Erlent

Suga nýr for­sæt­is­ráð­herr­a Jap­an

Samúel Karl Ólason skrifar
Yoshihide Suga, nýr forsætisráðherra Japan.
Yoshihide Suga, nýr forsætisráðherra Japan. AP/Koji Sasahara

Yoshihide Suga, hefur verið kjörinn forsætisráðherra Japan af þingi landsins. Hann tryggði sér 314 atkvæði af 462 en hann mun tilkynna ríkisstjórn sína seinna í dag. 

Suga hefur verið náinn samstarfsmaður Shinzo Abe, sem sagði af sér í síðasta mánuði vegna heilsukvilla, og er fastlega búist við því að hann muni fylgja stefnumálum Abe eftir.

Hinn 71 árs gamli forsætisráðherra hefur gert mikið úr uppruna sínum sem sonur bónda og að hann hafi sjálfur komið sér á þann stað sem hann er í lífinu. Hann hefur heitið því að vinna fyrir almenning í Japan og dreifbýli.

Suga mun sitja út núverandi kjörtímabil, sem lýkur í september á næsta ári. Hans helsta verk verður að takast á við faraldur nýju kórónuveirunnar og að hlúa að efnahagi landsins.


Tengdar fréttir

Suga að tryggja sér embætti forsætisráðherra

Yoshihide Suga er nánast búinn að tryggja sér embætti forsætisráðherra Japans, eftir að Shinzo Abe, fráfarandi forsætisráðherra, tilkynnti um afsögn sína vegna heilsubrests í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×