö mörkin og Felipe Anderson tryggði sigurinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni í leik Bournemouth og Crystal Palace þar sem það var markalaust að loknum venjulegum leiktíma. Engar framlengingar eru í þessari umferð deildarbikarsins og því var leikurinn útkljáður á vítapunktinum. Keppnin var löng og ströng en bæði lið skoruðu úr fyrstu tíu spyrnum sínum. Það fór hins vegar svo að báðir markverðirnir [Asmir Begovic og Wayne Hennessey] klúðruðu sínum spyrnum og því þurftu sumir leikmenn að fara aftur á punktinn. Að lokum var það Luka Milivojević sem klúðraði óvænt síðari spyrnu sinni en Asmir varði vel frá honum og Bournemouth því komið áfram. Önnur úrslit í dag og kvöld Gillingham 1-1 Coventry City (5-4 eftir vítaspyrnukeppni) Middlesbrough 0-2 Barnsley Millwall 3-1 Cheltenham Town Reading 0-1 Luton Town Derby County 1-2 Preston North End Bradford City 0-5 Lincoln City Fleetwood Town 2-1 Port Vale Newport City 1-0 Cambridge United Oxford United 1-1 Watford (0-3 eftir vítasp.) Leyton Orient 3-2 Plymouth Argyle Morecambe 1-0 Oldham Athletic Rochdale 0-2 Sheffield Wednesday
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira